Varaforsetinn heitir stuðningi við ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2017 06:45 Mike Pence og Donald Tusk á fundinum í gær. vísir/afp Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja stuðla að samvinnu og samkennd milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þetta sagði Pence í ræðu sinni á fundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel, höfuðborg Belgíu. BBC greinir frá því að með þessu vilji Pence róa embættismenn ESB sem óttuðust um samband stórveldanna eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sambandið. „Í dag nýt ég þeirra forréttinda að fá fyrir hönd forsetans að tilkynna ykkur um skuldbindingu Bandaríkjanna til samvinnu við Evrópusambandið,“ sagði Pence. „Þótt við kunnum að vera ósammála deila álfur okkar arfleifð, gildum og þeim tilgangi að stuðla að friði og frelsi, lýðræði, lögum og reglu. Að þessum markmiðum munum við áfram vinna,“ sagði varaforsetinn enn fremur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði á fundinum að Evrópusambandið treysti á ótvíræðan stuðning Bandaríkjanna. „Eftir að hafa heyrt svona jákvæða yfirlýsingu verða jafnt Evrópubúar sem Bandaríkjamenn að láta verkin tala.“ Tusk vísaði til þess að stuðningur Bandaríkjanna hefði oft reynst mikilvægur. Vísaði hann til þess er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á níunda áratugnum, studdi Pólverja sem þá bjuggu við herlög sem ríkisstjórnin hafði sett. Aðrir embættismenn ESB tóku í sama streng og sögðu ummæli Pence hafa orðið til þess að endurvekja trú á áframhaldandi samstarfi við Bandaríkin. Reuters greinir frá því að þeir séu þó efins um að hversu miklu leyti Pence tali í raun máli forsetans. Pence hafi þó komið vel fyrir. Á undanförnum mánuðum, einkum í kosningabaráttu sinni á síðasta ári, urðu ummæli Trumps um ESB til að styggja háttsetta embættismenn innan sambandsins. Til að mynda þegar hann hvatti Breta til að yfirgefa sambandið og fagnaði svo útkomunni þegar Bretar kusu um að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummæli Trumps um að Atlantshafsbandalagið væri úrelt í núverandi mynd bættu ekki úr skák. Pence vísaði einnig til þess á fundinum í gær að Bandaríkin hygðust halda skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalagið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja stuðla að samvinnu og samkennd milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þetta sagði Pence í ræðu sinni á fundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel, höfuðborg Belgíu. BBC greinir frá því að með þessu vilji Pence róa embættismenn ESB sem óttuðust um samband stórveldanna eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sambandið. „Í dag nýt ég þeirra forréttinda að fá fyrir hönd forsetans að tilkynna ykkur um skuldbindingu Bandaríkjanna til samvinnu við Evrópusambandið,“ sagði Pence. „Þótt við kunnum að vera ósammála deila álfur okkar arfleifð, gildum og þeim tilgangi að stuðla að friði og frelsi, lýðræði, lögum og reglu. Að þessum markmiðum munum við áfram vinna,“ sagði varaforsetinn enn fremur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði á fundinum að Evrópusambandið treysti á ótvíræðan stuðning Bandaríkjanna. „Eftir að hafa heyrt svona jákvæða yfirlýsingu verða jafnt Evrópubúar sem Bandaríkjamenn að láta verkin tala.“ Tusk vísaði til þess að stuðningur Bandaríkjanna hefði oft reynst mikilvægur. Vísaði hann til þess er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á níunda áratugnum, studdi Pólverja sem þá bjuggu við herlög sem ríkisstjórnin hafði sett. Aðrir embættismenn ESB tóku í sama streng og sögðu ummæli Pence hafa orðið til þess að endurvekja trú á áframhaldandi samstarfi við Bandaríkin. Reuters greinir frá því að þeir séu þó efins um að hversu miklu leyti Pence tali í raun máli forsetans. Pence hafi þó komið vel fyrir. Á undanförnum mánuðum, einkum í kosningabaráttu sinni á síðasta ári, urðu ummæli Trumps um ESB til að styggja háttsetta embættismenn innan sambandsins. Til að mynda þegar hann hvatti Breta til að yfirgefa sambandið og fagnaði svo útkomunni þegar Bretar kusu um að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummæli Trumps um að Atlantshafsbandalagið væri úrelt í núverandi mynd bættu ekki úr skák. Pence vísaði einnig til þess á fundinum í gær að Bandaríkin hygðust halda skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalagið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira