„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2017 12:15 Það er morgunljóst að aðgerða á Grindavíkurvegi er þörf og ástand vegarins þolir enga bið. Tvö banaslys á síðustu mánuðum og um 90 önnur umferðarslys á síðustu árum hafa aukið óöryggi vegfarenda og töluverður skrekkur er nú í íbúum Grindavíkur vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þetta er mat Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem á sæti í samráðshópi um bættari og öruggari Grindavíkurveg. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og fulltrúum stærstu fyrirtækjanna í Grindavík, átti fund með Vegagerðinni í síðustu viku þar sem reifaðar voru tillögur að úrbótum á Grindavíkurvegi. Frekar má fræðast um fundinn hér. Dreifing slysa á Grindavíkurvegi frá janúar 2009 – 31. október 2016. Svartur punktur táknar banaslys, rauður punktur stendur fyrir slys með miklum meiðslum, gulur punktur táknar slys með litlum meiðslum og grænn punktur stendur fyrir eignatjón.VegagerðinÍ samtali við Vísi segir Kristín að fundurinn hafi verið góður og samráðshópurinn sé reglulega ánægður með samstarfið við vegamálastjóra í gegnum árin. „Þau eru öll að vilja gerð en eru auðvitað háð fjármagni frá ríkinu. Þau skilja öll áhyggjur okkar,“ segir Kristín. „Við erum öll í sama liði þegar kemur að umferðaröryggi en nú þurfum við bara að þrýsta á og láta rödd okkar heyrast.“ Á fundinum var lagt upp með að vænlegast væri að aðskilja akstursstefnurnar á Grindavíkurvegi með vegriði til þess að sporna við allra alvarlegustu slysunum – þ.e. þeim sem verða með samkeyrslu bíla úr gagnstæðum áttum.Sjá einnig: Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum GrindavíkurvegiAð mati Kristínar og annarra fundarmanna er þó ljóst að meira þurfi að koma til. Ástand vegarins sé afleitt; í honum eru víða djúpar holur, hann sé verulega varhugaverður í hálku á a.m.k. 3 stöðum ásamt því að hann sé víða alltof þröngur miðað við aðstæður. „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg. Það þarf að breikka hann og, heilt yfir, fara í rosalegar framkvæmdir á Grindavíkurvegi,“ segir Kristín. Það strandi þó á fjármagni sem ekki er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.Samráðshópurinn á fund með samgönguráðherra á miðvikudag og hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra til að þrýsta á fjárveitingar til málsins. Kristín segir hópinn hafa sínar hugmyndir um hvernig skuli standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Það hafa komið miklir peningar inn í ríkiskassann með sölu eigna á Ásbrú. Rætt var um það á sínum tíma að þeir peningar ættu að fara í innviðauppbyggingu á svæðinu og það er gríðarlega mikilvægt að sú uppbygging eigi sér stað í vegakerfinu,“ segir Kristín og vísar þar til umferðaraukningarinnar á svæðinu.Sjá einnig: Margoft krafist úrbóta á GrindavíkurvegiUm 60% fleiri bílar fóru um Grindavíkurveg á hverjum degi allt árið í fyrra en árið 2010. Það eru ekki einungis ferðamenn sem bera ábyrgð á aukningunni heldur hefur Grindvíkingum að sama skapi fjölgað umtalsvert samhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, svo sem í tengslum við aukna starfsemi á Bláa lóns-svæðinu.Ákveðið var á fundi samráðshópsins og Vegagerðarinnar að gera „sérstaka umferðaröryggisúttekt á Grindavíkurvegi á næstunni í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisstjórnun vega. Úttektin mun m.a. ná til öryggissvæðisins við hlið vegar. Gerð verður áætlun um lagfæringar til að öryggissvæðið uppfylli núgildandi kröfur í veghönnunarreglum. Hér er t.d. verið að tala um að fjarlægja hraunklappir sem eru of nærri veginum,“ segir Kristín. Vegagerðin mun gera kostnaðaráætlun fyrir „2+1 veg“ alla leið frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík. Að sögn Kristínar munu fulltrúar Grindavíkurbæjar, í viðræðum við fjárveitingavaldið, áfram leggja höfuðáherslu á endurbætur Grindavíkurvegar, en ljóst er að aðskilnaður akstursstefna, hvort sem er fyrir 1+1 veg eða 2+1 veg, verði ekki framkvæmdur nema til komi sérmerktar fjárveitingar.Nánar má fræðast um fund samráðshópsins og Vegagerðarinnar hér þar sem má sjá fleiri myndir af ástandi Grindavíkurvegar ásamt sundurliðun á slysunum sem orðið hafa á veginum frá árinu 2009. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Það er morgunljóst að aðgerða á Grindavíkurvegi er þörf og ástand vegarins þolir enga bið. Tvö banaslys á síðustu mánuðum og um 90 önnur umferðarslys á síðustu árum hafa aukið óöryggi vegfarenda og töluverður skrekkur er nú í íbúum Grindavíkur vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þetta er mat Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem á sæti í samráðshópi um bættari og öruggari Grindavíkurveg. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og fulltrúum stærstu fyrirtækjanna í Grindavík, átti fund með Vegagerðinni í síðustu viku þar sem reifaðar voru tillögur að úrbótum á Grindavíkurvegi. Frekar má fræðast um fundinn hér. Dreifing slysa á Grindavíkurvegi frá janúar 2009 – 31. október 2016. Svartur punktur táknar banaslys, rauður punktur stendur fyrir slys með miklum meiðslum, gulur punktur táknar slys með litlum meiðslum og grænn punktur stendur fyrir eignatjón.VegagerðinÍ samtali við Vísi segir Kristín að fundurinn hafi verið góður og samráðshópurinn sé reglulega ánægður með samstarfið við vegamálastjóra í gegnum árin. „Þau eru öll að vilja gerð en eru auðvitað háð fjármagni frá ríkinu. Þau skilja öll áhyggjur okkar,“ segir Kristín. „Við erum öll í sama liði þegar kemur að umferðaröryggi en nú þurfum við bara að þrýsta á og láta rödd okkar heyrast.“ Á fundinum var lagt upp með að vænlegast væri að aðskilja akstursstefnurnar á Grindavíkurvegi með vegriði til þess að sporna við allra alvarlegustu slysunum – þ.e. þeim sem verða með samkeyrslu bíla úr gagnstæðum áttum.Sjá einnig: Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum GrindavíkurvegiAð mati Kristínar og annarra fundarmanna er þó ljóst að meira þurfi að koma til. Ástand vegarins sé afleitt; í honum eru víða djúpar holur, hann sé verulega varhugaverður í hálku á a.m.k. 3 stöðum ásamt því að hann sé víða alltof þröngur miðað við aðstæður. „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg. Það þarf að breikka hann og, heilt yfir, fara í rosalegar framkvæmdir á Grindavíkurvegi,“ segir Kristín. Það strandi þó á fjármagni sem ekki er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.Samráðshópurinn á fund með samgönguráðherra á miðvikudag og hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra til að þrýsta á fjárveitingar til málsins. Kristín segir hópinn hafa sínar hugmyndir um hvernig skuli standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Það hafa komið miklir peningar inn í ríkiskassann með sölu eigna á Ásbrú. Rætt var um það á sínum tíma að þeir peningar ættu að fara í innviðauppbyggingu á svæðinu og það er gríðarlega mikilvægt að sú uppbygging eigi sér stað í vegakerfinu,“ segir Kristín og vísar þar til umferðaraukningarinnar á svæðinu.Sjá einnig: Margoft krafist úrbóta á GrindavíkurvegiUm 60% fleiri bílar fóru um Grindavíkurveg á hverjum degi allt árið í fyrra en árið 2010. Það eru ekki einungis ferðamenn sem bera ábyrgð á aukningunni heldur hefur Grindvíkingum að sama skapi fjölgað umtalsvert samhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, svo sem í tengslum við aukna starfsemi á Bláa lóns-svæðinu.Ákveðið var á fundi samráðshópsins og Vegagerðarinnar að gera „sérstaka umferðaröryggisúttekt á Grindavíkurvegi á næstunni í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisstjórnun vega. Úttektin mun m.a. ná til öryggissvæðisins við hlið vegar. Gerð verður áætlun um lagfæringar til að öryggissvæðið uppfylli núgildandi kröfur í veghönnunarreglum. Hér er t.d. verið að tala um að fjarlægja hraunklappir sem eru of nærri veginum,“ segir Kristín. Vegagerðin mun gera kostnaðaráætlun fyrir „2+1 veg“ alla leið frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík. Að sögn Kristínar munu fulltrúar Grindavíkurbæjar, í viðræðum við fjárveitingavaldið, áfram leggja höfuðáherslu á endurbætur Grindavíkurvegar, en ljóst er að aðskilnaður akstursstefna, hvort sem er fyrir 1+1 veg eða 2+1 veg, verði ekki framkvæmdur nema til komi sérmerktar fjárveitingar.Nánar má fræðast um fund samráðshópsins og Vegagerðarinnar hér þar sem má sjá fleiri myndir af ástandi Grindavíkurvegar ásamt sundurliðun á slysunum sem orðið hafa á veginum frá árinu 2009.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira