Tvö á palli í Skotlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 14:45 María Rún Gunnlaugsdóttir og Ingi Rúnar Kristinsson. Mynd/FRÍ FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir og Blikinn Ingi Rúnar Kristinsson náðu bestum árangri Íslendinga á skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum. Báðum tókst að komast á verðlaunapall og tryggja sér bronsverðlaun á mótinu í ár. María Rún var eina konan í hópnum og bætti sinn fyrri árangur í fimmtarþraut. Ingi Rúnar var nokkuð frá sínu besta en árangur hans dugði samt til að ná þriðja sæti í sjöþraut karla. María Rún Gunnlaugsdóttir varð Íslandsmeistari á dögunum og fékk þá 3869 stig sem var þá persónulegt met. María Rún gerði betur núna og náði alls í 71 stigi meira eða 3940 stig. Hún er núna komin mjög nálægt fjögur þúsunda múrnum. María Rún fékk núna fleiri stig fyrir langstökkið, kúluvarpið, hástö0kkið og 800 metra hlaupið eða fyrir allar greinarnar í keppninni nema 60 metra grindarhlaupið. Ingi Rúnar Kristinsson varð í öðru sæti á eftir Tristan Freyr Jónssyni á Íslandsmótinu á dögunum. Hann fékk nokkuð færri stig í Skotlandi (5229 stig) en á Íslandsmótinu í Laugardalnum (5327 stig) Íslandsmeistarinn Tristan Freyr Jónsson var með á mótinu í Skotlandi en hætti keppni eftir tvær greinar. Ísak Óli Traustason UMSS bætti sinn árangur umtalsvert á mótinu og Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki bætti sig einnig.María Rún Gunnlaugsdóttir og greinarnar hennar á mótinu: 60 metra grindarhlaup: 5. sæti (9,01 sekúnda - 908 stig) Langstökk: 3. sæti (5,79 metrar - 786 stig) Kúluvarp: 3. sæti (11,47 metrar - 626 stig) Hástökk: 3. sæti (1,68 metrar - 830 stig) 800 metra hlaup: 3. sæti (2:22.51 mínútur - 790 stig)Lokastaðan í fimmtarþraut kvenna: 1. Joanna Rowland 4103 stig 2. Jessica Tappin 4039 stig3. María Rún Gunnlaugsdóttir 3940 stig 4. Danielle McGifford 3796 stig 5. Lucy Chappell 3780 stigIngi Rúnar Kristinsson og greinarnar hans á mótinu: 60 metra hlaup: 4. sæti (7,24 sekúndur - 799 stig) 60 metra grindarhlaup: 4. sæti (8.84 sekúndur - 781 stig) Hástökk: 4. sæti (1.87 metrar - 687 stig) Kúluvarp: 1. sæti (14.22 metrar - 742 stig) Langstökk: 6. sæti (6,63 metrar - 727 stig) Stangarstökk: 3. sæti (4,27 metrar - 693 stig) 1000 metra hlaup: 3. sæti (2:46.77 - 800 stig)Lokastaðan í sjöþraut karla: 1. Ben Gregory 5834 stig 2. Andrew Murphy 5402 stig3. Ingi Rúnar Kristinsson 5229 stig 4. Elliot Thompson 5006 stig5. Ísak Óli Traustason 4929 stig 6. Kaspars Kazemaks 4643 stig7. Ari Sigþór Eiríksson 4546 stig 8. Gordon Belch 3718 stig 9. Brad Cleary 2100 stig Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir og Blikinn Ingi Rúnar Kristinsson náðu bestum árangri Íslendinga á skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum. Báðum tókst að komast á verðlaunapall og tryggja sér bronsverðlaun á mótinu í ár. María Rún var eina konan í hópnum og bætti sinn fyrri árangur í fimmtarþraut. Ingi Rúnar var nokkuð frá sínu besta en árangur hans dugði samt til að ná þriðja sæti í sjöþraut karla. María Rún Gunnlaugsdóttir varð Íslandsmeistari á dögunum og fékk þá 3869 stig sem var þá persónulegt met. María Rún gerði betur núna og náði alls í 71 stigi meira eða 3940 stig. Hún er núna komin mjög nálægt fjögur þúsunda múrnum. María Rún fékk núna fleiri stig fyrir langstökkið, kúluvarpið, hástö0kkið og 800 metra hlaupið eða fyrir allar greinarnar í keppninni nema 60 metra grindarhlaupið. Ingi Rúnar Kristinsson varð í öðru sæti á eftir Tristan Freyr Jónssyni á Íslandsmótinu á dögunum. Hann fékk nokkuð færri stig í Skotlandi (5229 stig) en á Íslandsmótinu í Laugardalnum (5327 stig) Íslandsmeistarinn Tristan Freyr Jónsson var með á mótinu í Skotlandi en hætti keppni eftir tvær greinar. Ísak Óli Traustason UMSS bætti sinn árangur umtalsvert á mótinu og Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki bætti sig einnig.María Rún Gunnlaugsdóttir og greinarnar hennar á mótinu: 60 metra grindarhlaup: 5. sæti (9,01 sekúnda - 908 stig) Langstökk: 3. sæti (5,79 metrar - 786 stig) Kúluvarp: 3. sæti (11,47 metrar - 626 stig) Hástökk: 3. sæti (1,68 metrar - 830 stig) 800 metra hlaup: 3. sæti (2:22.51 mínútur - 790 stig)Lokastaðan í fimmtarþraut kvenna: 1. Joanna Rowland 4103 stig 2. Jessica Tappin 4039 stig3. María Rún Gunnlaugsdóttir 3940 stig 4. Danielle McGifford 3796 stig 5. Lucy Chappell 3780 stigIngi Rúnar Kristinsson og greinarnar hans á mótinu: 60 metra hlaup: 4. sæti (7,24 sekúndur - 799 stig) 60 metra grindarhlaup: 4. sæti (8.84 sekúndur - 781 stig) Hástökk: 4. sæti (1.87 metrar - 687 stig) Kúluvarp: 1. sæti (14.22 metrar - 742 stig) Langstökk: 6. sæti (6,63 metrar - 727 stig) Stangarstökk: 3. sæti (4,27 metrar - 693 stig) 1000 metra hlaup: 3. sæti (2:46.77 - 800 stig)Lokastaðan í sjöþraut karla: 1. Ben Gregory 5834 stig 2. Andrew Murphy 5402 stig3. Ingi Rúnar Kristinsson 5229 stig 4. Elliot Thompson 5006 stig5. Ísak Óli Traustason 4929 stig 6. Kaspars Kazemaks 4643 stig7. Ari Sigþór Eiríksson 4546 stig 8. Gordon Belch 3718 stig 9. Brad Cleary 2100 stig
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira