Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2017 08:12 Mike Pence og Paul Ryan klappa fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar. Donald Trump Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar.
Donald Trump Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira