Undrabörn og ofurmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Undrabörn hafa alltaf sóst eftir að tefla í Reykjavík – hér situr að tafli Wei Yi, skákmaður sem spáð er miklum frama. vísir/valli GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 er hið sterkasta í rúmlega hálfrar aldar sögu mótsins og gæti ennfremur orðið það fjölmennasta. Þegar er 251 skákmaður skráður til leiks frá 46 löndum. Þrír ofurstórmeistarar tefla, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, auk undrabarna og goðsagna úr sögu mótsins. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að fjöldametið frá því árið 2015 sé í verulegri hættu. Eins og áður sagði er 251 skákmaður skráður til leiks. Þar af eru 69 Íslendingar. Fjölmennastir gestanna eru Indverjar sem eru 29 talsins. Í næstu sætum eru Bandaríkin en þaðan koma tuttugu skákmenn, þrettán frá Kanada en einnig mæta stórir hópar Hollendinga, Svía, Englendinga og Þjóðverja. „Mótið, sem stendur dagana 19. til 26. apríl, hefur fengið mikla athygli erlendis og var nýlega kosið næstbesta opna skákmótið af Samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð alþjóðleg skákmót eru haldin ár hvert. Reykjavíkurskákmótið hefur á þessari rúmu hálfu öld unnið sér orðspor sem einstakt skákmót sem íslensk skákhreyfing er ákaflega stolt af,“ segir Gunnar. Meðal skráðra keppenda er 31 stórmeistari sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum og enn á eftir að bætast eitthvað í þann hóp, ef að líkum lætur. Stigahæsti keppandi mótsins er Anish Giri, einn allra sterkasti skákmaður heims, sem hefur 2.769 skákstig. Hann er stigahæsti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Tveir aðrir keppendur hafa meira en 2.700 skákstig, sem oft er notað til að greina ofurstórmeistara frá þó mjög sterkum kollegum þeirra. Það er Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumaðurinn Baadur Jobava, sem þykir einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims. „Meðal keppenda nú er Rameshbabu Praggnanandhaa, sem er nafn sem er rétt er að leggja á minnið, ef það er á annað borð hægt. Sá er aðeins 11 ára og þykir líklegur til að slá met Sergey Karjakin sem yngsti stórmeistari allra tíma,“ segir Gunnar sem bætir við að á mótinu megi einnig finna sterkustu skákkonur heims. Þeirra á meðal er hin indverska Hariku Dronavalli sem er á topp 10 í heiminum og landa hennar Tanja Sadchev sem sló eftirminnilega í gegn á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 er hið sterkasta í rúmlega hálfrar aldar sögu mótsins og gæti ennfremur orðið það fjölmennasta. Þegar er 251 skákmaður skráður til leiks frá 46 löndum. Þrír ofurstórmeistarar tefla, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, auk undrabarna og goðsagna úr sögu mótsins. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að fjöldametið frá því árið 2015 sé í verulegri hættu. Eins og áður sagði er 251 skákmaður skráður til leiks. Þar af eru 69 Íslendingar. Fjölmennastir gestanna eru Indverjar sem eru 29 talsins. Í næstu sætum eru Bandaríkin en þaðan koma tuttugu skákmenn, þrettán frá Kanada en einnig mæta stórir hópar Hollendinga, Svía, Englendinga og Þjóðverja. „Mótið, sem stendur dagana 19. til 26. apríl, hefur fengið mikla athygli erlendis og var nýlega kosið næstbesta opna skákmótið af Samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð alþjóðleg skákmót eru haldin ár hvert. Reykjavíkurskákmótið hefur á þessari rúmu hálfu öld unnið sér orðspor sem einstakt skákmót sem íslensk skákhreyfing er ákaflega stolt af,“ segir Gunnar. Meðal skráðra keppenda er 31 stórmeistari sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum og enn á eftir að bætast eitthvað í þann hóp, ef að líkum lætur. Stigahæsti keppandi mótsins er Anish Giri, einn allra sterkasti skákmaður heims, sem hefur 2.769 skákstig. Hann er stigahæsti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Tveir aðrir keppendur hafa meira en 2.700 skákstig, sem oft er notað til að greina ofurstórmeistara frá þó mjög sterkum kollegum þeirra. Það er Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumaðurinn Baadur Jobava, sem þykir einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims. „Meðal keppenda nú er Rameshbabu Praggnanandhaa, sem er nafn sem er rétt er að leggja á minnið, ef það er á annað borð hægt. Sá er aðeins 11 ára og þykir líklegur til að slá met Sergey Karjakin sem yngsti stórmeistari allra tíma,“ segir Gunnar sem bætir við að á mótinu megi einnig finna sterkustu skákkonur heims. Þeirra á meðal er hin indverska Hariku Dronavalli sem er á topp 10 í heiminum og landa hennar Tanja Sadchev sem sló eftirminnilega í gegn á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira