Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 10:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Vísir/AFP Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu. Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu.
Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira