Trump bálreiður og vonsvikinn vegna Sessions málsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:58 Donald Trump hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti forseta. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er bæði vonsvikinn og reiður út í starfslið sitt eftir þá athygli sem mál dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, hefur fengið. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að málið hafi eyðilagt þá jákvæðu athygli sem hann fékk eftir stefnurræðu sína á bandaríska þinginu. Upp komst um það á dögunum að Sessions hefði tvisvar fundað með sendiherra Rússlands á meðan að kosningabaráttu Trump stóð sem hæst en málið er litið alvarlegum augum, þar sem Sessions hafði sagt þingnefnd bandaríska þingsins að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa. Hann varð því að segja sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa á bandarískar stofnanir í aðdraganda kosninganna í nóvember.Sjá einnig: Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunumSamkvæmt heimildum CNN hefur Trump aldrei verið eins æfur út í starfslið sitt, sem hann sakar um að hafa ekki sinnt starfi sínu vegna þeirrar athygli sem mál Sessions hefur fengið. Talið er að hann sé sérstaklega reiður vegna þess að einungis fyrir örfáum dögum upplifði forsetinn í fyrsta skipti jákvæða athygli meirihluta fjölmiðla fyrir ræðu sína á bandaríska þinginu. Talið er að Trump hafi látið starfslið sitt í Hvíta húsinu heyra það á föstudaginn, áður en hann hélt til Flórída, þar sem hann eyðir tíma sínum um helgina. Á laugardagsmorgni notaði Trump svo tækifærið og sakaði Barack Obama um að hafa hlerað sig og telja margir það hafa verið tilraun til að dreifa athyglinni frá máli Sessions. Trump er mikið niðri fyrir um þessar mundir, vegna þess að hann telur að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tíma sinn í embætti forseta. Hann sé orðinn þreyttur á því að „verða fyrir nýjum áföllum í hverri viku.“ Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er bæði vonsvikinn og reiður út í starfslið sitt eftir þá athygli sem mál dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, hefur fengið. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að málið hafi eyðilagt þá jákvæðu athygli sem hann fékk eftir stefnurræðu sína á bandaríska þinginu. Upp komst um það á dögunum að Sessions hefði tvisvar fundað með sendiherra Rússlands á meðan að kosningabaráttu Trump stóð sem hæst en málið er litið alvarlegum augum, þar sem Sessions hafði sagt þingnefnd bandaríska þingsins að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa. Hann varð því að segja sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa á bandarískar stofnanir í aðdraganda kosninganna í nóvember.Sjá einnig: Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunumSamkvæmt heimildum CNN hefur Trump aldrei verið eins æfur út í starfslið sitt, sem hann sakar um að hafa ekki sinnt starfi sínu vegna þeirrar athygli sem mál Sessions hefur fengið. Talið er að hann sé sérstaklega reiður vegna þess að einungis fyrir örfáum dögum upplifði forsetinn í fyrsta skipti jákvæða athygli meirihluta fjölmiðla fyrir ræðu sína á bandaríska þinginu. Talið er að Trump hafi látið starfslið sitt í Hvíta húsinu heyra það á föstudaginn, áður en hann hélt til Flórída, þar sem hann eyðir tíma sínum um helgina. Á laugardagsmorgni notaði Trump svo tækifærið og sakaði Barack Obama um að hafa hlerað sig og telja margir það hafa verið tilraun til að dreifa athyglinni frá máli Sessions. Trump er mikið niðri fyrir um þessar mundir, vegna þess að hann telur að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tíma sinn í embætti forseta. Hann sé orðinn þreyttur á því að „verða fyrir nýjum áföllum í hverri viku.“
Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30