Handbolti

FH-ingar komnir á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Rafn var markahæstur í liði FH með átta mörk.
Einar Rafn var markahæstur í liði FH með átta mörk. vísir/anton
FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag.

FH er með 28 stig, jafn mörg og Haukar, en betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Haukar endurheimta toppsætið fái þeir stig gegn Fram á morgun.

Akureyri byrjaði leikinn í dag betur og eftir níu mínútna leik var staðan 3-6. FH-ingar voru þó fljótir að ná vopnum sínum og þeir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15.

FH leiddi svo allan seinni hálfleikinn þótt munurinn væri aldrei mikill.

Þegar 10 mínútur voru eftir var munurinn þrjú mörk, 26-23. Gestirnir gáfu þá hressilega í og unnu síðustu 10 mínúturnar 5-3. Það dugði þó ekki til og heimamenn fögnuðu sigri.

Akureyri er áfram á botni deildarinnar með 15 stig.

Mörk FH:

Einar Rafn Eiðsson 8/2, Jóhann Birgir Ingvarsson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Þorgeir Björnsson 3, Jóhann Karl Reynisson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Ágúst Birgisson 3.

Mörk Akureyrar:

Mindaugas Dumcius 7, Kristján Orri Jóhannsson 6/3, Bergvin Gíslason 6, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Friðrik Svavarsson 3, Igor Kopyshynskyi 1, Róbert Sigurðsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×