Fylgdu ekki hefðinni og felldu síðustu tillögu Hildar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2017 07:00 Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/stefán Síðasta tillaga Hildar Sverrisdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur var felld í gær. Á fundinum baðst Hildur lausnar en hún hefur tekið sæti á Alþingi. Tillagan sneri að því að borgarstjórn myndi beina þeim tilmælum til Alþingis að það yrði haft í huga við meðferð svokallaðs áfengisfrumvarps að aukið aðgengi að áfengisverslun styddi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbærari hverfi. Í samtali við Fréttablaðið fyrir fundinn sagði Hildur að eitt af markmiðum aðalskipulags væri að gera hverfi sjálfbærari. Mikilvægur þáttur í því markmiði sé að efla hverfisverslun. „Nú er það svo að áfengi er algeng neysluvara, hvað svo sem fólki kann að finnast um það. Þar sem meirihluti borgarbúa getur ekki nálgast þá neysluvöru innan síns hverfis, eða í göngufæri, vinnur sá punktur gegn þessu markmiði aðalskipulags,“ sagði Hildur. Hefð hefur verið fyrir því að síðustu tillögur borgarfulltrúa séu samþykktar. „Það var hefðin, en eins og frægt varð í síðustu tillögu hinnar ágætu Bjarkar Vilhelmsdóttur um viðskiptabann á Ísrael rann kannski upp fyrir fólki að þetta væri fullafgerandi heimild,“ sagði Hildur. Hún sagðist ekki vera að stilla neinum upp við vegg með þetta mál en sér fyndist það eitthvað sem borgarfulltrúar ættu að geta samþykkt ef þeir ætluðu að standa með aðalskipulaginu. Á fundinum mætti tillagan nokkurri andstöðu. Sagði Hildur í ræðu sinni að önnur sjónarmið en skipulagssjónarmið væru ríkjandi í huga andmælenda. „Það veldur mér vissum vonbrigðum,“ sagði Hildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Síðasta tillaga Hildar Sverrisdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur var felld í gær. Á fundinum baðst Hildur lausnar en hún hefur tekið sæti á Alþingi. Tillagan sneri að því að borgarstjórn myndi beina þeim tilmælum til Alþingis að það yrði haft í huga við meðferð svokallaðs áfengisfrumvarps að aukið aðgengi að áfengisverslun styddi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbærari hverfi. Í samtali við Fréttablaðið fyrir fundinn sagði Hildur að eitt af markmiðum aðalskipulags væri að gera hverfi sjálfbærari. Mikilvægur þáttur í því markmiði sé að efla hverfisverslun. „Nú er það svo að áfengi er algeng neysluvara, hvað svo sem fólki kann að finnast um það. Þar sem meirihluti borgarbúa getur ekki nálgast þá neysluvöru innan síns hverfis, eða í göngufæri, vinnur sá punktur gegn þessu markmiði aðalskipulags,“ sagði Hildur. Hefð hefur verið fyrir því að síðustu tillögur borgarfulltrúa séu samþykktar. „Það var hefðin, en eins og frægt varð í síðustu tillögu hinnar ágætu Bjarkar Vilhelmsdóttur um viðskiptabann á Ísrael rann kannski upp fyrir fólki að þetta væri fullafgerandi heimild,“ sagði Hildur. Hún sagðist ekki vera að stilla neinum upp við vegg með þetta mál en sér fyndist það eitthvað sem borgarfulltrúar ættu að geta samþykkt ef þeir ætluðu að standa með aðalskipulaginu. Á fundinum mætti tillagan nokkurri andstöðu. Sagði Hildur í ræðu sinni að önnur sjónarmið en skipulagssjónarmið væru ríkjandi í huga andmælenda. „Það veldur mér vissum vonbrigðum,“ sagði Hildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira