Ísland og loftslagsmál – staðan núna og framtíðarsýn Björt Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun