Meirihluti skattgreiðslna Trump kom til vegna skatts sem hann vill afnema Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár. Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00
Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17