Skotsilfur Markaðarins: Ari Edwald með augun á formannsstól SA 24. febrúar 2017 15:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þykir hafa komist vel frá sinni fyrstu alvöru prófraun í starfi eða sjómannaverkfallinu. Útgerðin hafi náð í gegn flestu af því sem lagt var upp með. Óánægja sjómanna með niðurstöðuna hafi birst í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana þar sem mjótt var á mununum. Sigur útgerðarinnar hafi kristallast í léttum Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem aðstoðaði við að leysa landfestar á skipum fyrirtækisins daginn eftir að samið var og rétt áður en hann brá sér í viðtal á RÚV.Vill taka við af Björgólfi Búist er við því að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) verði kjörinn á aðalfundi samtakanna í lok næsta mánaðar. Björgólfur Jóhannsson, sem hefur gegnt því embætti í fjögur ár, hefur sjálfur sagt að hann sé enn undir feldi en flestir reikna engu að síður með að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group. Sagt er að Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, hafi mikinn hug á því að verða eftirmaður Björgólfs sem formaður samtakanna.Krefjandi stjórnarsetaSigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), settust bæði í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Þar hittu þau fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumann, og Magnús Garðarsson, stærsta eiganda kísilversins. Ljóst er að stjórnarmennirnir nýju koma inn í félagið við krefjandi aðstæður en starfsemin hefur verið plöguð af mengunaróhöppum og vandræðagangi síðan verksmiðjan var gangsett í nóvember.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þykir hafa komist vel frá sinni fyrstu alvöru prófraun í starfi eða sjómannaverkfallinu. Útgerðin hafi náð í gegn flestu af því sem lagt var upp með. Óánægja sjómanna með niðurstöðuna hafi birst í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana þar sem mjótt var á mununum. Sigur útgerðarinnar hafi kristallast í léttum Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem aðstoðaði við að leysa landfestar á skipum fyrirtækisins daginn eftir að samið var og rétt áður en hann brá sér í viðtal á RÚV.Vill taka við af Björgólfi Búist er við því að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) verði kjörinn á aðalfundi samtakanna í lok næsta mánaðar. Björgólfur Jóhannsson, sem hefur gegnt því embætti í fjögur ár, hefur sjálfur sagt að hann sé enn undir feldi en flestir reikna engu að síður með að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group. Sagt er að Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, hafi mikinn hug á því að verða eftirmaður Björgólfs sem formaður samtakanna.Krefjandi stjórnarsetaSigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), settust bæði í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Þar hittu þau fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumann, og Magnús Garðarsson, stærsta eiganda kísilversins. Ljóst er að stjórnarmennirnir nýju koma inn í félagið við krefjandi aðstæður en starfsemin hefur verið plöguð af mengunaróhöppum og vandræðagangi síðan verksmiðjan var gangsett í nóvember.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira