Sér engin rök fyrir áframhaldandi einangrunarvist skipverjans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 12:37 Maðurinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/gva Engin rök eru fyrir því að halda manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í einangrun vikum saman, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins. Of mikið sé um einangrunarvist hér á landi. „Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Páll Rúnar sagði alltof mikið um notkun einangrunarvistar. Leggja verði þá kröfu á herðar rannsakenda að sýna fram á að skilyrði fyrir einangrunarvist séu uppfyllt og að verði að gera með áþreifanlegum hætti. „Það er mjög sjaldgæft að kröfu um einangrun sé hafnað af dómstólum. Til þess að hægt sé að samþykkja einangrun einstaklings þá þurfa að vera til staðar mjög ströng skilyrði,“ sagði hann. „Það er oft eins og einangrunarvist sé eitthvert svona gjafabréf á Disney-siglingu. Þetta er hræðileg afplánun.“ Aðspurður segir Páll manninn halda staðfastlega fram sakleysi sínu.„ Sem sakborningur sem heldur fram sakleysi sínu að þá nýtur hann ákveðinna réttinda. Og rétt meðal annars til að teljast saklaus þangað til að möguleg sekt hans væri endanlega sönnuð. Þótt það sé ekki alltaf vinsælt að halda þessu fram þá verður einfaldlega á þetta að benda því eins og kom fram þá eru mannréttindi ekki spariföt, þau eru hversdags. " Maðurinn, sem var skipverji á togaranum Polar Nanoq, var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur því sætt gæsluvarðhaldi og einangrun í rúmar fimm vikur. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Engin rök eru fyrir því að halda manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í einangrun vikum saman, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins. Of mikið sé um einangrunarvist hér á landi. „Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Páll Rúnar sagði alltof mikið um notkun einangrunarvistar. Leggja verði þá kröfu á herðar rannsakenda að sýna fram á að skilyrði fyrir einangrunarvist séu uppfyllt og að verði að gera með áþreifanlegum hætti. „Það er mjög sjaldgæft að kröfu um einangrun sé hafnað af dómstólum. Til þess að hægt sé að samþykkja einangrun einstaklings þá þurfa að vera til staðar mjög ströng skilyrði,“ sagði hann. „Það er oft eins og einangrunarvist sé eitthvert svona gjafabréf á Disney-siglingu. Þetta er hræðileg afplánun.“ Aðspurður segir Páll manninn halda staðfastlega fram sakleysi sínu.„ Sem sakborningur sem heldur fram sakleysi sínu að þá nýtur hann ákveðinna réttinda. Og rétt meðal annars til að teljast saklaus þangað til að möguleg sekt hans væri endanlega sönnuð. Þótt það sé ekki alltaf vinsælt að halda þessu fram þá verður einfaldlega á þetta að benda því eins og kom fram þá eru mannréttindi ekki spariföt, þau eru hversdags. " Maðurinn, sem var skipverji á togaranum Polar Nanoq, var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur því sætt gæsluvarðhaldi og einangrun í rúmar fimm vikur.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira