Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2017 17:49 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. „Það var vitað að þetta yrði erfitt og það kom því ekkert á óvart. Það var helst upphafið og endirinn sem var ekki nógu gott hjá okkur, Mér fannst miðjukaflinn í leiknum bara mjög góður,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Við náðum þá smá tökum á varnarleiknum og fórum að geta haldið í boltann. Það var jákvæður kafli en byrjunin var mjög þung og endirinn líka,“ sagði Freyr. Hann hrósar karakter íslenska liðsins að koma til baka. „Eins óánægður og ég er með þetta passíva hugarfar í byrjun þá er ég ánægður með þetta jákvæða hugarfar í að rífa sig áfram og ná tökum á leiknum. Það gerðu við,“ sagði Freyr. „Að okkar mati eru seinustu tuttugu í fyrri hálfleiks og fyrstu tuttugu í seinni hálfleik mjög góðar. Þetta er svona 40 mínútna kafla sem er vel spilaður þar sem við komust inn á seinasta þriðjung andstæðinganna, náðum fyrirgjöfum og náðum að halda í boltann og að halda þeim frá markinu. Það var ég mjög ánægður með,“ sagði Freyr Íslensku stelpurnar fengu á sig tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum sem voru liðinu mjög erfiðar. „Taktískt náðu þær ekki alveg nógu góðum tökum á talningunni eins og við segjum. Við gerum síðan mistök í fyrsta markinu. Langskot sem fer yfir markvörðinn er eitthvað sem maður vill ekki sjá. Þar af leiðandi eru við komin 1-0 undir, ekki búin að ná tökum á talningunni og þurfum að elta,“ sagði Freyr. „Um leið og við náum að telja rétt, þorum að stíga á þær og ráðast á þær þá kom líka sjálfstraust á boltanum og leikurinn kom svolítið til okkar,“ sagði Freyr.Miðjukaflinn var virkilega góður Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í fyrsta leik en hvernig ber Freyr þennan leik í dag saman við hann. „Hinn leikurinn var meiri stríðsleikur með endalaust af návígum. Það var slagsmálaleikur og margir leikmenn með litla reynslu sem fengu stór hlutverk. Sumar gerðu bara vel með það. Í dag eigum við ekki góðan upphafs- og lokakafla en miðjukaflinn var virkilega góður. Þá náðum við að halda í boltann og færa hann á milli vængja. Þar gerðum við ágætlega á móti mjög góðu liði,“ sagði Freyr. „Þetta eru misjafnir leikir en hellingur sem ég get unnið með úr hvoru verkefni fyrir sig,“ sagði Freyr. Hann stillti upp í 3-5-2 kerfinu en hvernig fannst hann það koma út. „Það eru fullt af hlutum sem henta okkur vel í þessu kerfi. Út frá því sem er búið að vera að gerast hjá okkur varðandi meiðsli á vængmönnum, bæði fyrir mót og í mótinu, þá kallar þetta kerfi aðeins á mig. Við eigum sterka leikmenn inn á miðjusvæðinu og í hafsentastöðunum. Við eigum mjög marga íslenska hafsenta og miðjumenn sem eru mjög góðir. Þetta leikkerfi hentar að mörgu leiti mjög vel fyrir okkur. Ég er ekki alveg búinn að gefa þetta upp á bátinn en við höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur,“ sagði Freyr.Rakel Hönnudóttir í leiknum í dag.Vísir/GettyVildi helst prófa það „Ég hef ekki ennþá spilað þetta kerfi með ellefu leikmönnum sem spila reglulega fyrir Ísland. Það er eitthvað sem vildi helst fá að prófa en ég verða að sjá til hvort að ég hafi tíma í það,“ sagði Freyr. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fáum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Leikurinn við Spán er á mánudaginn. Ég geri breytingar á liðinu og verð með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Mögulegt lokapróf stelpnanna í 3-5-2 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. 3. mars 2017 06:00 Byrjunarliðið á móti Japan: Sara Björk spilar sinn 100. leik Stelpurnar okkar mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta og spila 3-4-3. 3. mars 2017 12:15 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Guðmunda kölluð til Algarve fyrir Söndru Maríu sem spilar ekki meira á mótinu Sandra María Jessen tekur ekki frekari þátt í Algarve-mótinu með kvennalandsliðinu eftir meiðslin sem hún varð fyrir í gær. 2. mars 2017 13:33 Fékk fullt af jákvæðum svörum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í Portúgal. Landsliðsþjálfarinn var að mestu ánægður með frammistöðu Íslands þrátt fyrir ýmsa hnökra hér og þar. 2. mars 2017 06:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. „Það var vitað að þetta yrði erfitt og það kom því ekkert á óvart. Það var helst upphafið og endirinn sem var ekki nógu gott hjá okkur, Mér fannst miðjukaflinn í leiknum bara mjög góður,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Við náðum þá smá tökum á varnarleiknum og fórum að geta haldið í boltann. Það var jákvæður kafli en byrjunin var mjög þung og endirinn líka,“ sagði Freyr. Hann hrósar karakter íslenska liðsins að koma til baka. „Eins óánægður og ég er með þetta passíva hugarfar í byrjun þá er ég ánægður með þetta jákvæða hugarfar í að rífa sig áfram og ná tökum á leiknum. Það gerðu við,“ sagði Freyr. „Að okkar mati eru seinustu tuttugu í fyrri hálfleiks og fyrstu tuttugu í seinni hálfleik mjög góðar. Þetta er svona 40 mínútna kafla sem er vel spilaður þar sem við komust inn á seinasta þriðjung andstæðinganna, náðum fyrirgjöfum og náðum að halda í boltann og að halda þeim frá markinu. Það var ég mjög ánægður með,“ sagði Freyr Íslensku stelpurnar fengu á sig tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum sem voru liðinu mjög erfiðar. „Taktískt náðu þær ekki alveg nógu góðum tökum á talningunni eins og við segjum. Við gerum síðan mistök í fyrsta markinu. Langskot sem fer yfir markvörðinn er eitthvað sem maður vill ekki sjá. Þar af leiðandi eru við komin 1-0 undir, ekki búin að ná tökum á talningunni og þurfum að elta,“ sagði Freyr. „Um leið og við náum að telja rétt, þorum að stíga á þær og ráðast á þær þá kom líka sjálfstraust á boltanum og leikurinn kom svolítið til okkar,“ sagði Freyr.Miðjukaflinn var virkilega góður Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í fyrsta leik en hvernig ber Freyr þennan leik í dag saman við hann. „Hinn leikurinn var meiri stríðsleikur með endalaust af návígum. Það var slagsmálaleikur og margir leikmenn með litla reynslu sem fengu stór hlutverk. Sumar gerðu bara vel með það. Í dag eigum við ekki góðan upphafs- og lokakafla en miðjukaflinn var virkilega góður. Þá náðum við að halda í boltann og færa hann á milli vængja. Þar gerðum við ágætlega á móti mjög góðu liði,“ sagði Freyr. „Þetta eru misjafnir leikir en hellingur sem ég get unnið með úr hvoru verkefni fyrir sig,“ sagði Freyr. Hann stillti upp í 3-5-2 kerfinu en hvernig fannst hann það koma út. „Það eru fullt af hlutum sem henta okkur vel í þessu kerfi. Út frá því sem er búið að vera að gerast hjá okkur varðandi meiðsli á vængmönnum, bæði fyrir mót og í mótinu, þá kallar þetta kerfi aðeins á mig. Við eigum sterka leikmenn inn á miðjusvæðinu og í hafsentastöðunum. Við eigum mjög marga íslenska hafsenta og miðjumenn sem eru mjög góðir. Þetta leikkerfi hentar að mörgu leiti mjög vel fyrir okkur. Ég er ekki alveg búinn að gefa þetta upp á bátinn en við höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur,“ sagði Freyr.Rakel Hönnudóttir í leiknum í dag.Vísir/GettyVildi helst prófa það „Ég hef ekki ennþá spilað þetta kerfi með ellefu leikmönnum sem spila reglulega fyrir Ísland. Það er eitthvað sem vildi helst fá að prófa en ég verða að sjá til hvort að ég hafi tíma í það,“ sagði Freyr. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fáum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Leikurinn við Spán er á mánudaginn. Ég geri breytingar á liðinu og verð með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Mögulegt lokapróf stelpnanna í 3-5-2 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. 3. mars 2017 06:00 Byrjunarliðið á móti Japan: Sara Björk spilar sinn 100. leik Stelpurnar okkar mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta og spila 3-4-3. 3. mars 2017 12:15 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Guðmunda kölluð til Algarve fyrir Söndru Maríu sem spilar ekki meira á mótinu Sandra María Jessen tekur ekki frekari þátt í Algarve-mótinu með kvennalandsliðinu eftir meiðslin sem hún varð fyrir í gær. 2. mars 2017 13:33 Fékk fullt af jákvæðum svörum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í Portúgal. Landsliðsþjálfarinn var að mestu ánægður með frammistöðu Íslands þrátt fyrir ýmsa hnökra hér og þar. 2. mars 2017 06:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Mögulegt lokapróf stelpnanna í 3-5-2 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. 3. mars 2017 06:00
Byrjunarliðið á móti Japan: Sara Björk spilar sinn 100. leik Stelpurnar okkar mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta og spila 3-4-3. 3. mars 2017 12:15
Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45
Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11
Guðmunda kölluð til Algarve fyrir Söndru Maríu sem spilar ekki meira á mótinu Sandra María Jessen tekur ekki frekari þátt í Algarve-mótinu með kvennalandsliðinu eftir meiðslin sem hún varð fyrir í gær. 2. mars 2017 13:33
Fékk fullt af jákvæðum svörum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í Portúgal. Landsliðsþjálfarinn var að mestu ánægður með frammistöðu Íslands þrátt fyrir ýmsa hnökra hér og þar. 2. mars 2017 06:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti