Trump lofar einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 23:30 Trump heilsar að hermannasið. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15
Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56
CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20
Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00