Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2017 11:14 Jóhann Berg fagnar sigrinum á Austurríki á EM í Frakklandi síðasta sumar. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira