Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 15:00 Samsett mynd/Vísir Á blaðamannafundi í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í dag kynnti sérstakur vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ tillögur sínar um breytingar á reglum Afrekssjóð sambandsins. Vinnuhópurinn kynnti 96 blaðsíðna skýrslu sína á starfi Afrekssjóðs og reglum hans þar sem lagt er drög að stórum breytingum. Tvær af þeim stærstu eru að sérsamböndunum verði skipt upp í þrjá flokka og að Afrekssjóðurinn fái frekari heimild til að hafna beiðni fjársterkra sérsambanda eins og KSÍ. Ákvörðun um að skipa vinnuhópinn var tekin 15. september á síðasta ári en mikilvægt þótti að gera breytingar á starfi hans og úthlutunarreglum í ljósi stóraukins fjármagns sem rennur í sjóðinn á næstu árum.ÍSÍ gerði nefnilega tímamótasamning við Mennta-og menningamálaráðuneytið síðasta sumar þar sem ríkisvaldið lofaði að auka framlag til Afrekssjóðs ÍSÍ í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum 2016 í 400 milljónir á árinu 2019. Hækkunin hafði strax áhrif á úthlutunina í janúar en þá var deilt út 150 milljónum og verður öðrum 100 milljónum úthlutað í vor á íþróttaþingi. Vinnuhópinn skipuðu Stefán Konráðsson formaður Íþróttanefndar ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, Dr. Þórdís Lilja Gísladóttir íþróttafræðingur, nýdoktor HÍ og fyrrverandi afrekskona í frjálsíþróttum og Friðrik Einarsson fyrrverandi formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Þá var Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fenginn til að starfa með hópnum.Tímamótasamningur ÍSÍ og Mennta- og menningamálaráðuneytisins var undirritaður síðasta sumar.vísir/tomSérfræðingar svöruðu spurningum Leitað var til okkar færustu þjálfara og fræðimanna sem starfa utan landsteinanna til að fá víðara samhengi. Alls voru fengnir 16 fagaðilar en þeir voru meðal annars handboltaþjálfararnir Dagur Sigurðsson, Þórir Hergeirsson og Guðmundur Guðmundsson, fótboltaþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Elísabet Gunnarsdóttir, Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttaþjálfari og Kristinn Björnsson, skíðaþjálfari. Allan listann má sjá neðst í fréttaskýringunni. Fram kemur í skýrslu vinnuhópsins að fagaðilarnir 16 lögðu allir eitthvað af mörkum í vinnuna þó þeir hafi verið misuppteknir og gátu sinnt vinnunni mismikið. Þeir fengu allir sendar spurningar 21. september 2016 þar sem óskað var eftir skoðunum þeirra á afreksstarfi og hvað skiptir mestu máli í því gagnvart afreksfólki. Svör álitsgjafa voru notuð til að ramma betur inn nálgun gagnvart öðrum markhópum og þeim spurningum sem ákveðið var að spyrja aðila íþróttahreyfingarinnar að. Þessi sami hópur fékk svo senda aðra könnun sem einnig var lögð fyrir þátttakendur á formannafundi ÍSÍ. Í skýrslu vinnuhópsins segir að margt mjög áhugavert kom fram í svörum álitsgjafanna og eru listaðir upp nokkrir punktar frá þeim. Hér eru nokkrir þeirra:Mikilvægt er að íþróttafólkið sé með mikinn metnað og sterka innri áhugahvöt og viðhorf.Þjálfarar og aðrir sem starfa með íþróttafólkinu þurfa einnig að hafa sömu viðhorf og innri áhugahvöt.Gott aðgengi að íþróttamannvirkjum, þ.e. nægir æfingatímar sem henta íþróttafólkinu.Fókus á ungt íþróttafólk (13+) og þjálfarar í 100% starfi að sinna efnilegustu unglingunumNauðsynlegt að sérsambönd tengist meira félögunum og skólunum gagnvart yngri hópum.Að viðkomandi afreksíþróttamaður/kona hafi tök á því að æfa eins mikið eða meira en keppinautarnir erlendis. Vísir/GettyViðurkenning Ólympíunefndar mikilvæg Snemma í starfi vinnuhópsins var ákveðið að kanna viðhorf íþróttahreyfingarinnar sjálfrar til ákveðinna atriða. Lögð var fram viðhorfskönnun á formannafundi ÍSÍ 11. nóvember 2016 þar sem markmiðið var að finna hvaða atriði sambandsaðilar hafa ólíkar skoðanir á og á sama hátt bera svör ólíkra hópa saman við mismunandi spurningar og fullyrðingar, að því fram kemur í skýrslunni. Könnuninni var skipt niður í þrjá hluta og var aðkomu aðila að íþróttastarfinu skipt niður í fjóra hópa: Fulltrúar sérsambanda á Formannafundi ÍSÍ, fulltrúar íþróttahéraða á Formannafundi ÍSÍ, fulltrúar ÍSÍ, þ.e. framkvæmdastjórn og starfsfólk á Formannafundi ÍSÍ og loks álitsgjafar vinnuhópsins sem svöruðu í gegnum tölvupóst.Fjöldi þeirra sem svöruðu viðhorfskönnun og hlutfallmynd/ísíÍ þriðja hluta viðhorfskönnunarinnar var spurt út í skilgreiningar á Afreksstefnu íþróttahreyfingarinnar og/eða Afrekssjóðs ÍSÍ og hvort viðkomandi væri sammála þeim. „Geta allar íþróttagreinar talist til afreksíþrótta og hvaða mælikvarða þarf þá að skoða til að skilgreina afreksstig íþróttagreinar? Hvað telur þú að sé mikilvægt að horfa til við að skilgreina íþróttagreinar á Íslandi m.t.t. afreksíþróttastarfs?“ var spurt. Í þriðju spurningu var spurt um hversu mikilvægt það væri að íþróttagrein sé keppnisgrein á Ólympíuleikunum [við úthlutun úr Afrekssjóði]. Flestum finnst það mikilvægt og 17 af þeim 69 sem svöruðu finnst það mjög mikilvægt. Nokkuð skiptar skoðanir voru um þessa spurningu.mynd/ísíFjórða spurning sneri að því hvort viðkomandi íþróttagrein sé viðurkennd af Alþjóðaólympíunefndinni. Sex af 69 fannst það ekki mikilvægt en 52 af 69 sem svöruðu fannst það mjög mikilvægt eða að minnsta kosti mikilvægt. Spurning fimm var hvort mikilvægt er að Íslandi taki þátt í heimsmeistaramóti í viðkomandi íþróttagrein og sjö hvort það er nauðsynlegt fyrir íþróttagrein að vera stunduð í yfir 55 löndum til að geta talist til afreksíþróttar hér á landi. Aðeins átta af þeim 69 sem svöruðu fannst það mjög mikilvægt.mynd/ísíMeira gegnsæi og rökstuðningur Í niðurstöðu vinnuhópsins sem er kynnt á eftir rannsóknum hans í skýrslunni er byrjað á að segja að ekki megi slá slöku við er varðar fjármagnið þrátt fyrir vatnaskil með nýjum risasamningi við ríkið. Sagt er að núverandi samningur tryggi mun betra svigrúm til styrkja en leysir ekki allan vanda. Því er mikilvægt að halda áfram á þessari braut. Vinnuhópurinn kallar eftir meira sjálfstæði Afrekssjóðsins og vill fækka einstaklingum í honum úr átta í fimm til að „skerpa fókus stjórnarinnar“ eins og það er orðað. Einn aðilinn verður tilnefndur af Mennta- og menningarmálaráðherra eins og verið hefur en ÍSÍ skipi áfram formanninn og þrír aðilar séu valdir af framkvæmdastjórn ÍSÍ út frá þekkingu sinni og reynslu. „ÍSÍ ber að huga sérstaklega að kynjaskiptingu varðandi val á fulltrúum í sjóðinn,“ segir í skýrslunni. Sérsambönd ÍSÍ hafa sum hver kvartað sáran undanfarin ár yfir döprum rökstuðningi nefndarinnar þegar kemur að úthlutunum og litlu sem engu gegnsæi. Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, var brjáluð eftir síðustu úthlutun og óskaði einmitt eftir skýrari reglum og meira gegnsæi. Í skýrslu vinnuhópsins er einmitt kallað eftir auknu gegnsæi og að Afrekssjóður rökstyðji skriflega allar úthlutanir sem sjóðurinn tekur og að þær séu birtar á heimasíðu ÍSÍ. Til að auka gegnsæið telur vinnurhópurinn mikilvægt að Afrekssjóðurinn gefi út ársskýrslu sjóðsins sem birtist á vef ÍSÍ. Þar eiga að koma fram upplýsingar um úthlutanir og áherslur ársins ásamt hugleiðingum um framtíðarverkefni og áherslur sérsambandanna auk annarra atriða sem talið er mikilvægt að birta.Fyrsta mögulega flokkaskiptinginmynd/gsíFrá afrekssambandi til þróunarsambands Ein stærsta breytingin á Afrekssjóðum, ef af verður, að sjóðsstjórn skipti sérsamböndunum upp í þrjá flokka út frá viðmiðum hér eftir. Skiptingin verður þá eftirfarandi: Afrekssérsambönd, Alþjóðleg sérsambönd og Þróunarsérsambönd. „Þetta fyrirkomulag kallar hins vegar á reglulegt eftirlit og stöðug samskipti á milli Afrekssjóðs ÍSÍ og viðkomandi sérsambands um hvort að viðkomandi sérsamband geti staðið við þær skuldbindingar og þau markmið sem fram hafa komið í umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ,“ segir í skýrslunni. Mesta áherslan og hæstu upphæðirnar eiga þá eðlilega að renna til þeirra sérsambanda sem flokkuð eru sem Afrekssambönd. Vinnuhópurinn segir æsilegt að 45-70 prósent af hverri úthlutun renni til þeirra, sérsamböndin í flokknum Alþjóðleg sérsambönd fá um 35-45 prósent af hverri úthlutun og Þróunarsamböndin loks 10-15 prósent. Þessi flokkaskipting er breytileg og er útskýrt ítarlega hver er munurinn á þessum þremur flokkum. Fimleikasambandið, Frjálsíþróttasambandið, Golfsambandið, Handknattleikssambandið, Knattspyrnusambandið, Kraftlyftingasambandið, Körfuknattleikssambandið og Sundsambandið myndu byrja í flokki Afrekssambanda ef hugmyndir vinnuhópsins verða að veruleika.KSÍ sótti um styrk fyrir kvennalandsliðið og yngri landsliðin í ár.vísir/eyþórHægt verði að hafna KSÍ Önnur mögleg og stór breyting á úthlutun úr Afrekssjóði er að sjóðurinn fær frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sérsambanda sem geta talist sjálfbær. Íþróttahreyfingin hefur lengi verið ósátt við að Knattspyrnusamband Íslands sæki peninga úr Afrekssjóði miðað við milljónirnar sem renna þar inn frá UEFA og FIFA en KSÍ fékk 8,4 milljónir úr Afrekssjóði í janúar vegna landsliðsverkefna A landsliðs kvenna, yngri landsliða kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Undir liðnum „Fjárlagslega sterk sérsambönd“ í skýrslu vinnuhópsins segir: „Samkvæmt núverandi fjárhagsstöðu sérsambandanna er ljóst að aðeins eitt þeirra – Knattspyrnusamband Íslands – getur talist sjálfbært í rekstri sínum.“ Vinnuhópurinn fagnar fjárhagsstöðu fótboltans en bendir á að leiða má að líkum að bæði Golfsamband Íslands og jafnvel Íþróttasamband fatlaðra geti að ýmsu leyti verið nálægt skilgreiningu á sjálfbærni. Vinnuhópurinn vill að heimildir Afrekssjóðs ÍSÍ til að hafna beiðnum um styrki frá KSÍ og öðrum samböndum sem teljast sjálfbær verði styrktar. Segir í skýrslunni orðrétt: „Vinnuhópurinn leggur áherslu á að heimildir Afrekssjóðs ÍSÍ til að hafna umsóknum frá sjálfbærum sérsamböndum verði styrktar í 6.grein núverandi reglugerðar. Í tilviki KSÍ og annarra verður Afrekssjóður ÍSÍ eðlilega að meta árlega stöðuna og vinna tillögur sínar út frá því.“ Tillaga vinnuhóps að efnisþáttum til að nota við flokkun sérsambanda í afreksflokka.mynd/ísíHitamál á íþróttaþingi Skýrslan sem kynnt var í dag fer nú til umfjöllunar hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ og hjá sambandsaðilum, þ.e. sérsamböndum, íþróttabandalögum og héraðssamböndum. „Í byrjun maí verður Íþróttaþing ÍSÍ og má búast við að umræður um afrekssíþróttir og Afrekssjóð ÍSÍ verði umfangsmiklar á þinginu. Þingið er æðsta vald íþróttahreyfingarinnar og leggur línurnar varðandi alla starfsemi ÍSÍ og sambandsaðila,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, í skriflegu svari við Vísi. „Fram að þingi verða án efa viðburðir þar sem íþróttahreyfingin mun ræða skýrsluna og tillögurnar sem og þær áherslur sem þurfa að fara fyrir þingið.“16 manna álitsgjafahópur vinnuhópsins: Bjarni Friðriksson, bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikum og júdóþjálfari, Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska/japanska karlalandsliðsins í handknattleik, Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrnuþjálfari í Svíþjóð, Erlingur Jóhannsson, prófessor við Háskóla Íslands og háskólann í Bergen, Eyleifur Jóhannesson, sundþjálfari í Danmörku, Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik, Guðmundur Þ. Harðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í sundi, Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsíþróttaþjálfari, Harpa Óskarsdóttir, yfirmaður unglingalandsl. í áhaldafiml. hjá sænska fimleikasambandinu, Heimir Hallgrímsson, landsliðsliðsþjálfari í knattspyrnu, Hrannar Hólm, körfuknattleiksþjálfari og fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, Ingi Þór Einarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og sundþjálfari, Kristinn Björnsson, skíðaþjálfari í Noregi, Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í golfi, Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í Fréttablaðinu á morgun. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49 Fimleikasambandið fundaði með forystu ÍSÍ: Komum okkar gagnrýni á framfæri Forsvarsmenn Fimleikasambandsins og forystufólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hittust í dag 10. janúar 2017 16:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Forseti ÍSÍ biðst afsökunar: Hefði átt að orða hug minn betur "Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ.“ 10. janúar 2017 15:29 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Á blaðamannafundi í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í dag kynnti sérstakur vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ tillögur sínar um breytingar á reglum Afrekssjóð sambandsins. Vinnuhópurinn kynnti 96 blaðsíðna skýrslu sína á starfi Afrekssjóðs og reglum hans þar sem lagt er drög að stórum breytingum. Tvær af þeim stærstu eru að sérsamböndunum verði skipt upp í þrjá flokka og að Afrekssjóðurinn fái frekari heimild til að hafna beiðni fjársterkra sérsambanda eins og KSÍ. Ákvörðun um að skipa vinnuhópinn var tekin 15. september á síðasta ári en mikilvægt þótti að gera breytingar á starfi hans og úthlutunarreglum í ljósi stóraukins fjármagns sem rennur í sjóðinn á næstu árum.ÍSÍ gerði nefnilega tímamótasamning við Mennta-og menningamálaráðuneytið síðasta sumar þar sem ríkisvaldið lofaði að auka framlag til Afrekssjóðs ÍSÍ í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum 2016 í 400 milljónir á árinu 2019. Hækkunin hafði strax áhrif á úthlutunina í janúar en þá var deilt út 150 milljónum og verður öðrum 100 milljónum úthlutað í vor á íþróttaþingi. Vinnuhópinn skipuðu Stefán Konráðsson formaður Íþróttanefndar ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, Dr. Þórdís Lilja Gísladóttir íþróttafræðingur, nýdoktor HÍ og fyrrverandi afrekskona í frjálsíþróttum og Friðrik Einarsson fyrrverandi formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Þá var Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fenginn til að starfa með hópnum.Tímamótasamningur ÍSÍ og Mennta- og menningamálaráðuneytisins var undirritaður síðasta sumar.vísir/tomSérfræðingar svöruðu spurningum Leitað var til okkar færustu þjálfara og fræðimanna sem starfa utan landsteinanna til að fá víðara samhengi. Alls voru fengnir 16 fagaðilar en þeir voru meðal annars handboltaþjálfararnir Dagur Sigurðsson, Þórir Hergeirsson og Guðmundur Guðmundsson, fótboltaþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Elísabet Gunnarsdóttir, Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttaþjálfari og Kristinn Björnsson, skíðaþjálfari. Allan listann má sjá neðst í fréttaskýringunni. Fram kemur í skýrslu vinnuhópsins að fagaðilarnir 16 lögðu allir eitthvað af mörkum í vinnuna þó þeir hafi verið misuppteknir og gátu sinnt vinnunni mismikið. Þeir fengu allir sendar spurningar 21. september 2016 þar sem óskað var eftir skoðunum þeirra á afreksstarfi og hvað skiptir mestu máli í því gagnvart afreksfólki. Svör álitsgjafa voru notuð til að ramma betur inn nálgun gagnvart öðrum markhópum og þeim spurningum sem ákveðið var að spyrja aðila íþróttahreyfingarinnar að. Þessi sami hópur fékk svo senda aðra könnun sem einnig var lögð fyrir þátttakendur á formannafundi ÍSÍ. Í skýrslu vinnuhópsins segir að margt mjög áhugavert kom fram í svörum álitsgjafanna og eru listaðir upp nokkrir punktar frá þeim. Hér eru nokkrir þeirra:Mikilvægt er að íþróttafólkið sé með mikinn metnað og sterka innri áhugahvöt og viðhorf.Þjálfarar og aðrir sem starfa með íþróttafólkinu þurfa einnig að hafa sömu viðhorf og innri áhugahvöt.Gott aðgengi að íþróttamannvirkjum, þ.e. nægir æfingatímar sem henta íþróttafólkinu.Fókus á ungt íþróttafólk (13+) og þjálfarar í 100% starfi að sinna efnilegustu unglingunumNauðsynlegt að sérsambönd tengist meira félögunum og skólunum gagnvart yngri hópum.Að viðkomandi afreksíþróttamaður/kona hafi tök á því að æfa eins mikið eða meira en keppinautarnir erlendis. Vísir/GettyViðurkenning Ólympíunefndar mikilvæg Snemma í starfi vinnuhópsins var ákveðið að kanna viðhorf íþróttahreyfingarinnar sjálfrar til ákveðinna atriða. Lögð var fram viðhorfskönnun á formannafundi ÍSÍ 11. nóvember 2016 þar sem markmiðið var að finna hvaða atriði sambandsaðilar hafa ólíkar skoðanir á og á sama hátt bera svör ólíkra hópa saman við mismunandi spurningar og fullyrðingar, að því fram kemur í skýrslunni. Könnuninni var skipt niður í þrjá hluta og var aðkomu aðila að íþróttastarfinu skipt niður í fjóra hópa: Fulltrúar sérsambanda á Formannafundi ÍSÍ, fulltrúar íþróttahéraða á Formannafundi ÍSÍ, fulltrúar ÍSÍ, þ.e. framkvæmdastjórn og starfsfólk á Formannafundi ÍSÍ og loks álitsgjafar vinnuhópsins sem svöruðu í gegnum tölvupóst.Fjöldi þeirra sem svöruðu viðhorfskönnun og hlutfallmynd/ísíÍ þriðja hluta viðhorfskönnunarinnar var spurt út í skilgreiningar á Afreksstefnu íþróttahreyfingarinnar og/eða Afrekssjóðs ÍSÍ og hvort viðkomandi væri sammála þeim. „Geta allar íþróttagreinar talist til afreksíþrótta og hvaða mælikvarða þarf þá að skoða til að skilgreina afreksstig íþróttagreinar? Hvað telur þú að sé mikilvægt að horfa til við að skilgreina íþróttagreinar á Íslandi m.t.t. afreksíþróttastarfs?“ var spurt. Í þriðju spurningu var spurt um hversu mikilvægt það væri að íþróttagrein sé keppnisgrein á Ólympíuleikunum [við úthlutun úr Afrekssjóði]. Flestum finnst það mikilvægt og 17 af þeim 69 sem svöruðu finnst það mjög mikilvægt. Nokkuð skiptar skoðanir voru um þessa spurningu.mynd/ísíFjórða spurning sneri að því hvort viðkomandi íþróttagrein sé viðurkennd af Alþjóðaólympíunefndinni. Sex af 69 fannst það ekki mikilvægt en 52 af 69 sem svöruðu fannst það mjög mikilvægt eða að minnsta kosti mikilvægt. Spurning fimm var hvort mikilvægt er að Íslandi taki þátt í heimsmeistaramóti í viðkomandi íþróttagrein og sjö hvort það er nauðsynlegt fyrir íþróttagrein að vera stunduð í yfir 55 löndum til að geta talist til afreksíþróttar hér á landi. Aðeins átta af þeim 69 sem svöruðu fannst það mjög mikilvægt.mynd/ísíMeira gegnsæi og rökstuðningur Í niðurstöðu vinnuhópsins sem er kynnt á eftir rannsóknum hans í skýrslunni er byrjað á að segja að ekki megi slá slöku við er varðar fjármagnið þrátt fyrir vatnaskil með nýjum risasamningi við ríkið. Sagt er að núverandi samningur tryggi mun betra svigrúm til styrkja en leysir ekki allan vanda. Því er mikilvægt að halda áfram á þessari braut. Vinnuhópurinn kallar eftir meira sjálfstæði Afrekssjóðsins og vill fækka einstaklingum í honum úr átta í fimm til að „skerpa fókus stjórnarinnar“ eins og það er orðað. Einn aðilinn verður tilnefndur af Mennta- og menningarmálaráðherra eins og verið hefur en ÍSÍ skipi áfram formanninn og þrír aðilar séu valdir af framkvæmdastjórn ÍSÍ út frá þekkingu sinni og reynslu. „ÍSÍ ber að huga sérstaklega að kynjaskiptingu varðandi val á fulltrúum í sjóðinn,“ segir í skýrslunni. Sérsambönd ÍSÍ hafa sum hver kvartað sáran undanfarin ár yfir döprum rökstuðningi nefndarinnar þegar kemur að úthlutunum og litlu sem engu gegnsæi. Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, var brjáluð eftir síðustu úthlutun og óskaði einmitt eftir skýrari reglum og meira gegnsæi. Í skýrslu vinnuhópsins er einmitt kallað eftir auknu gegnsæi og að Afrekssjóður rökstyðji skriflega allar úthlutanir sem sjóðurinn tekur og að þær séu birtar á heimasíðu ÍSÍ. Til að auka gegnsæið telur vinnurhópurinn mikilvægt að Afrekssjóðurinn gefi út ársskýrslu sjóðsins sem birtist á vef ÍSÍ. Þar eiga að koma fram upplýsingar um úthlutanir og áherslur ársins ásamt hugleiðingum um framtíðarverkefni og áherslur sérsambandanna auk annarra atriða sem talið er mikilvægt að birta.Fyrsta mögulega flokkaskiptinginmynd/gsíFrá afrekssambandi til þróunarsambands Ein stærsta breytingin á Afrekssjóðum, ef af verður, að sjóðsstjórn skipti sérsamböndunum upp í þrjá flokka út frá viðmiðum hér eftir. Skiptingin verður þá eftirfarandi: Afrekssérsambönd, Alþjóðleg sérsambönd og Þróunarsérsambönd. „Þetta fyrirkomulag kallar hins vegar á reglulegt eftirlit og stöðug samskipti á milli Afrekssjóðs ÍSÍ og viðkomandi sérsambands um hvort að viðkomandi sérsamband geti staðið við þær skuldbindingar og þau markmið sem fram hafa komið í umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ,“ segir í skýrslunni. Mesta áherslan og hæstu upphæðirnar eiga þá eðlilega að renna til þeirra sérsambanda sem flokkuð eru sem Afrekssambönd. Vinnuhópurinn segir æsilegt að 45-70 prósent af hverri úthlutun renni til þeirra, sérsamböndin í flokknum Alþjóðleg sérsambönd fá um 35-45 prósent af hverri úthlutun og Þróunarsamböndin loks 10-15 prósent. Þessi flokkaskipting er breytileg og er útskýrt ítarlega hver er munurinn á þessum þremur flokkum. Fimleikasambandið, Frjálsíþróttasambandið, Golfsambandið, Handknattleikssambandið, Knattspyrnusambandið, Kraftlyftingasambandið, Körfuknattleikssambandið og Sundsambandið myndu byrja í flokki Afrekssambanda ef hugmyndir vinnuhópsins verða að veruleika.KSÍ sótti um styrk fyrir kvennalandsliðið og yngri landsliðin í ár.vísir/eyþórHægt verði að hafna KSÍ Önnur mögleg og stór breyting á úthlutun úr Afrekssjóði er að sjóðurinn fær frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sérsambanda sem geta talist sjálfbær. Íþróttahreyfingin hefur lengi verið ósátt við að Knattspyrnusamband Íslands sæki peninga úr Afrekssjóði miðað við milljónirnar sem renna þar inn frá UEFA og FIFA en KSÍ fékk 8,4 milljónir úr Afrekssjóði í janúar vegna landsliðsverkefna A landsliðs kvenna, yngri landsliða kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Undir liðnum „Fjárlagslega sterk sérsambönd“ í skýrslu vinnuhópsins segir: „Samkvæmt núverandi fjárhagsstöðu sérsambandanna er ljóst að aðeins eitt þeirra – Knattspyrnusamband Íslands – getur talist sjálfbært í rekstri sínum.“ Vinnuhópurinn fagnar fjárhagsstöðu fótboltans en bendir á að leiða má að líkum að bæði Golfsamband Íslands og jafnvel Íþróttasamband fatlaðra geti að ýmsu leyti verið nálægt skilgreiningu á sjálfbærni. Vinnuhópurinn vill að heimildir Afrekssjóðs ÍSÍ til að hafna beiðnum um styrki frá KSÍ og öðrum samböndum sem teljast sjálfbær verði styrktar. Segir í skýrslunni orðrétt: „Vinnuhópurinn leggur áherslu á að heimildir Afrekssjóðs ÍSÍ til að hafna umsóknum frá sjálfbærum sérsamböndum verði styrktar í 6.grein núverandi reglugerðar. Í tilviki KSÍ og annarra verður Afrekssjóður ÍSÍ eðlilega að meta árlega stöðuna og vinna tillögur sínar út frá því.“ Tillaga vinnuhóps að efnisþáttum til að nota við flokkun sérsambanda í afreksflokka.mynd/ísíHitamál á íþróttaþingi Skýrslan sem kynnt var í dag fer nú til umfjöllunar hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ og hjá sambandsaðilum, þ.e. sérsamböndum, íþróttabandalögum og héraðssamböndum. „Í byrjun maí verður Íþróttaþing ÍSÍ og má búast við að umræður um afrekssíþróttir og Afrekssjóð ÍSÍ verði umfangsmiklar á þinginu. Þingið er æðsta vald íþróttahreyfingarinnar og leggur línurnar varðandi alla starfsemi ÍSÍ og sambandsaðila,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, í skriflegu svari við Vísi. „Fram að þingi verða án efa viðburðir þar sem íþróttahreyfingin mun ræða skýrsluna og tillögurnar sem og þær áherslur sem þurfa að fara fyrir þingið.“16 manna álitsgjafahópur vinnuhópsins: Bjarni Friðriksson, bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikum og júdóþjálfari, Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska/japanska karlalandsliðsins í handknattleik, Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrnuþjálfari í Svíþjóð, Erlingur Jóhannsson, prófessor við Háskóla Íslands og háskólann í Bergen, Eyleifur Jóhannesson, sundþjálfari í Danmörku, Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik, Guðmundur Þ. Harðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í sundi, Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsíþróttaþjálfari, Harpa Óskarsdóttir, yfirmaður unglingalandsl. í áhaldafiml. hjá sænska fimleikasambandinu, Heimir Hallgrímsson, landsliðsliðsþjálfari í knattspyrnu, Hrannar Hólm, körfuknattleiksþjálfari og fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, Ingi Þór Einarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og sundþjálfari, Kristinn Björnsson, skíðaþjálfari í Noregi, Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í golfi, Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í Fréttablaðinu á morgun.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49 Fimleikasambandið fundaði með forystu ÍSÍ: Komum okkar gagnrýni á framfæri Forsvarsmenn Fimleikasambandsins og forystufólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hittust í dag 10. janúar 2017 16:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Forseti ÍSÍ biðst afsökunar: Hefði átt að orða hug minn betur "Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ.“ 10. janúar 2017 15:29 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49
Fimleikasambandið fundaði með forystu ÍSÍ: Komum okkar gagnrýni á framfæri Forsvarsmenn Fimleikasambandsins og forystufólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hittust í dag 10. janúar 2017 16:15
Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13
Forseti ÍSÍ biðst afsökunar: Hefði átt að orða hug minn betur "Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ.“ 10. janúar 2017 15:29
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti