Mun hann halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 20:45 DeMarcus Cousins. Vísir/Getty Baldur Beck, NBA-sérfræðingur Stöð 2 Sport og maðurinn á bak við NBA Ísland, hefur eins og fleiri klórað sér í höfðinu yfir síðustu stóru leikmannaskiptunum í NBA-deildinni. Það að DeMarcus Cousins sé leiðinni frá Sacramento Kings til New Orleans Pelicans kom honum mikið á óvart eins og fleirum. Baldur skrifaði nokkur orð um vistaskipti DeMarcus Cousins í pistli á NBA Ísland síðunni sinni og það er skemmtilegur lestur eins og á við um fyrri pistla hans á síðunni. „Cousins er gallagripur, en hann er stórstjarna sem á að geta myndað eitt óárennilegasta sóknartvíeyki NBA deildarinnar með Anthony Davis og þó vissulega sé nokkur áhætta fólgin í því að fá til sín tímasprengju eins og Cousins, er það algjörlega áhættunnar virði af því félagið þurfti alls ekki að borga mikið fyrir hann,“ skrifar Baldur. DeMarcus Cousins hefur spilað í sjö tímabil í NBA-deildinni en Sacramento Kings hefur aldrei verið nálægt því að komast í úrslitakeppni. Baldur er með eina skýringu á því. „Eins hæfileikaríkur og hann er - og hann stenst fyllilega tölfræðisamanburð við nánast hvaða miðherja sem er í sögu NBA - þá er hann latur, geðveikur, eigingjarn og fullkomlega agalaus, en þessir skapgerðarbrestir eru einmitt akkúrat andstæða þess karakters sem stórstjarna/leiðtogi NBA liðs þarf að búa yfir. Ef við snúum þessu við til gamans, erum við komin með leikmann sem er duglegur, andlega sterkur, óeigingjarn, agaður og fórnfús. Og ef þetta eru ekki helstu kostirnir í skapgerð Tim Duncan, þá vitum við ekki hvað. Þarna sjáið þið, þetta er ekki flóknara,“ skrifar Baldur. San Antonio Spurs hefur alltaf komist í úrslitakeppni og er með fleiri sigra en töp á tuttugu tímabilum í röð. Þar hugsa menn um fyrst og fremst um liðið með frábærum árangri. Baldur býst við að DeMarcus Cousins sýni kannski á sér sparihliðarnar til að byrja með en hann er viss um að það verði þó bara í nokkra daga en svo: „Fer að halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni og agaleysi og strádrepur allan anda í búningsherberginu, skrifar Baldur. Sem NBA-áhugamaður þá er hann spenntur að sjá hvað gerist þótt ekki sé hann bjartsýnn. „Við vonum fyrst og fremst að verði gaman að horfa á New Orleans spila um hríð og að við fáum að njóta þess að fylgjast með tveimur af hæfileikaríkustu körfuboltamönnum heims í kring um sjö fetin fara á kostum kvöld eftir kvöld. Eða svona... þangað til Cousins springur í loft upp og gerir New Orleans að sama niðurdrepandi geðveikrahælinu og Sacramento hefur verið undanfarin ár,“ skrifar Baldur. Það er hægt að lesa allan pistilinn hans um vistaskipti DeMarcus Cousins með því að smella hér. NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Baldur Beck, NBA-sérfræðingur Stöð 2 Sport og maðurinn á bak við NBA Ísland, hefur eins og fleiri klórað sér í höfðinu yfir síðustu stóru leikmannaskiptunum í NBA-deildinni. Það að DeMarcus Cousins sé leiðinni frá Sacramento Kings til New Orleans Pelicans kom honum mikið á óvart eins og fleirum. Baldur skrifaði nokkur orð um vistaskipti DeMarcus Cousins í pistli á NBA Ísland síðunni sinni og það er skemmtilegur lestur eins og á við um fyrri pistla hans á síðunni. „Cousins er gallagripur, en hann er stórstjarna sem á að geta myndað eitt óárennilegasta sóknartvíeyki NBA deildarinnar með Anthony Davis og þó vissulega sé nokkur áhætta fólgin í því að fá til sín tímasprengju eins og Cousins, er það algjörlega áhættunnar virði af því félagið þurfti alls ekki að borga mikið fyrir hann,“ skrifar Baldur. DeMarcus Cousins hefur spilað í sjö tímabil í NBA-deildinni en Sacramento Kings hefur aldrei verið nálægt því að komast í úrslitakeppni. Baldur er með eina skýringu á því. „Eins hæfileikaríkur og hann er - og hann stenst fyllilega tölfræðisamanburð við nánast hvaða miðherja sem er í sögu NBA - þá er hann latur, geðveikur, eigingjarn og fullkomlega agalaus, en þessir skapgerðarbrestir eru einmitt akkúrat andstæða þess karakters sem stórstjarna/leiðtogi NBA liðs þarf að búa yfir. Ef við snúum þessu við til gamans, erum við komin með leikmann sem er duglegur, andlega sterkur, óeigingjarn, agaður og fórnfús. Og ef þetta eru ekki helstu kostirnir í skapgerð Tim Duncan, þá vitum við ekki hvað. Þarna sjáið þið, þetta er ekki flóknara,“ skrifar Baldur. San Antonio Spurs hefur alltaf komist í úrslitakeppni og er með fleiri sigra en töp á tuttugu tímabilum í röð. Þar hugsa menn um fyrst og fremst um liðið með frábærum árangri. Baldur býst við að DeMarcus Cousins sýni kannski á sér sparihliðarnar til að byrja með en hann er viss um að það verði þó bara í nokkra daga en svo: „Fer að halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni og agaleysi og strádrepur allan anda í búningsherberginu, skrifar Baldur. Sem NBA-áhugamaður þá er hann spenntur að sjá hvað gerist þótt ekki sé hann bjartsýnn. „Við vonum fyrst og fremst að verði gaman að horfa á New Orleans spila um hríð og að við fáum að njóta þess að fylgjast með tveimur af hæfileikaríkustu körfuboltamönnum heims í kring um sjö fetin fara á kostum kvöld eftir kvöld. Eða svona... þangað til Cousins springur í loft upp og gerir New Orleans að sama niðurdrepandi geðveikrahælinu og Sacramento hefur verið undanfarin ár,“ skrifar Baldur. Það er hægt að lesa allan pistilinn hans um vistaskipti DeMarcus Cousins með því að smella hér.
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira