Vandræði samherja Donalds Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Fjölmargir samstarfsmenn Donalds Trump, nýs Bandaríkjaforseta, hafa komið sér í klandur frá því Trump tók við embætti í janúar. Hefur klandur samstarfsmannanna orsakast ýmist af tengslum við Rússa, ósannsögli í fjölmiðlum eða notkun einkatölvupóstþjóns í opinberu starfi. Fréttablaðið tekur saman þau vandræði sem fimm nánir samstarfsmenn forsetans hafa komið sér í undanfarnar vikur.Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlafulltrúinnSean Spicer er fjölmiðlafulltrúi forsetans. Á sínum fyrsta blaðamannafundi, skömmu eftir embættistöku forsetans, gerði Spicer mætingu á innsetningarathöfn forsetans að umfjöllunarefni sínu. „Þetta var mesti fjöldi áhorfenda sem hefur nokkru sinni fylgst með innsetningarathöfn. Hvort sem þú lítur til þeirra sem mættu á staðinn eða þeirra sem horfðu á útsendingu frá athöfninni,“ sagði Spicer á blaðamannafundinum. Ástæða ummæla Spicer var umfjöllum bandarískra fjölmiðla þar sem fjöldi á innsetningarathöfn forseta var borinn saman við þann fjölda sem mætti til að bera Barack Obama augum árið 2009. Ummæli Spicer voru hins vegar ósönn. Fleiri mættu á innsetningarathöfn Obama.Kellyanne Conway, ráðgjafi.Nordicphotos/AFPRáðgjafinnKellyanne Conway er ráðgjafi forsetans. Í upphafi febrúar var Conway í viðtali hjá Fox News. Hvatti hún þar áhorfendur til þess að kaupa vörur úr fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, eftir að Nordstrom hafði tekið línuna úr sölu. Jafnt Demókratar sem fjölmiðlar gagnrýndu Conway fyrir athæfið en opinberum starfsmönnum er bannað með lögum að nota stöðu sína til að auglýsa vörur eða þjónustu. Um miðjan febrúarmánuð tóku umsjónarmenn þátta á bandarísku sjónvarpsstöðvunum CNN og MSNBC þá ákvörðun að fá Conway ekki lengur í viðtöl. Var það gert þar sem stjórnendum þykir hún óáreiðanlegur viðmælandi.Mike Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi.Nordicphotos/AFPÞjóðaröryggisráðgjafinnMike Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi forseta. Þann 22. janúar greindi Wall Street Journal frá því að Flynn sætti rannsókn leyniþjónustustofnana fyrir samskipti við sendiherra Rússlands, Sergey Kislyak. Upplýsingum um símtöl Flynn við Kislyak var lekið til blaðsins og gagnrýndi Trump forseti lekann harðlega. Greint var frá því að Flynn hefði rætt við sendiherrann áður en hann tók við embætti og snerust samtölin um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Flynn sagði varaforsetanum Mike Pence síðan ósatt um samskiptin. Var hann í kjölfarið beðinn um að segja af sér og varð hann við þeirri ósk forseta.Jeff Sessions, dómsmálaráðherra.Nordicphotos/AFPDómsmálaráðherrannJeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Á miðvikudag birti Wall Street Journal frétt þar sem sagt var frá fundum Sessions með sama Kislyak og Flynn fundaði með. Áttu fundirnir sér stað þegar kosningabarátta Trump stóð yfir og meint afskipti Rússa af kosningunum eru talin hafa verið sem mest. Demókratar hafa í kjölfarið krafist afsagnar Sessions. Er það einkum þar sem þeir segja Sessions hafa sagt ósatt þegar hann mætti í yfirheyrslu fyrir nefnd öldungadeild þingsins áður enn hann var settur í embætti. Var Sessions þá spurður hvort einhver gögn sýni fram á að fólk úr framboði Trump hafi talað við rússnesk yfirvöld á meðan kosningabaráttu stóð. Sessions svaraði því að hann hafði verið kallaður staðgengill Trumps í kosningabaráttunni einu sinni eða tvisvar. Hann hafi hins vegar ekki átt samskipti við Rússa. Sessions var eiðsvarinn þegar hann svaraði spurningunni. Hann greindi frá því á fimmtudagskvöld að hann myndi ekki koma nálægt rannsókn Alríkislögreglu á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni.Mike Pence, varaforseti.Nordicphotos/AFPVaraforsetinnMike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. Indianapolis Star, dagblað frá Indiana-ríki, greindi frá því í gær að Pence hefði notað einkatölvupóstþjón þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Átti hann í samskiptum við heimavarnaryfirvöld. Þó er tekið fram í fréttinni að slíkt sé ekki ólöglegt. BBC greindi frá því í gær að Pence hafi verið sakaður um hræsni fyrir athæfið. Hann hafi gagnrýnt Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, harðlega fyrir að nota einkapóstþjón í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Washington Post greindi frá muninum á máli Clinton og Pence í gær. Er þar sagt að þótt póstþjónn Clinton hafi ekki verið ólöglegur hafi hann brotið gegn hefðum. Enn fremur hafi Clinton eingöngu notað einkapóstþjón en ekki hafi verið sýnt fram á að Pence hafi gert slíkt hið sama.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fjölmargir samstarfsmenn Donalds Trump, nýs Bandaríkjaforseta, hafa komið sér í klandur frá því Trump tók við embætti í janúar. Hefur klandur samstarfsmannanna orsakast ýmist af tengslum við Rússa, ósannsögli í fjölmiðlum eða notkun einkatölvupóstþjóns í opinberu starfi. Fréttablaðið tekur saman þau vandræði sem fimm nánir samstarfsmenn forsetans hafa komið sér í undanfarnar vikur.Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlafulltrúinnSean Spicer er fjölmiðlafulltrúi forsetans. Á sínum fyrsta blaðamannafundi, skömmu eftir embættistöku forsetans, gerði Spicer mætingu á innsetningarathöfn forsetans að umfjöllunarefni sínu. „Þetta var mesti fjöldi áhorfenda sem hefur nokkru sinni fylgst með innsetningarathöfn. Hvort sem þú lítur til þeirra sem mættu á staðinn eða þeirra sem horfðu á útsendingu frá athöfninni,“ sagði Spicer á blaðamannafundinum. Ástæða ummæla Spicer var umfjöllum bandarískra fjölmiðla þar sem fjöldi á innsetningarathöfn forseta var borinn saman við þann fjölda sem mætti til að bera Barack Obama augum árið 2009. Ummæli Spicer voru hins vegar ósönn. Fleiri mættu á innsetningarathöfn Obama.Kellyanne Conway, ráðgjafi.Nordicphotos/AFPRáðgjafinnKellyanne Conway er ráðgjafi forsetans. Í upphafi febrúar var Conway í viðtali hjá Fox News. Hvatti hún þar áhorfendur til þess að kaupa vörur úr fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, eftir að Nordstrom hafði tekið línuna úr sölu. Jafnt Demókratar sem fjölmiðlar gagnrýndu Conway fyrir athæfið en opinberum starfsmönnum er bannað með lögum að nota stöðu sína til að auglýsa vörur eða þjónustu. Um miðjan febrúarmánuð tóku umsjónarmenn þátta á bandarísku sjónvarpsstöðvunum CNN og MSNBC þá ákvörðun að fá Conway ekki lengur í viðtöl. Var það gert þar sem stjórnendum þykir hún óáreiðanlegur viðmælandi.Mike Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi.Nordicphotos/AFPÞjóðaröryggisráðgjafinnMike Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi forseta. Þann 22. janúar greindi Wall Street Journal frá því að Flynn sætti rannsókn leyniþjónustustofnana fyrir samskipti við sendiherra Rússlands, Sergey Kislyak. Upplýsingum um símtöl Flynn við Kislyak var lekið til blaðsins og gagnrýndi Trump forseti lekann harðlega. Greint var frá því að Flynn hefði rætt við sendiherrann áður en hann tók við embætti og snerust samtölin um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Flynn sagði varaforsetanum Mike Pence síðan ósatt um samskiptin. Var hann í kjölfarið beðinn um að segja af sér og varð hann við þeirri ósk forseta.Jeff Sessions, dómsmálaráðherra.Nordicphotos/AFPDómsmálaráðherrannJeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Á miðvikudag birti Wall Street Journal frétt þar sem sagt var frá fundum Sessions með sama Kislyak og Flynn fundaði með. Áttu fundirnir sér stað þegar kosningabarátta Trump stóð yfir og meint afskipti Rússa af kosningunum eru talin hafa verið sem mest. Demókratar hafa í kjölfarið krafist afsagnar Sessions. Er það einkum þar sem þeir segja Sessions hafa sagt ósatt þegar hann mætti í yfirheyrslu fyrir nefnd öldungadeild þingsins áður enn hann var settur í embætti. Var Sessions þá spurður hvort einhver gögn sýni fram á að fólk úr framboði Trump hafi talað við rússnesk yfirvöld á meðan kosningabaráttu stóð. Sessions svaraði því að hann hafði verið kallaður staðgengill Trumps í kosningabaráttunni einu sinni eða tvisvar. Hann hafi hins vegar ekki átt samskipti við Rússa. Sessions var eiðsvarinn þegar hann svaraði spurningunni. Hann greindi frá því á fimmtudagskvöld að hann myndi ekki koma nálægt rannsókn Alríkislögreglu á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni.Mike Pence, varaforseti.Nordicphotos/AFPVaraforsetinnMike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. Indianapolis Star, dagblað frá Indiana-ríki, greindi frá því í gær að Pence hefði notað einkatölvupóstþjón þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Átti hann í samskiptum við heimavarnaryfirvöld. Þó er tekið fram í fréttinni að slíkt sé ekki ólöglegt. BBC greindi frá því í gær að Pence hafi verið sakaður um hræsni fyrir athæfið. Hann hafi gagnrýnt Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, harðlega fyrir að nota einkapóstþjón í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Washington Post greindi frá muninum á máli Clinton og Pence í gær. Er þar sagt að þótt póstþjónn Clinton hafi ekki verið ólöglegur hafi hann brotið gegn hefðum. Enn fremur hafi Clinton eingöngu notað einkapóstþjón en ekki hafi verið sýnt fram á að Pence hafi gert slíkt hið sama.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira