Skipverjinn ekki verið yfirheyrður í rúma viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 14:52 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi var leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn í liðinni viku. Vísir/GVA Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur ekkert verið yfirheyrður frá því á miðvikudaginn í seinustu viku. Þetta segir Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, í samtali við Vísi. Aðspurður hvers vegna maðurinn hefur ekki verið yfirheyrður segir hann lögregluna ekki hafa talið þörf á því. Þá segir hann ekkert hafa verið ákveðið varðandi það hvenær maðurinn verði næst yfirheyrður en hann var á fimmtudaginn í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Maðurinn hefur nú alls verið í varðhaldi og einangrun í fimm vikur vegna málsins en auk hans er kollegi hans af Polar Nanoq einnig með réttarstöðu sakbornings. Hann var í haldi í tvær vikur en var svo látinn laus. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Að sögn Einars bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr fleiri lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en niðurstöður komu fyrr í þessari viku úr nokkrum þeirra. Lögreglan hefur hins vegar ekkert viljað tjá sig um hvað niðurstöðurnar sýna. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaskýrslu krufningar sem gerð var á líki Birnu en gert er ráð fyrir því að rannsókn ljúki eftir um þrjár vikur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur ekkert verið yfirheyrður frá því á miðvikudaginn í seinustu viku. Þetta segir Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, í samtali við Vísi. Aðspurður hvers vegna maðurinn hefur ekki verið yfirheyrður segir hann lögregluna ekki hafa talið þörf á því. Þá segir hann ekkert hafa verið ákveðið varðandi það hvenær maðurinn verði næst yfirheyrður en hann var á fimmtudaginn í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Maðurinn hefur nú alls verið í varðhaldi og einangrun í fimm vikur vegna málsins en auk hans er kollegi hans af Polar Nanoq einnig með réttarstöðu sakbornings. Hann var í haldi í tvær vikur en var svo látinn laus. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Að sögn Einars bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr fleiri lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en niðurstöður komu fyrr í þessari viku úr nokkrum þeirra. Lögreglan hefur hins vegar ekkert viljað tjá sig um hvað niðurstöðurnar sýna. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaskýrslu krufningar sem gerð var á líki Birnu en gert er ráð fyrir því að rannsókn ljúki eftir um þrjár vikur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20
Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34