Stofna félagið Wintris: „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 13:00 Félagið Wintris ehf. er skrásett í Reykjavík. Vísir/Valli Í dag er slétt ár liðið frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greindi frá félaginu Wintris Inc., sem heldur utan um fjölskylduarf hennar, í ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook. Nú er svo komið að Anna Sigurlaug er ekki sú eina sem á félag að nafni Wintris heldur stofnuðu félagarnir Guðbjörn Dan Gunnarsson og Gunnlaugur Arnar Elíasson nýverið félagið Wintris ehf. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að um algjöra tilviljun sé að ræða, nafnið á þeirra félagi sé ekki skírskotun í félag Önnu Siguralaugar og alveg ótengt því sem hún og Sigmundur Davíð hafa tekið sér fyrir hendur. Guðbjörn segir Wintris ehf. stofnað utan um vöru sem þeir eru með í þróun á hugbúnaðarsviði og tilkynningar sé að vænta í næsta mánuði um hana. „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru,“ segir Guðbjörn spurður hvers vegna nafnið Wintris varð fyrir valinu en segist ekki geta greint nánar frá því hver varan er að svo stöddu. Nítján dögum eftir að Anna Sigurlaug greindi frá Wintris Inc. á Facebook fór í loftið viðtalið þar sem fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, Sven Bergmann, spurði Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt honum um fyrirtæki sem heitir Wintris. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík fjórum dögum áður en Anna Sigurlaug greindi frá félaginu á Facebook. Svo fór að Sigmundur Davíð yfirgaf viðtalið þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, settist við hlið Bergmann og spurði Sigmund hvers vegna hann hefði ekki sagt frá félaginu Wintris. Sigmundur Davíð yfirgaf embætti forsætisráðherra vegna málsins og var boðað til kosninga til Alþingis í kjölfarið. Panama-skjölin Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Í dag er slétt ár liðið frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greindi frá félaginu Wintris Inc., sem heldur utan um fjölskylduarf hennar, í ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook. Nú er svo komið að Anna Sigurlaug er ekki sú eina sem á félag að nafni Wintris heldur stofnuðu félagarnir Guðbjörn Dan Gunnarsson og Gunnlaugur Arnar Elíasson nýverið félagið Wintris ehf. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að um algjöra tilviljun sé að ræða, nafnið á þeirra félagi sé ekki skírskotun í félag Önnu Siguralaugar og alveg ótengt því sem hún og Sigmundur Davíð hafa tekið sér fyrir hendur. Guðbjörn segir Wintris ehf. stofnað utan um vöru sem þeir eru með í þróun á hugbúnaðarsviði og tilkynningar sé að vænta í næsta mánuði um hana. „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru,“ segir Guðbjörn spurður hvers vegna nafnið Wintris varð fyrir valinu en segist ekki geta greint nánar frá því hver varan er að svo stöddu. Nítján dögum eftir að Anna Sigurlaug greindi frá Wintris Inc. á Facebook fór í loftið viðtalið þar sem fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, Sven Bergmann, spurði Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt honum um fyrirtæki sem heitir Wintris. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík fjórum dögum áður en Anna Sigurlaug greindi frá félaginu á Facebook. Svo fór að Sigmundur Davíð yfirgaf viðtalið þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, settist við hlið Bergmann og spurði Sigmund hvers vegna hann hefði ekki sagt frá félaginu Wintris. Sigmundur Davíð yfirgaf embætti forsætisráðherra vegna málsins og var boðað til kosninga til Alþingis í kjölfarið.
Panama-skjölin Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira