Vill draumaúrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem spila í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Talið frá vinstri: Solveig Lára Kjærnested frá Stjörnunni, María Karlsdóttir frá Haukum, Margrét Katrín Jónsdóttir frá Selfossi og Steinunn Björnsdóttir frá Fram. vísir/anton Handboltahátíðin í Höllinni um helgina hefst í kvöld þegar fara fram undanúrslitaleikirnir í Coca Cola bikar kvenna. Fyrst taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Selfossi klukkan 17.15 en klukkan 19.30 mætast síðan Haukar og Fram. Hrafnhildur Skúladóttir varð bikarmeistari þrjú ár í röð frá 2012 til 2014 og lék alls fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 2010 til 2014. Hrafnhildur þjálfar nú ÍBV-liðið og þekkir vel til liðanna fjögurra sem mætast í kvöld.Eiga að njóta og hafa gaman „Stelpurnar eiga bara að njóta þess að fá að spila svona leiki, hafa gaman og berjast eins og enginn sé morgundagurinn. Það er hrikalega skemmtilegt að spila svona leiki og þetta er mjög skemmtileg helgi,“ segir Hrafnhildur. „Þetta verða hörkuleikir báðir leikirnir og brjáluð barátta. Ég held að það verði lítið skorað í þessum leikjum því það er yfirleitt þannig í Höllinni. Varnarleikurinn verður alltaf mikið betri en oft áður. Spennustigið er líka hátt og þetta verða þannig leikir,“ segir Hrafnhildur. Stjörnukonur unnu bikarinn í fyrra eftir 20-16 sigur á Gróttu í úrslitaleiknum.Hafa unnið sjö leiki í röð Stjarnan mætir liði Selfoss í undanúrslitunum í ár en Selfossliðið er fimm sætum og 19 stigum neðar í töflunni. Stjörnukonur eru líka búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og hafa ekki tapað síðan í nóvember. „Stjarnan er ótrúlega vel sett í þessum leik bara út af reynslu. Þær eru búnar að vera lengi með sama lið og bara búnar að styrkja sig miðað við síðustu ár. Þarna er bara lið sem er búið að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fjögur síðustu ár,“ segir Hrafnhildur en hún talar samt vel um Selfossliðið. „Ég var að spila við Selfoss um daginn og mér fannst þær spila frábærlega fyrir utan að þær hrynja síðustu tólf mínúturnar. Annars eru þær komnar með rosalega flott lið og eru líka búnar að sýna mjög stöðuga og góða markvörslu undanfarið sem skiptir rosalega miklu máli. Þær eru svo sem til alls líklegar og geta alveg unnið. Ég held bara að reynslan sé að fara að vega of mikið þarna,“ segir Hrafnhildur.Allt annað Haukalið Fyrirfram á seinni leikurinn að vera meira spennandi ekki síst þar sem Haukaliðið í dag er allt annað lið en tapaði sex af sjö leikjum sínum frá október fram í janúar. Liðið er búið að endurheimta Ramune Pekarskyte sem hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum. Haukakonur unnu þriggja marka sigur á Fram á dögunum og misstu síðan frá sér góða stöðu á móti Stjörnunni um síðustu helgi. Þær hafa því sýnt að þær gefa efstu liðum Olís-deildarinnar ekkert eftir. Haukakonur hafa tapað í undanúrslitum þrjú undanfarin ár en Framkonur eru aftur á móti loksins komnar í Höllina eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég spái því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn því þetta eru bestu liðin, bæði með reynslumikla leikmenn og eru bæði búin að vera langstöðugustu liðin í vetur,“ segir Hrafnhildur sem er viss um að tapið á móti Haukum hjálpi Framliðinu í þessum leik sem og að hafa tapað úti í Eyjum í leiknum á undan.Höfðu gott að því að tapa „Þær höfðu bara gott að því að tapa þessum leikjum. Maður þarf stundum að fá spark í rassinn til að halda áfram. „Þær voru að vinna Gróttu með tíu mörkum og hafa greinilega átt mjög góðan leik þar. Þær verða alltaf tilbúnar í þetta og svo töpuðu þær fyrir Haukum um daginn og ég held að þær séu ekki að gera það aftur,“ segir Hrafnhildur. Stjarnan og Fram eru bæði með 27 stig og 13 sigra í Olís-deildinni í vetur og það munar aðeins einu marki í nettó markatölu. Það er því ekkert skrýtið að Hrafnhildur sé spennt fyrir mögulegum úrslitaleik milli þessara liða.Hnífjafnir leikir „Mér finnst Fram og Stjarnan vera klárlega með bestu liðin í dag. Það væri draumaúrslitaleikur því leikirnir á milli þeirra eru búnir að vera hnífjafnir og verða það áfram. Það væri geðveikur úrslitaleikur,“ segir Hrafnhildur. Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Sjá meira
Handboltahátíðin í Höllinni um helgina hefst í kvöld þegar fara fram undanúrslitaleikirnir í Coca Cola bikar kvenna. Fyrst taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Selfossi klukkan 17.15 en klukkan 19.30 mætast síðan Haukar og Fram. Hrafnhildur Skúladóttir varð bikarmeistari þrjú ár í röð frá 2012 til 2014 og lék alls fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 2010 til 2014. Hrafnhildur þjálfar nú ÍBV-liðið og þekkir vel til liðanna fjögurra sem mætast í kvöld.Eiga að njóta og hafa gaman „Stelpurnar eiga bara að njóta þess að fá að spila svona leiki, hafa gaman og berjast eins og enginn sé morgundagurinn. Það er hrikalega skemmtilegt að spila svona leiki og þetta er mjög skemmtileg helgi,“ segir Hrafnhildur. „Þetta verða hörkuleikir báðir leikirnir og brjáluð barátta. Ég held að það verði lítið skorað í þessum leikjum því það er yfirleitt þannig í Höllinni. Varnarleikurinn verður alltaf mikið betri en oft áður. Spennustigið er líka hátt og þetta verða þannig leikir,“ segir Hrafnhildur. Stjörnukonur unnu bikarinn í fyrra eftir 20-16 sigur á Gróttu í úrslitaleiknum.Hafa unnið sjö leiki í röð Stjarnan mætir liði Selfoss í undanúrslitunum í ár en Selfossliðið er fimm sætum og 19 stigum neðar í töflunni. Stjörnukonur eru líka búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og hafa ekki tapað síðan í nóvember. „Stjarnan er ótrúlega vel sett í þessum leik bara út af reynslu. Þær eru búnar að vera lengi með sama lið og bara búnar að styrkja sig miðað við síðustu ár. Þarna er bara lið sem er búið að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fjögur síðustu ár,“ segir Hrafnhildur en hún talar samt vel um Selfossliðið. „Ég var að spila við Selfoss um daginn og mér fannst þær spila frábærlega fyrir utan að þær hrynja síðustu tólf mínúturnar. Annars eru þær komnar með rosalega flott lið og eru líka búnar að sýna mjög stöðuga og góða markvörslu undanfarið sem skiptir rosalega miklu máli. Þær eru svo sem til alls líklegar og geta alveg unnið. Ég held bara að reynslan sé að fara að vega of mikið þarna,“ segir Hrafnhildur.Allt annað Haukalið Fyrirfram á seinni leikurinn að vera meira spennandi ekki síst þar sem Haukaliðið í dag er allt annað lið en tapaði sex af sjö leikjum sínum frá október fram í janúar. Liðið er búið að endurheimta Ramune Pekarskyte sem hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum. Haukakonur unnu þriggja marka sigur á Fram á dögunum og misstu síðan frá sér góða stöðu á móti Stjörnunni um síðustu helgi. Þær hafa því sýnt að þær gefa efstu liðum Olís-deildarinnar ekkert eftir. Haukakonur hafa tapað í undanúrslitum þrjú undanfarin ár en Framkonur eru aftur á móti loksins komnar í Höllina eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég spái því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn því þetta eru bestu liðin, bæði með reynslumikla leikmenn og eru bæði búin að vera langstöðugustu liðin í vetur,“ segir Hrafnhildur sem er viss um að tapið á móti Haukum hjálpi Framliðinu í þessum leik sem og að hafa tapað úti í Eyjum í leiknum á undan.Höfðu gott að því að tapa „Þær höfðu bara gott að því að tapa þessum leikjum. Maður þarf stundum að fá spark í rassinn til að halda áfram. „Þær voru að vinna Gróttu með tíu mörkum og hafa greinilega átt mjög góðan leik þar. Þær verða alltaf tilbúnar í þetta og svo töpuðu þær fyrir Haukum um daginn og ég held að þær séu ekki að gera það aftur,“ segir Hrafnhildur. Stjarnan og Fram eru bæði með 27 stig og 13 sigra í Olís-deildinni í vetur og það munar aðeins einu marki í nettó markatölu. Það er því ekkert skrýtið að Hrafnhildur sé spennt fyrir mögulegum úrslitaleik milli þessara liða.Hnífjafnir leikir „Mér finnst Fram og Stjarnan vera klárlega með bestu liðin í dag. Það væri draumaúrslitaleikur því leikirnir á milli þeirra eru búnir að vera hnífjafnir og verða það áfram. Það væri geðveikur úrslitaleikur,“ segir Hrafnhildur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Sjá meira