Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2017 08:30 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til Airbnb vísir/anton brink Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira