Erlent

Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað

atli ísleifsson skrifar
Talsvert er fjallað um orðræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta í skýrslunni.
Talsvert er fjallað um orðræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta í skýrslunni. Vísir/AFP
Stjórnmálamenn sem beita hatursorðræðu og ala á sundurlyndi gera heiminn að hættulegri stað. Þetta er fullyrt í nýrri ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fær mikið pláss í skýrslunni en hann er tekinn sem dæmi um stjórnarmálamann sem notar hræðsluáróður í orðræðu sinni þar sam alið er á tortryggni og reiði í garð þeirra sem eru annarrar trúar eða af öðru þjóðerni.

Aðrir þjóðarleiðtogar, í Tyrklandi, Ungverjalandi og á Filippseyjum eru einnig teknir fyrir í skýrslunni.

Skýrsluhöfundar segja að síðasta ár hafi verið merkilegt fyrir þær sakir að þá hafi uppgangur pópulismans hafist fyrir alvöru. Og um leið og menn á borð við ofangreinda komist til valda, aukist hatursglæpir þar sem skotmörkin eru fólk af öðru þjóðerni eða annarrar trúar.

Þá er einnig bent á að uppgangur slíkra afla valdi því að það sem áður taldist óásættanlegt eru nú talið í lagi. Þannig gefi áberandi stjórnmálamenn þannig orðræðu ákveðið gildi sem valdi því að fleiri tileinki sér hana í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×