Ekki hlutverk björgunarsveita að losa bíla úr stæðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2017 14:18 Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Vísir/Vilhelm Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Rætt var við Þorstein í Helginni á Bylgjunni í dag. „Það voru milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn sem að voru við ýmiss konar aðstoð í nótt. Það var bæði lokað Heillisheiði og Þrengslum svo var verið að aðstoða lögreglu í nótt við ýmiss konar útköll og þess háttar. Var verið að koma heilbrigðisstarfsfólki í vinnuna í nótt og í morgun. Það hafa verið þannig verkefni. En við höfum ekkert verið í því að draga upp fasta bíla í bílastæðum og innkeyrslum. Það er ekki okkar mál,“ segir Þorsteinn. Hafið þið fengið beiðnir um slikt? „Það koma alltaf beiðnir um eitthvað slíkt en við bendum fólki á að reyna að leysa það með öðrum hætti. Sjálfur er ég núna að reyna að moka upp bílinn minn og ég vona að þetta sé minn, ég er ekki kominn að honum ennþá. Þeir líta allir eins út hérna á planinu, hvítar stórar hrúgur.“ Það var talað um það í morgun, fólk var beðið um að halda sig heima nema það væri brýn nauðsyn. Er það ennþá í gildi? „Já ég held það. Þetta er fallegur dagur og það eru ansi margir sem nýta daginn í að moka frá og þrífa snjóinn af plönum og bílaplönum en helstu stofnbrautir eru fínar en það er aðallega með húsagötur og annað. Ég held það sá ágætt að þetta komi á aðfararnótt sunnudags svo að fólk geti notað daginn í dag í að losa upp bílinn sinn og undirbúa sig fyrir morgundaginn.“ Er þetta ekki spurning um að fara út að leika við börnin og barnabörnin, gera snjóhús og snjókarla? „Eins og talað út úr mínum munni.“ Veður Tengdar fréttir Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47 Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24 Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Rætt var við Þorstein í Helginni á Bylgjunni í dag. „Það voru milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn sem að voru við ýmiss konar aðstoð í nótt. Það var bæði lokað Heillisheiði og Þrengslum svo var verið að aðstoða lögreglu í nótt við ýmiss konar útköll og þess háttar. Var verið að koma heilbrigðisstarfsfólki í vinnuna í nótt og í morgun. Það hafa verið þannig verkefni. En við höfum ekkert verið í því að draga upp fasta bíla í bílastæðum og innkeyrslum. Það er ekki okkar mál,“ segir Þorsteinn. Hafið þið fengið beiðnir um slikt? „Það koma alltaf beiðnir um eitthvað slíkt en við bendum fólki á að reyna að leysa það með öðrum hætti. Sjálfur er ég núna að reyna að moka upp bílinn minn og ég vona að þetta sé minn, ég er ekki kominn að honum ennþá. Þeir líta allir eins út hérna á planinu, hvítar stórar hrúgur.“ Það var talað um það í morgun, fólk var beðið um að halda sig heima nema það væri brýn nauðsyn. Er það ennþá í gildi? „Já ég held það. Þetta er fallegur dagur og það eru ansi margir sem nýta daginn í að moka frá og þrífa snjóinn af plönum og bílaplönum en helstu stofnbrautir eru fínar en það er aðallega með húsagötur og annað. Ég held það sá ágætt að þetta komi á aðfararnótt sunnudags svo að fólk geti notað daginn í dag í að losa upp bílinn sinn og undirbúa sig fyrir morgundaginn.“ Er þetta ekki spurning um að fara út að leika við börnin og barnabörnin, gera snjóhús og snjókarla? „Eins og talað út úr mínum munni.“
Veður Tengdar fréttir Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47 Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24 Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47
Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24
Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55