Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 16:48 „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Hún hefur verið löng. Þetta hefur verið mér til vandræða alla tíð síðan,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu. Endurupptökunefnd heimilaði í dag að mál fimm sakborninga af sex verði tekin upp að nýju. Nánast slétt 37 ár eru frá því að Hæstiréttur kvað upp þunga dóma yfir þeim, en það var föstudaginn 22. febrúar 1980. Sakborningarnir hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu. Guðjón segist telja ólíklegt að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson finnist nokkurn tímann. Þeir hurfu sporlaust árið 1974. Mennirnir tveir þekktust ekki í lifanda lífi en mál þeirra voru spyrt saman eftir að þeir hurfu. Um er að ræða eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. „Ég er eiginlega orðinn algjörlega vondaufur um að það komi nokkurn tímann fram. Því að því meira sem rótað er í þessu og leitað að þeim þeim mun minna kemur fram og þeim mun óskiljanlegra verður þetta allt saman. Og gjörsamlega óútskýrt. Sérstaklega Guðmundarmálið, það virðist einhvern veginn gjörsamlega gufa upp í höndunum á manni. En sem betur fer höfum við lært töluvert af þessari reynslu sem var dýrkeypt á sínum tíma. Og höfðum sett ýmislegt í gang til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur á þessu landi,“ segir Guðjón og vísar þar í þá meðferð sem hann fékk bæði við meðferð málsins og í fangelsinu. Rætt verður ítarlega við Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
„Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Hún hefur verið löng. Þetta hefur verið mér til vandræða alla tíð síðan,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu. Endurupptökunefnd heimilaði í dag að mál fimm sakborninga af sex verði tekin upp að nýju. Nánast slétt 37 ár eru frá því að Hæstiréttur kvað upp þunga dóma yfir þeim, en það var föstudaginn 22. febrúar 1980. Sakborningarnir hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu. Guðjón segist telja ólíklegt að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson finnist nokkurn tímann. Þeir hurfu sporlaust árið 1974. Mennirnir tveir þekktust ekki í lifanda lífi en mál þeirra voru spyrt saman eftir að þeir hurfu. Um er að ræða eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. „Ég er eiginlega orðinn algjörlega vondaufur um að það komi nokkurn tímann fram. Því að því meira sem rótað er í þessu og leitað að þeim þeim mun minna kemur fram og þeim mun óskiljanlegra verður þetta allt saman. Og gjörsamlega óútskýrt. Sérstaklega Guðmundarmálið, það virðist einhvern veginn gjörsamlega gufa upp í höndunum á manni. En sem betur fer höfum við lært töluvert af þessari reynslu sem var dýrkeypt á sínum tíma. Og höfðum sett ýmislegt í gang til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur á þessu landi,“ segir Guðjón og vísar þar í þá meðferð sem hann fékk bæði við meðferð málsins og í fangelsinu. Rætt verður ítarlega við Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03