Endurkoma Nokia STJÓRNARMAÐURINN skrifar 5. mars 2017 11:00 Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira