Óskarinn áfram á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:00 Anton Rúnarsson og Orri Freyr Gíslason lyfta Coca Cola-bikarnum eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik. Valsmenn vörðu þar með bikarmeistaratitilinn en þeir hafa alls tíu sinnum orðið bikarmeistarar, oftast allra liða. vísir/andri marinó Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira