Ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2017 13:45 Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv, er í landsliðshópi Íslands sem mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 í Rússlandi í næstu viku. Viðar Örn hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum fyrir ísraelska félagið og er klárlega heitasti framherji Íslands um þessar mundir. Selfyssingurinn var sömuleiðis í hópnum fyrir leikinn gegn Króatíu í Zagreb þann 12. nóvember síðastliðinn. Þar kom hann inn á sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok þrátt fyrir að hafa mætt ölvaður til móts við landsliðið á Ítalíu. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi KSÍ í dag hvaða skoðun hann hefði á því að leikmenn héldu til móts við landsliðið undir áhrifum áfengis. Heimir sagði það reglu hjá landsliðinu að áfengi væri ekki leyft í verkefnum landsliðsins. Þarna hefði umrætt atvik átt sér stað á leiðinni í verkefnið. Hann hefði þó rætt málið við Viðar Örn og séð á hans framkomu síðan að máli væri ekki til að hafa áhyggjur af.Hitti fyrir efnilega landsliðsmennUndir 17 ára landslið Íslands var í keppnisferð í Ísrael og voru staddir á flugvelli þar í landi þar sem hluti hópsins hitti Viðar Örn fyrir. Var öllum ljóst að framherjinn var undir töluverðum áhrifum áfengis og vakti það athygli landsliðsmanna framtíðarinnar. Í framhaldinu var Heimi Hallgrímssyni tilkynnt um málið. Landsliðshópurinn æfði í nokkra daga í Parma á Ítalíu áður en haldið var til Zagreb þar sem liðið mætti Króatíu. Heimir sagðist hafa rætt við Viðar Örn vegna málsins. „Auðvitað eru svona hlutir ræddir og þeir afgreiddir. Svona hlutir koma ekki fyrir aftur. Ég hef séð það á öllum hans aðgerðum eftir þetta að hann er í toppstandi núna og mun skila góðu verki með okkur,“ sagði Heimir. Hann var spurður að því hvort til greina hefði komið að refsa Viðari vegna málsins. „Hann flaug til Ítalíu daginn áður en landsliðið kom saman. Sumu ráðum við yfir en öðru ekki. Það eru skýrar reglur um það hvað við leyfum og hvað ekki.“Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu svakalegum árangri með íslenska landsliðið. Mikill agi var á liðinu og reglurnar skýrar.vísir/afpHvað getum við gert? Hann segir að þetta sé á gráu svæði. „Hvað getum við gert við leikmenn sem eru ekki komnir í landsliðsverkefni? Við ráðum bara yfir leikmönnum sem eru í verkefni hjá okkur.“ Heimir var spurður út í reglur landsliðsins, hvort þar mætti neita áfengis eða menn mættu láta renna af sér í æfingabúðunum. „Reglurnar eru þannig að það er ekkert áfengi í landsliðsferðum. Það er góð regla hjá okkur og hún hefur staðið. Hvað menn gera áður en þeir koma til landsliðsins stjórnum við ekki. Við getum ekki refsað leikmönnum fyrir hvað þeir gera áður en þeir koma til móts við landsliðið.“ Að sögn Heimis baðst Viðar Örn afsökunar á málinu.Agamál voru tíðLangt er síðan agavandamál komu upp í karlalandsliði Íslands en segja má að það hafi verið nokkuð reglulegt vandamál árin áður en Lars Lagerbäck tók við liðinu í október árið 2011. Mánuði fyrr hafði Veigar Páll Gunnarsson brotið eina af reglum landsliðsins með því að fá sér rauðvínsglas og tvo bjóra á hótelbar fyrir landsleik gegn Kýpur. Var Veigari vikið úr hópnum fyrir að brjóta reglurnar. Þá dró Lárus Orri Sigurðsson sig úr hópnum á sínum tíma fyrir brot á agareglum. Frægt er þegar Lars Lagerbäck sendi stórstjörnurnar Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson heim úr landsliðsferð árið 2005 fyrir að vera of lengi úti í landsliðsverkefni í Svíþjóð. Um var að ræða þrjár af skærustu stjörnum liðsins. Fjölmiðlar komust á snoðir um málið og Lars sendi leikmennina þrjá heim, við misjafnar undirtektir. „Við urðum að taka þá ákvörðun að senda þá heim. Það var ekki auðvelt því tveir þeirra voru bestu leikmenn liðsins. Aðalástæðan fyrir því að þeir voru sendir heim var að þeir þurftu taka ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Lars þegar hann var beðinn um að útskýra ákvörðun sína á aðalfundi Félags Atvinnurekenda fyrir tveimur árum. Lars var fenginn á fundinn sem sérfræðingur í því hvernig ætti að stýra hópi.Blaðamannafundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan.Uppfært Fyrirsögninni á fréttinni var breytt úr „Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu“ þar sem á henni mátti skilja að Viðar Örn hefði enn verið ölvaður þegar hann hitti félaga sína í landsliðinu. Það var ekki tilfellið. Beðist er velvirðingar á þessu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv, er í landsliðshópi Íslands sem mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 í Rússlandi í næstu viku. Viðar Örn hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum fyrir ísraelska félagið og er klárlega heitasti framherji Íslands um þessar mundir. Selfyssingurinn var sömuleiðis í hópnum fyrir leikinn gegn Króatíu í Zagreb þann 12. nóvember síðastliðinn. Þar kom hann inn á sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok þrátt fyrir að hafa mætt ölvaður til móts við landsliðið á Ítalíu. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi KSÍ í dag hvaða skoðun hann hefði á því að leikmenn héldu til móts við landsliðið undir áhrifum áfengis. Heimir sagði það reglu hjá landsliðinu að áfengi væri ekki leyft í verkefnum landsliðsins. Þarna hefði umrætt atvik átt sér stað á leiðinni í verkefnið. Hann hefði þó rætt málið við Viðar Örn og séð á hans framkomu síðan að máli væri ekki til að hafa áhyggjur af.Hitti fyrir efnilega landsliðsmennUndir 17 ára landslið Íslands var í keppnisferð í Ísrael og voru staddir á flugvelli þar í landi þar sem hluti hópsins hitti Viðar Örn fyrir. Var öllum ljóst að framherjinn var undir töluverðum áhrifum áfengis og vakti það athygli landsliðsmanna framtíðarinnar. Í framhaldinu var Heimi Hallgrímssyni tilkynnt um málið. Landsliðshópurinn æfði í nokkra daga í Parma á Ítalíu áður en haldið var til Zagreb þar sem liðið mætti Króatíu. Heimir sagðist hafa rætt við Viðar Örn vegna málsins. „Auðvitað eru svona hlutir ræddir og þeir afgreiddir. Svona hlutir koma ekki fyrir aftur. Ég hef séð það á öllum hans aðgerðum eftir þetta að hann er í toppstandi núna og mun skila góðu verki með okkur,“ sagði Heimir. Hann var spurður að því hvort til greina hefði komið að refsa Viðari vegna málsins. „Hann flaug til Ítalíu daginn áður en landsliðið kom saman. Sumu ráðum við yfir en öðru ekki. Það eru skýrar reglur um það hvað við leyfum og hvað ekki.“Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu svakalegum árangri með íslenska landsliðið. Mikill agi var á liðinu og reglurnar skýrar.vísir/afpHvað getum við gert? Hann segir að þetta sé á gráu svæði. „Hvað getum við gert við leikmenn sem eru ekki komnir í landsliðsverkefni? Við ráðum bara yfir leikmönnum sem eru í verkefni hjá okkur.“ Heimir var spurður út í reglur landsliðsins, hvort þar mætti neita áfengis eða menn mættu láta renna af sér í æfingabúðunum. „Reglurnar eru þannig að það er ekkert áfengi í landsliðsferðum. Það er góð regla hjá okkur og hún hefur staðið. Hvað menn gera áður en þeir koma til landsliðsins stjórnum við ekki. Við getum ekki refsað leikmönnum fyrir hvað þeir gera áður en þeir koma til móts við landsliðið.“ Að sögn Heimis baðst Viðar Örn afsökunar á málinu.Agamál voru tíðLangt er síðan agavandamál komu upp í karlalandsliði Íslands en segja má að það hafi verið nokkuð reglulegt vandamál árin áður en Lars Lagerbäck tók við liðinu í október árið 2011. Mánuði fyrr hafði Veigar Páll Gunnarsson brotið eina af reglum landsliðsins með því að fá sér rauðvínsglas og tvo bjóra á hótelbar fyrir landsleik gegn Kýpur. Var Veigari vikið úr hópnum fyrir að brjóta reglurnar. Þá dró Lárus Orri Sigurðsson sig úr hópnum á sínum tíma fyrir brot á agareglum. Frægt er þegar Lars Lagerbäck sendi stórstjörnurnar Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson heim úr landsliðsferð árið 2005 fyrir að vera of lengi úti í landsliðsverkefni í Svíþjóð. Um var að ræða þrjár af skærustu stjörnum liðsins. Fjölmiðlar komust á snoðir um málið og Lars sendi leikmennina þrjá heim, við misjafnar undirtektir. „Við urðum að taka þá ákvörðun að senda þá heim. Það var ekki auðvelt því tveir þeirra voru bestu leikmenn liðsins. Aðalástæðan fyrir því að þeir voru sendir heim var að þeir þurftu taka ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Lars þegar hann var beðinn um að útskýra ákvörðun sína á aðalfundi Félags Atvinnurekenda fyrir tveimur árum. Lars var fenginn á fundinn sem sérfræðingur í því hvernig ætti að stýra hópi.Blaðamannafundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan.Uppfært Fyrirsögninni á fréttinni var breytt úr „Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu“ þar sem á henni mátti skilja að Viðar Örn hefði enn verið ölvaður þegar hann hitti félaga sína í landsliðinu. Það var ekki tilfellið. Beðist er velvirðingar á þessu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira