Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. mars 2017 09:00 Lára Lind Jakobsdóttir. Lára Lind/Loftmyndir Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi aðfararnótt laugardags, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. Lára Lind Jakobsdóttir er 21 árs Grindvíkingur. Hún segir jafnaldra sína langþreytta á framkvæmdaleysi á Grindavíkurvegi en sjálf valdi hún að sækja menntaskóla á Akureyri til að forðast keyrslu á veginum á hverjum degi. „Mig hefur alltaf langað mikið í Verzló, en svo var eldri systir mín í MA á vistinni og mér fannst það líka mjög spennandi. Ég sótti fyrst um í Verzló en áður en umsóknarfresturinn rann út þá breytti ég yfir í MA vegna þess að mig langaði ekki að leggja það á mig að vera að keyra þarna á hverjum degi, og hvað þá þennan veg,“ segir Lára Lind í samtali við Vísi. Hún hefur ekki fallega sögu að segja af Grindavíkurvegi og lýsa þurfi upp veginn. „Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök. Þú þarft bara að vera 100 prósent ökumaður. Ef þú þarft að sveigja útaf einhverjum ástæðum eða rennur í hálku eða eitthvað þá er ekkert sem tekur á móti þér nema að keyra út af. Svo er hann ekki lýstur, sem er náttúrulega partur af miklu öryggi. Það hefur ekkert verið gert í því.“Menntaskólinn á Akureyri.Lára Lind lauk námi frá Menntaskólanum á Akureyri síðasta vor og er nú búsett í Garðabæ. Eitt kvöldið þegar hún hafði verið að keyra til Grindavíkur fékk Lára sig fullsadda og ákvað að senda þáverandi bæjarstjóra Grindavíkur, Róberti Ragnarssyni, tölvupóst um málið. „Ég er búsett í Garðabæ en fer oft til Grindavíkur því foreldrar mínir búa þar. Ég var í kvöldskóla í haust og var að keyra heim. Ég vinn líka í Bláa lóninu þannig að ég keyri mjög mikið þarna. Eftir eitt kvöldið þegar ég var búin að keyra þennan kafla var ég svo pirruð því það var svo lélegt skyggni, það var enginn lýsing og ég var bara hrædd um líf mitt þegar ég var að keyra,“ segir Lára. „Þannig að þegar ég kom heim þá settist ég bara við tölvuna og sendi bæjarstjóranum póst. Spurði hann hvort það væri eitthvað verið að gera í þessu því það eru allir í Grindavík að hugsa um þetta. Það hafa orðið slys þarna síðan ég man eftir mér og hvort það væri eitthvað að gerast í þessu máli því það hefur ekki verið sýnt fram á það. Hann svaraði að Vegagerðin hafi ekki verið að taka undir það sem þau vildu og vonuðu að þetta gengi betur. Mér finnst það bara svo lélegt svar þegar kemur að öryggi. En þetta er fráfarandi bæjarstjóri, það er kominn nýr bæjarstjóri núna.“Þá segir Lára einnig að breytingar á afleggjaranum við Bláa lónið séu ekki til þess gerðar að auka öryggi fólks. „Síðan voru í fyrra gerð ný gatnamót við Bláa lóns afleggjarann. Slysin gerast flest fyrir hann. Þegar ég keyrði fyrst á þessum nýju gatnamót þá vissi ég ekki hvert ég ætti að keyra. Þetta er ótrúlega flókið í staðinn fyrir að gera bara hringtorg. Þetta er alveg jafn hættulegt. Túristar eru að stoppa þarna úti í kanti að taka myndir.“919 þúsund manns heimsóttu Bláa lónið árið 2015 en gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. Ársskýrsla Bláa lónsins fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir en fastlega má gera ráð fyrir því gestir í fyrra hafi verið yfir eina milljón, stærstur hluti erlendir ferðamenn.Bláa lónið.Vísir/GVALára, sem vinnur sjálf í Bláa lóninu, segir fólk ekki gera sér grein fyrir hversu margir, sem óvanir eru að keyra á Íslandi, keyri þennan vegarkafla. „Ég finn mjög mikið fyrir þessu því ég er að vinna í lóninu og ég sé hvað það eru margir túristar sem keyra þennan veg. Það er uppbókað alla dag, þú kemst varla í lónið nema hafa bókað fyrirfram núna. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því. Þessi vegur hefur líka áhrif á val hjá ungum krökkum um hvar þau fara í skóla og hvar fólk vill finna sér atvinnu. Það eru alls ekki allir sem treysta sér til að keyra þennan veg á morgnanna.“Finnur þú að jafnaldrar þínir séu meðvitaðir um þetta?„Já algjörlega. Sérstaklega mínar vinkonur, þær ákveða að fara heim áður en það verður dimmt því þær vilja ekki keyra í myrkrinu. Þegar þetta gerist svona oft deyfist samfélagið svo mikið því Grindavík er svo lítið samfélag. Núna líka þetta slys um helgina, það eru allir sammála um að það þurfi að gera eitthvað í þessu.“Í frétt DV í gær kom fram að á árunum 2008-2017 hafi þrjú banaslys orðið á Grindavíkurvegi og fimm banaslys á Reykjanesbraut á sama tímabili. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag var rætt við Fannar Jónsson, bæjarstjóra í Grindavíkurbæ. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ sagði Fannar. Eftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra að þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli á tafarlausar aðgerðir. Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi aðfararnótt laugardags, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. Lára Lind Jakobsdóttir er 21 árs Grindvíkingur. Hún segir jafnaldra sína langþreytta á framkvæmdaleysi á Grindavíkurvegi en sjálf valdi hún að sækja menntaskóla á Akureyri til að forðast keyrslu á veginum á hverjum degi. „Mig hefur alltaf langað mikið í Verzló, en svo var eldri systir mín í MA á vistinni og mér fannst það líka mjög spennandi. Ég sótti fyrst um í Verzló en áður en umsóknarfresturinn rann út þá breytti ég yfir í MA vegna þess að mig langaði ekki að leggja það á mig að vera að keyra þarna á hverjum degi, og hvað þá þennan veg,“ segir Lára Lind í samtali við Vísi. Hún hefur ekki fallega sögu að segja af Grindavíkurvegi og lýsa þurfi upp veginn. „Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök. Þú þarft bara að vera 100 prósent ökumaður. Ef þú þarft að sveigja útaf einhverjum ástæðum eða rennur í hálku eða eitthvað þá er ekkert sem tekur á móti þér nema að keyra út af. Svo er hann ekki lýstur, sem er náttúrulega partur af miklu öryggi. Það hefur ekkert verið gert í því.“Menntaskólinn á Akureyri.Lára Lind lauk námi frá Menntaskólanum á Akureyri síðasta vor og er nú búsett í Garðabæ. Eitt kvöldið þegar hún hafði verið að keyra til Grindavíkur fékk Lára sig fullsadda og ákvað að senda þáverandi bæjarstjóra Grindavíkur, Róberti Ragnarssyni, tölvupóst um málið. „Ég er búsett í Garðabæ en fer oft til Grindavíkur því foreldrar mínir búa þar. Ég var í kvöldskóla í haust og var að keyra heim. Ég vinn líka í Bláa lóninu þannig að ég keyri mjög mikið þarna. Eftir eitt kvöldið þegar ég var búin að keyra þennan kafla var ég svo pirruð því það var svo lélegt skyggni, það var enginn lýsing og ég var bara hrædd um líf mitt þegar ég var að keyra,“ segir Lára. „Þannig að þegar ég kom heim þá settist ég bara við tölvuna og sendi bæjarstjóranum póst. Spurði hann hvort það væri eitthvað verið að gera í þessu því það eru allir í Grindavík að hugsa um þetta. Það hafa orðið slys þarna síðan ég man eftir mér og hvort það væri eitthvað að gerast í þessu máli því það hefur ekki verið sýnt fram á það. Hann svaraði að Vegagerðin hafi ekki verið að taka undir það sem þau vildu og vonuðu að þetta gengi betur. Mér finnst það bara svo lélegt svar þegar kemur að öryggi. En þetta er fráfarandi bæjarstjóri, það er kominn nýr bæjarstjóri núna.“Þá segir Lára einnig að breytingar á afleggjaranum við Bláa lónið séu ekki til þess gerðar að auka öryggi fólks. „Síðan voru í fyrra gerð ný gatnamót við Bláa lóns afleggjarann. Slysin gerast flest fyrir hann. Þegar ég keyrði fyrst á þessum nýju gatnamót þá vissi ég ekki hvert ég ætti að keyra. Þetta er ótrúlega flókið í staðinn fyrir að gera bara hringtorg. Þetta er alveg jafn hættulegt. Túristar eru að stoppa þarna úti í kanti að taka myndir.“919 þúsund manns heimsóttu Bláa lónið árið 2015 en gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. Ársskýrsla Bláa lónsins fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir en fastlega má gera ráð fyrir því gestir í fyrra hafi verið yfir eina milljón, stærstur hluti erlendir ferðamenn.Bláa lónið.Vísir/GVALára, sem vinnur sjálf í Bláa lóninu, segir fólk ekki gera sér grein fyrir hversu margir, sem óvanir eru að keyra á Íslandi, keyri þennan vegarkafla. „Ég finn mjög mikið fyrir þessu því ég er að vinna í lóninu og ég sé hvað það eru margir túristar sem keyra þennan veg. Það er uppbókað alla dag, þú kemst varla í lónið nema hafa bókað fyrirfram núna. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því. Þessi vegur hefur líka áhrif á val hjá ungum krökkum um hvar þau fara í skóla og hvar fólk vill finna sér atvinnu. Það eru alls ekki allir sem treysta sér til að keyra þennan veg á morgnanna.“Finnur þú að jafnaldrar þínir séu meðvitaðir um þetta?„Já algjörlega. Sérstaklega mínar vinkonur, þær ákveða að fara heim áður en það verður dimmt því þær vilja ekki keyra í myrkrinu. Þegar þetta gerist svona oft deyfist samfélagið svo mikið því Grindavík er svo lítið samfélag. Núna líka þetta slys um helgina, það eru allir sammála um að það þurfi að gera eitthvað í þessu.“Í frétt DV í gær kom fram að á árunum 2008-2017 hafi þrjú banaslys orðið á Grindavíkurvegi og fimm banaslys á Reykjanesbraut á sama tímabili. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag var rætt við Fannar Jónsson, bæjarstjóra í Grindavíkurbæ. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ sagði Fannar. Eftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra að þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli á tafarlausar aðgerðir.
Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00