Erlent

Leiðtogi ISIS í Mosul felldur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vígamennirnir eiga við ofurefli að etja en berjast af miklum krafti um síðasta stórvígi sitt í Írak.
Vígamennirnir eiga við ofurefli að etja en berjast af miklum krafti um síðasta stórvígi sitt í Írak. Vísir/AFP
Írakski herinn og bandamenn þeirra hafa fellt Abu Abdul Rahman al-Ansary, leiðtoga vígamanna Íslamska ríkisins í Mosul. Harðir bardagar geisuðu í vesturhluta borgarinnar í dag og þúsundir borgara flýðu. Helstu leiðtogar samtakanna hafa þegar flúið borgina, en stjórnarherinn hefur tekið allan austurhluta hennar og um þriðjung vesturhlutans.

Vígamennirnir eiga við ofurefli að etja en berjast af miklum krafti um síðasta stórvígi sitt í Írak.

Leyniskyttur hægja á sókn stjórnarliða sem sækja þó ávallt áfram, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Skriðdrekar loftárásir eru notaðar gegn leyniskyttum á meðan hermenn fara húsa á milli og ganga úr skugga um að þar sé enga vígamenn að finna.

Um tvö hundruð þúsund borgarar eru sagðir hafa flúið borgina, en talið er að um 600 þúsund haldi enn til á yfirráðasvæði ISIS. Vígamenn hafa skýlt sér á bak við þau til að forðast loftárásir.

Í hvert sinn sem stjórnarliðar sækja fram mæta þeir borgurum sem eru að reyna að flýja undan oki ISIS. Þeir segja matvæli og almennar birgðir vera að renna út á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×