Freyr, formaður FRÍ: Þetta er frábært skref á ferli Anítu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2017 17:31 Aníta Hinriksdóttir keppti á Ól í Ríó á síðasta ári. Vísir/Getty Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Freyr var staddur út í Belgrad og fylgdist með Anítu vinna fyrstu verðlaun Íslands á Evrópumóti innanhúss í 19 ár eða síðan að Vala Flosadóttir vann brons á EM í Valencia 1998. „Það er ekki hægt annað en að vera kát með árangurinn,“ sagði Freyr Ólafsson þegar Vísir heyrði í honum eftir hlaupið.Sjá einnig:Aníta vann bronsverðlaun á EM „Árið 2016 var einstak í íslenskri íþróttasögu og það er ekki leiðinlegt að við höldum áfram með þessi góðu afrek á árinu 2017,“ sagði Freyr en hvernig leið honum sjálfum á meðan hlaupinu stóð. „Ég var bara stressaður og spenntur eins og væntanlega flestir sem fylgdust með þessu hvar sem menn voru staddir í heiminum. Ég var svo heppinn að fá að horfa á þetta beint í stúkunni. Ég viðurkenni það alveg að þetta var afskaplega taugatrekkjandi en skemmtilegt,“ sagði Freyr.Sjá einnig:Aníta ætlar að reyna að klára lyfjaprófið fyrir verðlaunahendinguna „Hún kláraði ekki bara eitt hlaup heldur kláraði hún þrjú hlaup með glæsibrag. Hún sýndi í hversu góðu formi hún er og þó að hún hafði þurft að berjast í tveimur hlaupum þá átti hún nóg eftir í þetta þriðja,“ sagði Freyr. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hana stíga þetta skref. Þetta er frábært skref á ferli Anítu. Það er mjög gaman að þessu. Þetta er æðislegt og við komum brosandi heim,“ sagði Freyr.Sjá einnig:Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998 Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Freyr var staddur út í Belgrad og fylgdist með Anítu vinna fyrstu verðlaun Íslands á Evrópumóti innanhúss í 19 ár eða síðan að Vala Flosadóttir vann brons á EM í Valencia 1998. „Það er ekki hægt annað en að vera kát með árangurinn,“ sagði Freyr Ólafsson þegar Vísir heyrði í honum eftir hlaupið.Sjá einnig:Aníta vann bronsverðlaun á EM „Árið 2016 var einstak í íslenskri íþróttasögu og það er ekki leiðinlegt að við höldum áfram með þessi góðu afrek á árinu 2017,“ sagði Freyr en hvernig leið honum sjálfum á meðan hlaupinu stóð. „Ég var bara stressaður og spenntur eins og væntanlega flestir sem fylgdust með þessu hvar sem menn voru staddir í heiminum. Ég var svo heppinn að fá að horfa á þetta beint í stúkunni. Ég viðurkenni það alveg að þetta var afskaplega taugatrekkjandi en skemmtilegt,“ sagði Freyr.Sjá einnig:Aníta ætlar að reyna að klára lyfjaprófið fyrir verðlaunahendinguna „Hún kláraði ekki bara eitt hlaup heldur kláraði hún þrjú hlaup með glæsibrag. Hún sýndi í hversu góðu formi hún er og þó að hún hafði þurft að berjast í tveimur hlaupum þá átti hún nóg eftir í þetta þriðja,“ sagði Freyr. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hana stíga þetta skref. Þetta er frábært skref á ferli Anítu. Það er mjög gaman að þessu. Þetta er æðislegt og við komum brosandi heim,“ sagði Freyr.Sjá einnig:Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira