Talinn hafa látist eftir allmikið fall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. febrúar 2017 20:18 Íslendingurinn sem fannst látinn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku er talinn hafa látist eftir að hafa fallið úr allmikilli hæð. Samkvæmt heimildum fréttatofu var maðurinn ásamt tveimur öðrum íslendingum á göngu á fjallinu en Table Mountain er um sexhundruð metra hátt og er vinsælt útivistarsvæði fyrir göngumenn og tekur ganga upp á topp fjallsins um tvær klukkustundir „Einn göngumannanna sagði vinum sínum að hann vildi snúa við og halda niður af fjallinu. Þeir komu sér saman um að hittast þegar þeir kæmu af fjallinu,“ sagði Johan Marais, talsmaður Wilderness Search and Rescue í Höfðaborg, í samtali við fréttastofu. Þegar þeir komu aftur niður var maðurinn ekki á þeim stað þar sem þeir ætluðu að hittast og óskuðu þeir því eftir aðstoð björgunarsveita. „Um kl. 23 vorum við beðnir um að svipast um eftir honum og þá voru menn kallaðir út til leitar í Platteklip-gljúfri.Líkið fannst svo fyrir utan göngustíginn því hann hafði fallið niður af útsýnisstað. Fallið var allmikið,“ sagði Marais. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis. Fjallið er einn fjölfarnasti ferðamannastaður borgarinnar en nýlega var fólk varað við ferðum á fjallið vegna ítrekaðra ránstilrauna eftir að átta slík tilfelli komu upp í síðasta mánuði. Johan segir að í þessu tilfelli hafi verið um slys að ræða. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er í höndnum lögreglunnar á staðnum. Tengdar fréttir Talið er að pilturinn hafi orðið viðskila við vini sína sökum slæms veðurs Lögregla í Höfðaborg útilokar saknæmt athæfi vegna dauða íslensks pilts í hlíðum Table-fjalls í Suður-Afríku. 20. febrúar 2017 15:33 Íslenskur piltur fannst látinn í Suður-Afríku Fannst látinn á Table-fjalli í Cape Town í gær. 20. febrúar 2017 05:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Íslendingurinn sem fannst látinn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku er talinn hafa látist eftir að hafa fallið úr allmikilli hæð. Samkvæmt heimildum fréttatofu var maðurinn ásamt tveimur öðrum íslendingum á göngu á fjallinu en Table Mountain er um sexhundruð metra hátt og er vinsælt útivistarsvæði fyrir göngumenn og tekur ganga upp á topp fjallsins um tvær klukkustundir „Einn göngumannanna sagði vinum sínum að hann vildi snúa við og halda niður af fjallinu. Þeir komu sér saman um að hittast þegar þeir kæmu af fjallinu,“ sagði Johan Marais, talsmaður Wilderness Search and Rescue í Höfðaborg, í samtali við fréttastofu. Þegar þeir komu aftur niður var maðurinn ekki á þeim stað þar sem þeir ætluðu að hittast og óskuðu þeir því eftir aðstoð björgunarsveita. „Um kl. 23 vorum við beðnir um að svipast um eftir honum og þá voru menn kallaðir út til leitar í Platteklip-gljúfri.Líkið fannst svo fyrir utan göngustíginn því hann hafði fallið niður af útsýnisstað. Fallið var allmikið,“ sagði Marais. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis. Fjallið er einn fjölfarnasti ferðamannastaður borgarinnar en nýlega var fólk varað við ferðum á fjallið vegna ítrekaðra ránstilrauna eftir að átta slík tilfelli komu upp í síðasta mánuði. Johan segir að í þessu tilfelli hafi verið um slys að ræða. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er í höndnum lögreglunnar á staðnum.
Tengdar fréttir Talið er að pilturinn hafi orðið viðskila við vini sína sökum slæms veðurs Lögregla í Höfðaborg útilokar saknæmt athæfi vegna dauða íslensks pilts í hlíðum Table-fjalls í Suður-Afríku. 20. febrúar 2017 15:33 Íslenskur piltur fannst látinn í Suður-Afríku Fannst látinn á Table-fjalli í Cape Town í gær. 20. febrúar 2017 05:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Talið er að pilturinn hafi orðið viðskila við vini sína sökum slæms veðurs Lögregla í Höfðaborg útilokar saknæmt athæfi vegna dauða íslensks pilts í hlíðum Table-fjalls í Suður-Afríku. 20. febrúar 2017 15:33
Íslenskur piltur fannst látinn í Suður-Afríku Fannst látinn á Table-fjalli í Cape Town í gær. 20. febrúar 2017 05:45