Þingmenn breska þingsins ræða heimsókn Trump til landsins: „Maðurinn er rasisti og karlremba“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2017 22:11 Þingmenn breska þingsins voru flestir mjög andsnúnir komu Trump. Vísir/Getty Þingmenn neðri deildar breska þingsins biðu í röðum í dag til þess að komast í ræðustól, þar sem verið var að ræða heimboð Theresu May, forsætisráðherra landsins, til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flestir voru sammála um það að maðurinn væri „rasisti og karlremba.“ May bauð Trump í heimsókn þegar hún var stödd í Washington nýlega en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Trump mun sækja landið heim. Guardian greinir frá.Flestir þingmannanna voru sammála um það að bresk yfirvöld ættu ekki að bjóða forsetanum heim. Á meðan umræðurnar fóru fram söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókninni. Þingmenn báru forsetann saman við „uppstökkan krakka“ og margir efuðust um að forsetinn hefði háa greindarvísitölu. Þetta kom fram í umræðunum í dag sem tóku þrjár klukkustundir en þingið varð að ræða heimboð Trump, þar sem 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftarlista sem biðlaði til Theresu May, forsætisráðherra landsins um að afturkalla boð sitt til Trump. Samkvæmt hefðum innan breskrar stjórnsýslu þarf breska þingið að ræða málið þegar svo mikill fjöldi skrifar undir undirskriftalista þess efnis. Svo margir þingmenn vildu komast að í ræðustól þingsins, að takmarka þurfti ræðutíma hvers og eins við fimm mínútur. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að sér þætti erfitt að ákveða hvort sér finndist heimboðið vera frekar siðlaust eða heimskulegt. „Dæmið um undirlægjuháttinn sem við sýnum þessum manni, er sú stund þegar forsætisráðherrann lét mynda sig við að leiða forsetann. En að bjóða honum í heimsókn í nafni „sameiginlegra gilda,“ lætur mér verða óglatt. Nákvæmlega hvaða „sameiginlegu gildi“ er átt við?“ Aðrir þingmenn, þá sérstaklega úr röðum Íhaldsflokksins fóru sér hægar í gagnrýni á Trump. Þar á meðal var Adam Holloway, þingmaður fyrir Gravesham sýslu en hann sagði að þrátt fyrir að sér hefði þótt umrætt innflytjendabann Trump fáránlegt, „þá væri það afar upplífgandi“ að sjá stjórnmálamann standa við gefin loforð. Donald Trump Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Þingmenn neðri deildar breska þingsins biðu í röðum í dag til þess að komast í ræðustól, þar sem verið var að ræða heimboð Theresu May, forsætisráðherra landsins, til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flestir voru sammála um það að maðurinn væri „rasisti og karlremba.“ May bauð Trump í heimsókn þegar hún var stödd í Washington nýlega en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Trump mun sækja landið heim. Guardian greinir frá.Flestir þingmannanna voru sammála um það að bresk yfirvöld ættu ekki að bjóða forsetanum heim. Á meðan umræðurnar fóru fram söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókninni. Þingmenn báru forsetann saman við „uppstökkan krakka“ og margir efuðust um að forsetinn hefði háa greindarvísitölu. Þetta kom fram í umræðunum í dag sem tóku þrjár klukkustundir en þingið varð að ræða heimboð Trump, þar sem 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftarlista sem biðlaði til Theresu May, forsætisráðherra landsins um að afturkalla boð sitt til Trump. Samkvæmt hefðum innan breskrar stjórnsýslu þarf breska þingið að ræða málið þegar svo mikill fjöldi skrifar undir undirskriftalista þess efnis. Svo margir þingmenn vildu komast að í ræðustól þingsins, að takmarka þurfti ræðutíma hvers og eins við fimm mínútur. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að sér þætti erfitt að ákveða hvort sér finndist heimboðið vera frekar siðlaust eða heimskulegt. „Dæmið um undirlægjuháttinn sem við sýnum þessum manni, er sú stund þegar forsætisráðherrann lét mynda sig við að leiða forsetann. En að bjóða honum í heimsókn í nafni „sameiginlegra gilda,“ lætur mér verða óglatt. Nákvæmlega hvaða „sameiginlegu gildi“ er átt við?“ Aðrir þingmenn, þá sérstaklega úr röðum Íhaldsflokksins fóru sér hægar í gagnrýni á Trump. Þar á meðal var Adam Holloway, þingmaður fyrir Gravesham sýslu en hann sagði að þrátt fyrir að sér hefði þótt umrætt innflytjendabann Trump fáránlegt, „þá væri það afar upplífgandi“ að sjá stjórnmálamann standa við gefin loforð.
Donald Trump Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira