Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa fjölgað hermönnum í Sýrlandi. Nokkur hundruð sérsveitarmenn hafa um nokkuð skeið aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en hingað til hafa yfirvöld í Washington komið sér hjá því að senda hefðbundna hermenn á svæðið. Meðal annars hefur stórskotalið landgönguliða verið sent til Sýrlands. Þar munu þeir styðja við sóknina að Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Samkvæmt heimildum Washington Post er ekki um að ræða nýja aðgerð vegna beiðni Trump um nýja áætlun til að sigra ISIS. Aðgerðin er sögð hafa verið í skipulagningu um nokkuð skeið. Landgönguliðarnir sigldu frá San Diego í október. Þar að auki hafa meðlimir 75. Ranger sérsveitarinnar verið sendir til borgarinnar Manbij á þungvopnuðum brynvörðum bifreiðum. Manbij er undir stjórn SDF, samtaka sýrlenskra Kúrda (YPG) og Araba, sem rak ISIS-liða frá borginni í fyrra. Hermönnunum er ætlað að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja og til að halda stefnunni gegn Íslamska ríkinu, samkvæmt talsmanni bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS..@CJTFOIR has taken this deliberate action to reassure Coaltion mbrs & partner forces, deter aggression and keep focus on defeating #ISIS https://t.co/ThPFlJem5s— OIR Spokesman (@OIRSpox) March 4, 2017 Tyrkir, sem gerðu innrás í Sýrland í ágúst í fyrra höfðu lýst því yfir að þeir, og uppreisnarhóparnir sem þeir styðja, ætluðu sér að ráðast á Manbij og átök höfðu þegar byrjað vestur af borginni. Mikil átök á milli Tyrkja og Kúrda hefðu skapað mikil vandamál fyrir baráttuna gegn ISIS.Hér má sjá yfirlit yfir stöðuna í Sýrlandi, eins og hún var fyrir nokkrum dögum, þegar Kúrdar náðu tökum á síðasta þjóðveginum til Raqqa.Vísir/GraphicNewsTyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna og SDF er það líka. SDF hefur herjað á ISIS um langt skeið með stuðningi Bandaríkjanna og hefur baráttan gengið vel. Samtökin stjórna nú stórum hluta norður Sýrlands og hafa í raun skapað sjálfstjórnarsvæði. Yfirvöld í Ankara líta aftur á móti á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn sem standa við bakið á Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, eða PKK. Þeir hafa staðið í uppreisn í suðausturhluta Tyrklands um áratugaskeið. Stjórnendur Manbij afhentu stjórnarher Bashar al-Assad svæði vestur af borginni til að skapa til að forðast frekari árásir Tyrkja. Rússar komu að því samkomulagi á milli stjórnarhersins og SDF og eru Tyrkir nú í raun króaðir af í Sýrlandi. Mikil óreiða er þó á þessu litla svæði þar sem finna má hermenn frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Tyrklandi og Sýrlandi, auk SDF og uppreisnarhópa.Hermenn sagðir vera að stækka flugvöll Fregnir hafa einnig borist af því að fjöldi bandarískra hermanna sé nú að stækka og vígbúa flugvöll í bænum Kobani, sem er nálægt landamærum Tyrklands. Kúrdar stjórna bænum og hafa gert frá janúar 2015.Samkvæmt frétt Basnews, sem er rekin frá sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak, er markmið uppbyggingarinnar að ganga úr skugga um að mjög stórar flugvélar geti lent á flugvellinum. Enn fremur segir að tæknimenn hafi komið ratsjám fyrir nærri flugvellinum. Að lokum er ríkisstjórn Donald Trump að íhuga að koma allt að þúsund hermönnum fyrir í Kúveit. Þeir hermenn yrðu þá notaðir sem nokkurs konar varalið gegn ISIS og gætu verið sendir til að nýta ný tækifæri, og bregðast við vandamálum, á tiltölulega skömmum tíma.ISIS á hælunum Vígmamenn Íslamska ríkisins eru undir miklu álagi og herjað er þá úr öllum áttum. SDF situr um Raqqa og sækir áfram í norðri, með stuðningi Bandaríkjanna. Írakar vinna nú að því að frelsa Mosul og sækja gegn samtökunum í austri. Tyrkir réðust gegn ISIS í al-Bab í norðvesturhluta Sýrlands og ráku vígamenn samtakanna frá borginni. Stjórnarher Bashar al-Assad, með aðstoð Rússa, sækir fram úr vestri og náðu þeir nýverið Palmyra aftur úr haldi ISIS. Mikil óreiða er sögð vera meðal vígamanna og stjórnanda ISIS. Fregnir hafa borist af því að erlendir vígamenn samtakanna og stjórnendur hafi reynt að flýja frá Mosul, en Írakar segjast ætla að ná fullri stjórn á borginni á næsta mánuði. Nú í dag bárust fregnir af því að Abu Bakr al-Bagdhadi, leiðtogi ISIS, hefði flúið frá Mosul af ótta við að vera handsamaður. Hann lýsti yfir stofnun Íslamska ríkisins frá Mosul sumarið 2014 og er sagður hafa haldið til þar síðan. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slíkar fregnir berast og oft hefur verið talið að hann hafi verið felldur í loftárásum.Umtalsverð fjárhagsvandræði Bresk hugveita birti skýrslu í síðasta mánuði þar sem því var haldið fram að Íslamska ríkið sé í verulegum fjárhagsvandræðum og að tekjur samtakanna hafi lækkað um helming frá 2014. Samtökin treystu verulega á rán og skattheimtu á herteknum svæðum. Þar að auki seldu ISIS-liðar fornminjar og olíu á svörtum mörkuðum og rændu fólki fyrir lausnarfé. Tap Mosul mun reynast samtökunum dýrkeypt vegna tapaðrar skattheimtu og ISIS hefur ekki tekið ný svæði um langt skeið.Eins og áður segir, eru ISIS-liðar undir miklu álagi. Líkega er einungis tímaspursmál hvenær það mun reynast of mikið. Donald Trump Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa fjölgað hermönnum í Sýrlandi. Nokkur hundruð sérsveitarmenn hafa um nokkuð skeið aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en hingað til hafa yfirvöld í Washington komið sér hjá því að senda hefðbundna hermenn á svæðið. Meðal annars hefur stórskotalið landgönguliða verið sent til Sýrlands. Þar munu þeir styðja við sóknina að Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Samkvæmt heimildum Washington Post er ekki um að ræða nýja aðgerð vegna beiðni Trump um nýja áætlun til að sigra ISIS. Aðgerðin er sögð hafa verið í skipulagningu um nokkuð skeið. Landgönguliðarnir sigldu frá San Diego í október. Þar að auki hafa meðlimir 75. Ranger sérsveitarinnar verið sendir til borgarinnar Manbij á þungvopnuðum brynvörðum bifreiðum. Manbij er undir stjórn SDF, samtaka sýrlenskra Kúrda (YPG) og Araba, sem rak ISIS-liða frá borginni í fyrra. Hermönnunum er ætlað að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja og til að halda stefnunni gegn Íslamska ríkinu, samkvæmt talsmanni bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS..@CJTFOIR has taken this deliberate action to reassure Coaltion mbrs & partner forces, deter aggression and keep focus on defeating #ISIS https://t.co/ThPFlJem5s— OIR Spokesman (@OIRSpox) March 4, 2017 Tyrkir, sem gerðu innrás í Sýrland í ágúst í fyrra höfðu lýst því yfir að þeir, og uppreisnarhóparnir sem þeir styðja, ætluðu sér að ráðast á Manbij og átök höfðu þegar byrjað vestur af borginni. Mikil átök á milli Tyrkja og Kúrda hefðu skapað mikil vandamál fyrir baráttuna gegn ISIS.Hér má sjá yfirlit yfir stöðuna í Sýrlandi, eins og hún var fyrir nokkrum dögum, þegar Kúrdar náðu tökum á síðasta þjóðveginum til Raqqa.Vísir/GraphicNewsTyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna og SDF er það líka. SDF hefur herjað á ISIS um langt skeið með stuðningi Bandaríkjanna og hefur baráttan gengið vel. Samtökin stjórna nú stórum hluta norður Sýrlands og hafa í raun skapað sjálfstjórnarsvæði. Yfirvöld í Ankara líta aftur á móti á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn sem standa við bakið á Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, eða PKK. Þeir hafa staðið í uppreisn í suðausturhluta Tyrklands um áratugaskeið. Stjórnendur Manbij afhentu stjórnarher Bashar al-Assad svæði vestur af borginni til að skapa til að forðast frekari árásir Tyrkja. Rússar komu að því samkomulagi á milli stjórnarhersins og SDF og eru Tyrkir nú í raun króaðir af í Sýrlandi. Mikil óreiða er þó á þessu litla svæði þar sem finna má hermenn frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Tyrklandi og Sýrlandi, auk SDF og uppreisnarhópa.Hermenn sagðir vera að stækka flugvöll Fregnir hafa einnig borist af því að fjöldi bandarískra hermanna sé nú að stækka og vígbúa flugvöll í bænum Kobani, sem er nálægt landamærum Tyrklands. Kúrdar stjórna bænum og hafa gert frá janúar 2015.Samkvæmt frétt Basnews, sem er rekin frá sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak, er markmið uppbyggingarinnar að ganga úr skugga um að mjög stórar flugvélar geti lent á flugvellinum. Enn fremur segir að tæknimenn hafi komið ratsjám fyrir nærri flugvellinum. Að lokum er ríkisstjórn Donald Trump að íhuga að koma allt að þúsund hermönnum fyrir í Kúveit. Þeir hermenn yrðu þá notaðir sem nokkurs konar varalið gegn ISIS og gætu verið sendir til að nýta ný tækifæri, og bregðast við vandamálum, á tiltölulega skömmum tíma.ISIS á hælunum Vígmamenn Íslamska ríkisins eru undir miklu álagi og herjað er þá úr öllum áttum. SDF situr um Raqqa og sækir áfram í norðri, með stuðningi Bandaríkjanna. Írakar vinna nú að því að frelsa Mosul og sækja gegn samtökunum í austri. Tyrkir réðust gegn ISIS í al-Bab í norðvesturhluta Sýrlands og ráku vígamenn samtakanna frá borginni. Stjórnarher Bashar al-Assad, með aðstoð Rússa, sækir fram úr vestri og náðu þeir nýverið Palmyra aftur úr haldi ISIS. Mikil óreiða er sögð vera meðal vígamanna og stjórnanda ISIS. Fregnir hafa borist af því að erlendir vígamenn samtakanna og stjórnendur hafi reynt að flýja frá Mosul, en Írakar segjast ætla að ná fullri stjórn á borginni á næsta mánuði. Nú í dag bárust fregnir af því að Abu Bakr al-Bagdhadi, leiðtogi ISIS, hefði flúið frá Mosul af ótta við að vera handsamaður. Hann lýsti yfir stofnun Íslamska ríkisins frá Mosul sumarið 2014 og er sagður hafa haldið til þar síðan. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slíkar fregnir berast og oft hefur verið talið að hann hafi verið felldur í loftárásum.Umtalsverð fjárhagsvandræði Bresk hugveita birti skýrslu í síðasta mánuði þar sem því var haldið fram að Íslamska ríkið sé í verulegum fjárhagsvandræðum og að tekjur samtakanna hafi lækkað um helming frá 2014. Samtökin treystu verulega á rán og skattheimtu á herteknum svæðum. Þar að auki seldu ISIS-liðar fornminjar og olíu á svörtum mörkuðum og rændu fólki fyrir lausnarfé. Tap Mosul mun reynast samtökunum dýrkeypt vegna tapaðrar skattheimtu og ISIS hefur ekki tekið ný svæði um langt skeið.Eins og áður segir, eru ISIS-liðar undir miklu álagi. Líkega er einungis tímaspursmál hvenær það mun reynast of mikið.