Guðmundur Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs Icelandair. Guðmundur tekur við starfinu af Helga Má Björgvinssyni sem gengur til liðs við Icelandair Group þar sem hann mun vinna að ýmsum stefnumarkandi verkefnum.
Helgi hóf störf hjá Icelandair í Bandaríkjunum árið 1999 sem yfirmaður Icelandair Holidays og síðar sem sölustjóri fyrir Bandaríkin og Kanada. Árið 2002 fluttist hann til London og tók við stöðu sölu- og markaðsstjóra fyrir Bretland og Írland og árið 2004 til Parísar sem svæðisstjóri fyrir Suður-Evrópu. Helgi tók við stöðu svæðisstjóra fyrir Bretland og Írland í maí 2007 en hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair frá maí 2008. Helgi er með BS í markaðs- og stjórnunarfræði frá University of South Carolina í Columbia og meistarapróf í viðskiptafræði frá ESCP-EAP European School of Management í París
Guðmundur hefur starfað hjá Flugfélagi Íslands frá seinasta hausti en starfaði áður hjá Icelandair frá árinu 2004, lengst af sem forstöðumaður markaðsmála og viðskiptaþróunar til haustsins 2016. Þar áður var hann markaðsstjóri Icelandair fyrir annars vegar Mið-Evrópu og hins vegar Skandinavíu í tvo ár hvort. Hann er með B.S. og B.A. gráður í Viðskiptafræði og Alþjóðasamskiptum frá Pennsylvanía State háskólanum og diplómagráðu frá Universität Leipzig í Þýskalandi.
Breytingar hjá Icelandair og Icelandair Group
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent


Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna
Viðskipti erlent