Með betlistafinn Stjórnarmaðurinn skrifar 26. febrúar 2017 11:00 Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira