Körfubolti

Sjáðu bestu tilþrifin hjá Martin sem er að fara á kostum í Frakklandi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/ernir
Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er að fara á kostum á sínu fyrsta ári í atvinnumennskunni en hann spilar með Charleville-Mézieres í frönsku B-deildinni.

Martin hefur í átján leikjum til þessa skorað 17,9 stig að meðaltali í leik, gefið 5,9 stoðsendingar og tekið 4,2 fráköst. Hann spilar að jafnaði 33 mínútur í leik.

Hann var á dögunum valinn í úrvalslið fyrri hluta leiktíðarinnar en vesturbæingurinn hefur þrívegis verið kjörinn besti leikmaður vikunnar fyrir frammistöðu sína.

„Ef að liðið verður á verðlaunapalli í vor verður hann án nokkurs vafa ein helsta ástæðan fyrir því. Þessi 22 ára leikmaður ætti ekki að staldra lengi við í frönsku B-deildinni,“ sagði í umfjöllun um úrvalsliðið og Martin á frönsku síðunni bebasket.fr á dögunum.

Búið er að taka saman flottustu tilþrif Martins á fyrri hluta leiktíðar en þau má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×