Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 „Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
„Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira