Skotsilfur Markaðarins: Katrín Olga kannar framboð til stjórnar Vodafone Ritstjórn Markaðarins skrifar 17. febrúar 2017 16:30 Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur gegnt starfi stjórnarmanns hjá Arion banka frá 15. september á síðasta ári. Er hann eini fulltrúi Kaupþings í átta manna stjórn bankans. Það vekur athygli í nýjum ársreikningi Arion banka að þar kemur fram að Madden hafi ekki fengið neinar launagreiðslur fyrir stjórnarstörf sín á árinu 2016. Á meðan hann fékk ekkert greitt fyrir stjórnarsetuna þá fá hins vegar aðrir erlendir stjórnarmenn, sem eru tveir talsins, greitt tvöfalt á við það sem borgað er til íslenskra stjórnarmanna bankans.Katrín Olga vill í stjórn Vodafone Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group, hefur á síðustu vikum kannað hvort hún njóti stuðnings til að bjóða sig fram í stjórn Vodafone á næsta aðalfundi félagsins. Þannig hefur hún, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars átt samtöl við forstjóra og stjórnarformann félagsins í tengslum við þau áform. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir í hópi stærstu hluthafa Vodafone séu líklegir til að veita henni brautargengi. Sæti hennar í stjórn Icelandair Group þykir hins vegar í hættu í ljósi þess að búist er við að fjárfestar félagsins vilji fá inn ný andlit í stjórn á komandi aðalfundi.Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group.Verður Sigurður Gísli með? Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fer nú mikinn á Facebook í hópfjármögnun sinni á nýju útgáfufélagi sem hann vill stofna utan um Fréttatímann. Af lýsingum hans að dæma duga tekjur af auglýsingasölu einungis fyrir prentun og dreifingu blaðsins. Þá er eftir öll ritstjórnin sem blés út eftir að Gunnar og Þóra Tómasdóttir tóku við blaðinu fyrir rétt rúmu ári. Ekki hefur hins vegar komið fram hvort fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi og helsti fjárhagslegi bakhjarl Fréttatímans, ætli að taka þátt í stofnun félagsins. Skotsilfur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, hefur gegnt starfi stjórnarmanns hjá Arion banka frá 15. september á síðasta ári. Er hann eini fulltrúi Kaupþings í átta manna stjórn bankans. Það vekur athygli í nýjum ársreikningi Arion banka að þar kemur fram að Madden hafi ekki fengið neinar launagreiðslur fyrir stjórnarstörf sín á árinu 2016. Á meðan hann fékk ekkert greitt fyrir stjórnarsetuna þá fá hins vegar aðrir erlendir stjórnarmenn, sem eru tveir talsins, greitt tvöfalt á við það sem borgað er til íslenskra stjórnarmanna bankans.Katrín Olga vill í stjórn Vodafone Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group, hefur á síðustu vikum kannað hvort hún njóti stuðnings til að bjóða sig fram í stjórn Vodafone á næsta aðalfundi félagsins. Þannig hefur hún, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars átt samtöl við forstjóra og stjórnarformann félagsins í tengslum við þau áform. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir í hópi stærstu hluthafa Vodafone séu líklegir til að veita henni brautargengi. Sæti hennar í stjórn Icelandair Group þykir hins vegar í hættu í ljósi þess að búist er við að fjárfestar félagsins vilji fá inn ný andlit í stjórn á komandi aðalfundi.Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarmaður í Icelandair Group.Verður Sigurður Gísli með? Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fer nú mikinn á Facebook í hópfjármögnun sinni á nýju útgáfufélagi sem hann vill stofna utan um Fréttatímann. Af lýsingum hans að dæma duga tekjur af auglýsingasölu einungis fyrir prentun og dreifingu blaðsins. Þá er eftir öll ritstjórnin sem blés út eftir að Gunnar og Þóra Tómasdóttir tóku við blaðinu fyrir rétt rúmu ári. Ekki hefur hins vegar komið fram hvort fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi og helsti fjárhagslegi bakhjarl Fréttatímans, ætli að taka þátt í stofnun félagsins.
Skotsilfur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira