Stólarnir mega helst ekki sjá þessa tölfræði fyrir kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 08:00 Vísir/Anton Tindastóll og Keflavík hefja í kvöld einvígi sitt í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Tindastóll endaði í þriðja sæti Domino´s deildar karla en Keflavík í því sjötta. Bæði liðin töpuðu í lokaumferð deildarkeppninnar en Stólarnir náðu ekki að fagna sigri í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Tindastóll tapaði fyrir Grindavík á heimavelli og Haukum á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. Bæði voru töpin þó eins naum og þau verða, Tindastólsliðið tapaði á flautukörfu á heimavelli á móti Grindavík og með þremur stigum á útivelli á móti Haukum. Tapleikirnir tveir setja Stólanna hinsvegar í flokk með liðum sem hefur ekki gengið alltof vel í úrslitakeppninni í gegnum tíðina. Stólarnir mega nefnilega helst ekki sjá eftirfarandi tölfræði fyrir leik kvöldsins en átján ár síðan að lið í sömu stöðu komst áfram í undanúrslitin. Aðeins þrjú lið með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar hafa komið inn í úrslitakeppnina með tveggja leikja taphrinu á bakinu á þessari öld og öll þrjú duttu þau út úr átta liða úrslitunum. Skallagrímsliðið frá 2007, KR-liðið frá 2003 og Tindastólsliðið frá 2000 voru öll með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum þrátt fyrir að tapa tveimur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Tvö þeirra, KR 2003 og Tindastóll 2000, töpuðu báðum leikjum sínum í átta liða úrslitunum og þar með fjórum síðustu leikjum tímabilsins en Skallagrímsliðið náði að vinna einn leik í átta liða úrslitunum. Borgnesingar voru hinsvegar sendir í sumarfrí í oddaleiknum í Fjósinu. Eina liðið sem hefur komist í undanúrslitin í slíkri stöðu, síðan að úrslitakeppnin varð að átta liða keppni vorið 1995, er lið Grindavíkur frá árinu 1999. Grindavík vann þá 2-0 sigur á KR í átta liða úrslitunum en það fylgir líka sögunni að KR-ingar töpuðu líka síðustu tveimur leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Grindavík tapaði síðan 3-1 á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum.Lið með heimavallarrétt í átta liða úrslitum sem töpuðu tveimur síðustu deildarleikjum sínum fyrir úrslitakeppni: Skallarímur 2007 - datt út í átta liða úrslitum (1-2 á móti Grindavík) KR 2003 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti Njarðvík) Tindastóll 2000 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti KR) Grindavík 1999 - - datt út í undanúrslitum (1-3 á móti Keflavík) Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Tindastóll og Keflavík hefja í kvöld einvígi sitt í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Tindastóll endaði í þriðja sæti Domino´s deildar karla en Keflavík í því sjötta. Bæði liðin töpuðu í lokaumferð deildarkeppninnar en Stólarnir náðu ekki að fagna sigri í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Tindastóll tapaði fyrir Grindavík á heimavelli og Haukum á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. Bæði voru töpin þó eins naum og þau verða, Tindastólsliðið tapaði á flautukörfu á heimavelli á móti Grindavík og með þremur stigum á útivelli á móti Haukum. Tapleikirnir tveir setja Stólanna hinsvegar í flokk með liðum sem hefur ekki gengið alltof vel í úrslitakeppninni í gegnum tíðina. Stólarnir mega nefnilega helst ekki sjá eftirfarandi tölfræði fyrir leik kvöldsins en átján ár síðan að lið í sömu stöðu komst áfram í undanúrslitin. Aðeins þrjú lið með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar hafa komið inn í úrslitakeppnina með tveggja leikja taphrinu á bakinu á þessari öld og öll þrjú duttu þau út úr átta liða úrslitunum. Skallagrímsliðið frá 2007, KR-liðið frá 2003 og Tindastólsliðið frá 2000 voru öll með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum þrátt fyrir að tapa tveimur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Tvö þeirra, KR 2003 og Tindastóll 2000, töpuðu báðum leikjum sínum í átta liða úrslitunum og þar með fjórum síðustu leikjum tímabilsins en Skallagrímsliðið náði að vinna einn leik í átta liða úrslitunum. Borgnesingar voru hinsvegar sendir í sumarfrí í oddaleiknum í Fjósinu. Eina liðið sem hefur komist í undanúrslitin í slíkri stöðu, síðan að úrslitakeppnin varð að átta liða keppni vorið 1995, er lið Grindavíkur frá árinu 1999. Grindavík vann þá 2-0 sigur á KR í átta liða úrslitunum en það fylgir líka sögunni að KR-ingar töpuðu líka síðustu tveimur leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Grindavík tapaði síðan 3-1 á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum.Lið með heimavallarrétt í átta liða úrslitum sem töpuðu tveimur síðustu deildarleikjum sínum fyrir úrslitakeppni: Skallarímur 2007 - datt út í átta liða úrslitum (1-2 á móti Grindavík) KR 2003 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti Njarðvík) Tindastóll 2000 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti KR) Grindavík 1999 - - datt út í undanúrslitum (1-3 á móti Keflavík)
Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira