"Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 13:45 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, og Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss, með bikarinn sem er í boði um helgina. vísir/anton brink Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Fyrri leikurinn hefst klukkan 17.15 en þar eigast við Stjarnan og Selfoss. Gengi liðanna á tímabilinu hefur verið heldur betur misjafnt. Stjarnan berst um efsta sæti Olís-deildarinnar við Fram á meðan Selfoss hefur ollið miklum vonbrigðum eftir uppbyggingu síðustu ára og er í næsta neðsta sæti. Stjarnan er mikið bikarlið, bæði í kvenna- og karlaflokki, eins og sást í fyrra þegar Garðabæjarstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu Gróttu í úrslitum sem átti ekki að vera hægt. „Bikarlið er það er sem við viljum vera og höfum verið að berjast um marga titla síðustu ár. Loksins í fyrra náðum við honum og það gerir ekkert annað en að hjálpa okkur í ár,“ segir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar. „Reynsla hjálpar alltaf til. Ungu stelpurnar hjá okkur fengu að upplifa hversu skemmtilegt þetta er í fyrra. Það er alveg einstök stund að vera í Höllinni og lyfta bikar fyrir framan fjölskyldu og vini og alla stúkuna. Þetta er tilfinning sem við viljum allar upplifa aftur og munum gera allt til þess að það verði að veruleika,“ segir Sólveig Lára.Þrátt fyrir að vera Davíð í viðureign morgundagsins eru stúlkurnar í Selfossi brattar. Þær eru búnar að tapa þrisvar sinnum fyrir Stjörnunni í deildinni í vetur en síðast þegar liðin mættust 11. febrúar munaði aðeins þremur mörkum á liðunum. „Við getum verið stórhættulegar þegar við erum upp á okkar besta þannig að þetta verður hörkuleikur á fimmtudaginn og við erum tilbúnar,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss. „Eins og hefur sést í deildinni erum við bara að tapa með einu til tveimur mörkum. Þetta eru bara smáatriðin þannig ef við lögum þau þá vinnum við leikinn.“ Mikil stemning er á Selfossi fyrir leiknum enda í fyrsta sinn sem Selfyssingar mæta í Höllina í kvennaflokki. Búist er við miklum fjölda áhorfenda úr mjólkurbænum. „Við erum búnar að safna öllum á Selfossi til að koma og styðja við bakið á okkur. Það verður bara Selfoss í stúkunni. Við höfum engar áhyggjur af þessu þó þetta sé nýtt fyrir okkur og flesta í liðinu,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Fyrri leikurinn hefst klukkan 17.15 en þar eigast við Stjarnan og Selfoss. Gengi liðanna á tímabilinu hefur verið heldur betur misjafnt. Stjarnan berst um efsta sæti Olís-deildarinnar við Fram á meðan Selfoss hefur ollið miklum vonbrigðum eftir uppbyggingu síðustu ára og er í næsta neðsta sæti. Stjarnan er mikið bikarlið, bæði í kvenna- og karlaflokki, eins og sást í fyrra þegar Garðabæjarstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu Gróttu í úrslitum sem átti ekki að vera hægt. „Bikarlið er það er sem við viljum vera og höfum verið að berjast um marga titla síðustu ár. Loksins í fyrra náðum við honum og það gerir ekkert annað en að hjálpa okkur í ár,“ segir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar. „Reynsla hjálpar alltaf til. Ungu stelpurnar hjá okkur fengu að upplifa hversu skemmtilegt þetta er í fyrra. Það er alveg einstök stund að vera í Höllinni og lyfta bikar fyrir framan fjölskyldu og vini og alla stúkuna. Þetta er tilfinning sem við viljum allar upplifa aftur og munum gera allt til þess að það verði að veruleika,“ segir Sólveig Lára.Þrátt fyrir að vera Davíð í viðureign morgundagsins eru stúlkurnar í Selfossi brattar. Þær eru búnar að tapa þrisvar sinnum fyrir Stjörnunni í deildinni í vetur en síðast þegar liðin mættust 11. febrúar munaði aðeins þremur mörkum á liðunum. „Við getum verið stórhættulegar þegar við erum upp á okkar besta þannig að þetta verður hörkuleikur á fimmtudaginn og við erum tilbúnar,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss. „Eins og hefur sést í deildinni erum við bara að tapa með einu til tveimur mörkum. Þetta eru bara smáatriðin þannig ef við lögum þau þá vinnum við leikinn.“ Mikil stemning er á Selfossi fyrir leiknum enda í fyrsta sinn sem Selfyssingar mæta í Höllina í kvennaflokki. Búist er við miklum fjölda áhorfenda úr mjólkurbænum. „Við erum búnar að safna öllum á Selfossi til að koma og styðja við bakið á okkur. Það verður bara Selfoss í stúkunni. Við höfum engar áhyggjur af þessu þó þetta sé nýtt fyrir okkur og flesta í liðinu,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira