Ofbeldi er val Helga Vala Helgadóttir skrifar 20. febrúar 2017 07:00 Sá sem beitir ofbeldi hefur valið að beita aðra manneskju ofbeldi. Það er ekki eitthvað sem gerist. Þetta sést best á því að viðkomandi ofbeldismaður, já konur eru líka menn, beitir ekki alla í umhverfi sínu ofbeldi heldur þennan ákveðna einstakling sem fyrir barðinu verður og gildir það um hvers kyns ofbeldi, andlegt, líkamlegt, kynferðislegt. Ofbeldið beinist ekki gegn öllum í umhverfi ofbeldismannsins heldur bara ákveðnum aðilum. Ofbeldi í nánum samböndum er skýrt dæmi um þetta val. Þar ákveður ofbeldismaðurinn augljóslega og markvisst að beita þann sem stendur honum næst ofbeldi og oftar en ekki ítrekað. Ofbeldismaðurinn ákveður á þessari stundu í þessum aðstæðum að beita þessa manneskju ofbeldi. Ekki aðra manneskju og ekki af því að eitthvað ákveðið gerðist, heldur einmitt af því að ofbeldismaðurinn velur að beita þessa manneskju ofbeldi. Oftar en ekki tengist þetta neyslu á hugbreytandi efnum eins og áfengi eða öðrum vímugjöfum en það er engin afsökun fyrir því að ofbeldinu er beitt, því eftir sem áður er þetta val ofbeldismannsins. Það er þess vegna sem við ættum að beina kröftum okkar að ofbeldismanninum og verðandi ofbeldismönnum. Kenna börnum, unglingum og fullorðnum að það sé val að beita ekki ofbeldi. Að við tökum meðvitaða ákvörðun um að dagurinn í dag, morgun og hinn verði án ofbeldis. Það að ofbeldismaðurinn velji að beita ofbeldi þennan dag gegn þessari manneskju en ekki hinni sýnir svo ekki verður um villst að beiting ofbeldis er val sem hægt er að komast hjá. Þú hefur valið!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Sá sem beitir ofbeldi hefur valið að beita aðra manneskju ofbeldi. Það er ekki eitthvað sem gerist. Þetta sést best á því að viðkomandi ofbeldismaður, já konur eru líka menn, beitir ekki alla í umhverfi sínu ofbeldi heldur þennan ákveðna einstakling sem fyrir barðinu verður og gildir það um hvers kyns ofbeldi, andlegt, líkamlegt, kynferðislegt. Ofbeldið beinist ekki gegn öllum í umhverfi ofbeldismannsins heldur bara ákveðnum aðilum. Ofbeldi í nánum samböndum er skýrt dæmi um þetta val. Þar ákveður ofbeldismaðurinn augljóslega og markvisst að beita þann sem stendur honum næst ofbeldi og oftar en ekki ítrekað. Ofbeldismaðurinn ákveður á þessari stundu í þessum aðstæðum að beita þessa manneskju ofbeldi. Ekki aðra manneskju og ekki af því að eitthvað ákveðið gerðist, heldur einmitt af því að ofbeldismaðurinn velur að beita þessa manneskju ofbeldi. Oftar en ekki tengist þetta neyslu á hugbreytandi efnum eins og áfengi eða öðrum vímugjöfum en það er engin afsökun fyrir því að ofbeldinu er beitt, því eftir sem áður er þetta val ofbeldismannsins. Það er þess vegna sem við ættum að beina kröftum okkar að ofbeldismanninum og verðandi ofbeldismönnum. Kenna börnum, unglingum og fullorðnum að það sé val að beita ekki ofbeldi. Að við tökum meðvitaða ákvörðun um að dagurinn í dag, morgun og hinn verði án ofbeldis. Það að ofbeldismaðurinn velji að beita ofbeldi þennan dag gegn þessari manneskju en ekki hinni sýnir svo ekki verður um villst að beiting ofbeldis er val sem hægt er að komast hjá. Þú hefur valið!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun