Erlent

Steve Bannon fagnar fæðingu nýrrar stjórnmálahreyfingar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Steve Bannon, er aðalráðgjafi Donald Trump.
Steve Bannon, er aðalráðgjafi Donald Trump. Nordicphotos/AFP
Aðalráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Steve Bannon, fagnar því sem hann kallar „nýja stjórnmálahreyfingu,“ sem hann segir að sigur Donald Trump hafi leyst úr læðingi. Bannon lét orðin falla á ráðstefnu íhaldsmanna í dag. BBC greinir frá.

Á ráðstefnunni lofaði Bannon því að færa saman þá sem hefðu „fjölbreyttar og stundum ólíkar skoðanir,“ til stuðnings „efnahagslegri þjóðernishyggju.“

„Við erum þjóð með okkar menningu og tilgang í tilverunni.“

Hann tók það skírt fram að forsetinn hefði heitið því að fylgja eftir þeirri stefnu sem Bannon talar fyrir.

Sjá einnig: Úr gullsölu i World of Warcraft í Hvíta húsið

„Ég hef sagt það áður, að það er ný stjórnmálahreyfing að fæðast vegna þessa. Og hún er enn að fæðast.“

Þá hélt Bannon áfram árásum á fjölmiðla, sem hann hefur áður sagt, að séu hluti af stjórnarandstöðunni í Bandaríkjunum. Þar sagði hann að flestir fjölmiðlar gengju erinda alþjóðlegra stórfyrirtækja.

Ásamt Bannon, kom Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins og Kellyanne Conway, ráðgjafi, einnig fram á ráðstefnunni. Vangaveltur hafa verið uppi um það hvort að valdabarátta sé uppi innan Hvíta hússins, þar sem þau þrjú eru talin berjast fyrir hygli forsetans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×