Svanhildur Konráðsdóttir nýr forstjóri Hörpu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 11:50 Svanhildur Konráðsdóttir er nýr forstjóri Hörpu. VÍSIR/VALLI Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu þann 1. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu en þar segir jafnframt að Svanhildur hafi yfir tuttugu ára farsæla reynslu af stjórnunarstörfum á vettvangi menningar, lista og ferðamála. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða laun Svanhildar 1,3 milljónir á mánuði. „Síðastliðin ár hefur hún starfað sem sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, en sviðið ber ábyrgð á allri aðkomu borgarinnar að menningu, listum og ferðamálum, þ.m.t. rekstri menningarstofnana borgarinnar auk Höfuðborgarstofu. Svanhildur leiddi m.a. stofnun Höfuðborgarstofu og síðar Menningar- og ferðamálasviðs, átti frumkvæði að stofnun Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík (Meet in Reykjavík) og hefur jafnframt gegnt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi menningar og ferðamála. Svanhildur hefur allt frá árinu 2004 komið að undirbúningi tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, fyrst sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í Austurhöfn ehf, og síðar í félögum sem sáu um byggingu og undirbúning rekstrar Hörpu. Frá árinu 2012 hefur Svanhildur setið í stjórn Hörpu ohf. Starf forstjóra Hörpu var auglýst laust til umsóknar 7. janúar sl. í kjölfar þess að Halldór Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá 2012, sagði upp störfum og tók að sér verkefni erlendis. Svanhildur sagði sig frá öllu því sem sneri að ráðningu nýs forstjóra áður en starfið varð auglýst.“ Alls sóttu 38 manns um starfið. Vísir óskaði eftir að fá lista yfir umsækjendur en því var hafnað. Samkvæmt lista fjármálaráðuneytisins er Harpa undanskilin upplýsingalögum. Í tilkynningunni segir að það hafi verið „samdóma álit ráðgjafa og stjórnar að Svanhildur hefði yfirburða þekkingu og reynslu sem myndi nýtast vel í starfi forstjóra Hörpu og að hún uppfyllti best umsækjenda skilyrði auglýsingarinnar.“ „Hjartað hefur lengi slegið fyrir Hörpu og ég er svo lánsöm að hafa tengst verkefninu nánast frá upphafi,“ er haft eftir Svanhildi í tilkynningu. „Harpa hefur markað vatnaskil í menningarlífi og ferðaþjónustu á Íslandi og árangurinn til þessa er um margt afar góður enda býr húsið að einstaklega góðu starfsfólki og er heimili lykilstofnana í íslensku tónlistarlífi. Húsið er þjóðarinnar – ótrúlega fjölsótt og fullt af lífi, glæsilegt auðkennismerki Reykjavíkur og segull sem vekur athygli víða um heim. Ég þekki nokkuð vel þau viðfangsefni sem snerta Hörpu og þar með einnig þær áskoranir sem við hefur verið að etja í rekstrinum. Þeim þarf að mæta af ábyrgð og festu á næstu misserum svo tryggja megi húsinu traustan og heilbrigðan rekstrargrundvöll til framtíðar. Að fá að leiða reksturinn og starfið í Hörpu er því mikil áskorun og draumaverkefni fyrir hvern þann stjórnanda sem vill vinna að samfélagslega mikilvægu og rekstrarlega krefjandi verkefni. Ég hlakka því mikið til að fá að helga mig Hörpu og er þakklát fyrir að vera treyst fyrir verkefninu.“ Svanhildur tekur við starfinu af Halldóri Guðmundssyni sem verið hefur forstjóri Hörpu frá því hún opnaði árið 2011. Tengdar fréttir Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu verða 1,3 milljónir Nýr forstjóri tekur við þann 1. mars næstkomandi þegar Halldór Guðmundsson lætur af störfum. 21. febrúar 2017 20:37 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu þann 1. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu en þar segir jafnframt að Svanhildur hafi yfir tuttugu ára farsæla reynslu af stjórnunarstörfum á vettvangi menningar, lista og ferðamála. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða laun Svanhildar 1,3 milljónir á mánuði. „Síðastliðin ár hefur hún starfað sem sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, en sviðið ber ábyrgð á allri aðkomu borgarinnar að menningu, listum og ferðamálum, þ.m.t. rekstri menningarstofnana borgarinnar auk Höfuðborgarstofu. Svanhildur leiddi m.a. stofnun Höfuðborgarstofu og síðar Menningar- og ferðamálasviðs, átti frumkvæði að stofnun Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík (Meet in Reykjavík) og hefur jafnframt gegnt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi menningar og ferðamála. Svanhildur hefur allt frá árinu 2004 komið að undirbúningi tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, fyrst sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í Austurhöfn ehf, og síðar í félögum sem sáu um byggingu og undirbúning rekstrar Hörpu. Frá árinu 2012 hefur Svanhildur setið í stjórn Hörpu ohf. Starf forstjóra Hörpu var auglýst laust til umsóknar 7. janúar sl. í kjölfar þess að Halldór Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá 2012, sagði upp störfum og tók að sér verkefni erlendis. Svanhildur sagði sig frá öllu því sem sneri að ráðningu nýs forstjóra áður en starfið varð auglýst.“ Alls sóttu 38 manns um starfið. Vísir óskaði eftir að fá lista yfir umsækjendur en því var hafnað. Samkvæmt lista fjármálaráðuneytisins er Harpa undanskilin upplýsingalögum. Í tilkynningunni segir að það hafi verið „samdóma álit ráðgjafa og stjórnar að Svanhildur hefði yfirburða þekkingu og reynslu sem myndi nýtast vel í starfi forstjóra Hörpu og að hún uppfyllti best umsækjenda skilyrði auglýsingarinnar.“ „Hjartað hefur lengi slegið fyrir Hörpu og ég er svo lánsöm að hafa tengst verkefninu nánast frá upphafi,“ er haft eftir Svanhildi í tilkynningu. „Harpa hefur markað vatnaskil í menningarlífi og ferðaþjónustu á Íslandi og árangurinn til þessa er um margt afar góður enda býr húsið að einstaklega góðu starfsfólki og er heimili lykilstofnana í íslensku tónlistarlífi. Húsið er þjóðarinnar – ótrúlega fjölsótt og fullt af lífi, glæsilegt auðkennismerki Reykjavíkur og segull sem vekur athygli víða um heim. Ég þekki nokkuð vel þau viðfangsefni sem snerta Hörpu og þar með einnig þær áskoranir sem við hefur verið að etja í rekstrinum. Þeim þarf að mæta af ábyrgð og festu á næstu misserum svo tryggja megi húsinu traustan og heilbrigðan rekstrargrundvöll til framtíðar. Að fá að leiða reksturinn og starfið í Hörpu er því mikil áskorun og draumaverkefni fyrir hvern þann stjórnanda sem vill vinna að samfélagslega mikilvægu og rekstrarlega krefjandi verkefni. Ég hlakka því mikið til að fá að helga mig Hörpu og er þakklát fyrir að vera treyst fyrir verkefninu.“ Svanhildur tekur við starfinu af Halldóri Guðmundssyni sem verið hefur forstjóri Hörpu frá því hún opnaði árið 2011.
Tengdar fréttir Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu verða 1,3 milljónir Nýr forstjóri tekur við þann 1. mars næstkomandi þegar Halldór Guðmundsson lætur af störfum. 21. febrúar 2017 20:37 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu verða 1,3 milljónir Nýr forstjóri tekur við þann 1. mars næstkomandi þegar Halldór Guðmundsson lætur af störfum. 21. febrúar 2017 20:37