Fjörðurinn mun flytja í Höllina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 06:00 Veisla dagsins hefst klukkan 17.15 er Valur og FH mætast. Klukkan 19.30 er síðan komið að leik Hauka og Aftureldingar. Það hefur aldrei gerst áður að Hafnarfjarðarliðin leiki til úrslita í bikarkeppninni og margir Hafnfirðingar bera þá von í brjósti að nú sé loksins komið að því. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að spá í spilin en hann á von á tveimur mjög jöfnum leikjum.Tvö heitustu liðin „Valur og FH eru svona tvö heitustu liðin í augnablikinu. Valsararnir hafa verið fjári öflugir og verið að spila mjög vel. Þeir voru líka að gera það gott í Evrópukeppninni. Það sama á við um FH sem er líklega besta liðið í dag,“ segir Einar um fyrri leik dagsins. „Þetta verður hörkuleikur og ég held að FH taki þetta á endanum. Ég held að Evrópukeppnin muni sitja aðeins í Völsurunum. Óskar Bjarni [þjálfari Vals] og Hlynur [markvörður Vals] fara samt einhvern veginn alltaf í Höllina og það er iðulega góð bikarstemning yfir þessu hjá Valsmönnum sem eiga titil að verja.“Þreytan skiptir máli Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og fóru í nokkuð erfitt ferðalag. Þegar til kastanna kemur óttast Einar að það muni koma liðinu um koll. „FH-liðið er mjög öflugt að refsa. Ef Valsliðið nær ekki að spila mjög skipulagðan og agaðan sóknarleik, eru kannski þreyttir og missa einbeitinguna þá mun FH refsa með þremur til fjórum mörkum. Það held ég að muni ríða baggamuninn þegar upp verður staðið. Þetta verður fjórði leikur liðsins á níu dögum plús ferðalag. Þetta verður því erfitt fyrir þá. Valsmenn eru samt flottir og gætu alveg klárað þetta þó svo ég spái FH sigri.“Afturelding hefur hikstað Liðin í undanúrslitunum eru fjögur efstu lið Olís-deildarinnar og í seinni leik dagsins mætast topplið Hauka og Afturelding sem er í öðru sæti deildarinnar. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik. Afturelding hefur verið að hiksta eftir áramót og hafa gefið svolítið eftir. Þeir gerðu það líka í lok síðasta árs. Þeir eru í smá vandræðum. Þeir eru að fá inn leikmenn og svo er óvissa með aðra. Þetta er held ég óþægilegt ástand hjá þeim,“ segir Stjörnuþjálfarinn en Haukar hafa líka verið í smá púsluspili þar sem þeir misstu Janus Daða Smárason til Danmerkur. „Það var auðvitað mikill missir fyrir þá en svo verða þeir samt hægt og rólega betri. Þeir hafa mikla reynslu í svona aðstæðum og þjálfara sem þekkir þetta allt líka. Það er því ansi mikið með þeim að þessu sinni og ég held að þeir klári þennan leik. Haukarnir munu þó þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“Frábært að fá Hafnarfjarðarslag Reynist Einar sannspár þá verður loksins Hafnarfjarðarslagur í úrslitunum og má búast við mikilli stemningu og látum í Höllinni gangi það eftir. „Þetta eru að mínu mati tvö bestu liðin í dag. Það væri frábært að fá þennan leik. Að flytja Fjörðinn í Höllina. Það verður rosalegur úrslitaleikur og ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði vel heppnuð handboltahelgi.“ Olís-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Veisla dagsins hefst klukkan 17.15 er Valur og FH mætast. Klukkan 19.30 er síðan komið að leik Hauka og Aftureldingar. Það hefur aldrei gerst áður að Hafnarfjarðarliðin leiki til úrslita í bikarkeppninni og margir Hafnfirðingar bera þá von í brjósti að nú sé loksins komið að því. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að spá í spilin en hann á von á tveimur mjög jöfnum leikjum.Tvö heitustu liðin „Valur og FH eru svona tvö heitustu liðin í augnablikinu. Valsararnir hafa verið fjári öflugir og verið að spila mjög vel. Þeir voru líka að gera það gott í Evrópukeppninni. Það sama á við um FH sem er líklega besta liðið í dag,“ segir Einar um fyrri leik dagsins. „Þetta verður hörkuleikur og ég held að FH taki þetta á endanum. Ég held að Evrópukeppnin muni sitja aðeins í Völsurunum. Óskar Bjarni [þjálfari Vals] og Hlynur [markvörður Vals] fara samt einhvern veginn alltaf í Höllina og það er iðulega góð bikarstemning yfir þessu hjá Valsmönnum sem eiga titil að verja.“Þreytan skiptir máli Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og fóru í nokkuð erfitt ferðalag. Þegar til kastanna kemur óttast Einar að það muni koma liðinu um koll. „FH-liðið er mjög öflugt að refsa. Ef Valsliðið nær ekki að spila mjög skipulagðan og agaðan sóknarleik, eru kannski þreyttir og missa einbeitinguna þá mun FH refsa með þremur til fjórum mörkum. Það held ég að muni ríða baggamuninn þegar upp verður staðið. Þetta verður fjórði leikur liðsins á níu dögum plús ferðalag. Þetta verður því erfitt fyrir þá. Valsmenn eru samt flottir og gætu alveg klárað þetta þó svo ég spái FH sigri.“Afturelding hefur hikstað Liðin í undanúrslitunum eru fjögur efstu lið Olís-deildarinnar og í seinni leik dagsins mætast topplið Hauka og Afturelding sem er í öðru sæti deildarinnar. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik. Afturelding hefur verið að hiksta eftir áramót og hafa gefið svolítið eftir. Þeir gerðu það líka í lok síðasta árs. Þeir eru í smá vandræðum. Þeir eru að fá inn leikmenn og svo er óvissa með aðra. Þetta er held ég óþægilegt ástand hjá þeim,“ segir Stjörnuþjálfarinn en Haukar hafa líka verið í smá púsluspili þar sem þeir misstu Janus Daða Smárason til Danmerkur. „Það var auðvitað mikill missir fyrir þá en svo verða þeir samt hægt og rólega betri. Þeir hafa mikla reynslu í svona aðstæðum og þjálfara sem þekkir þetta allt líka. Það er því ansi mikið með þeim að þessu sinni og ég held að þeir klári þennan leik. Haukarnir munu þó þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“Frábært að fá Hafnarfjarðarslag Reynist Einar sannspár þá verður loksins Hafnarfjarðarslagur í úrslitunum og má búast við mikilli stemningu og látum í Höllinni gangi það eftir. „Þetta eru að mínu mati tvö bestu liðin í dag. Það væri frábært að fá þennan leik. Að flytja Fjörðinn í Höllina. Það verður rosalegur úrslitaleikur og ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði vel heppnuð handboltahelgi.“
Olís-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira