Á vegum úti Magnús Guðmundsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun