Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 23:30 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa. Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa.
Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira