Hnefaleikagoðsögnin Oscar de la Hoya er ekki spenntur fyrir því að sjá Conor McGregor og Floyd Mayweather mætast í boxbardaga.
De la Hoya segir að það væri hreinlega neyðarlegt fyrir bæði hnefaleika og MMA að láta þá berjast.
Ef þeir myndu aftur á móti mætast þá segir De la Hoya að Mayweather myndi ganga frá Conor og að það væri verulega slysahætta að setja hann í hringinn með Mayweather.
„Box er box og MMA er MMA. Þetta eru tvær mismunandi íþróttagreinar. Þetta væri bara brandari. Það væri neyðarlegt fyrir hnefaleika að setja MMA-mann í hringinn. Það væri of auðveldur bardagi,“ sagði De la Hoya.
„Hið sama væri upp á teningnum ef hnefaleikakappi færi í MMA-búrið. Það yrði neyðarleg uppákoma fyrir MMA. Þessir strákar eru bestir í sitthvorri greininni og ég bara sé ekki að það gangi upp að þeir berjist.
„Það er hætta á meiðslum. Mayweather myndi pakka Conor saman. McGregor hefur aldrei barist við boxara um ævina. Það er allt önnur íþrótt. Ef honum er alvara með hnefaleika ætti hann að byrja á nokkrum áhugamannabardögum áður en hann fer lengra. Það er ekkert hægt að byrja á toppnum.“
Brandari að setja Conor og Mayweather í hringinn

Tengdar fréttir

Conor grét í sturtunni
Írska ofurstjarnan Conor McGregor er í forsíðuviðtali hjá GQ þar sem hann talar meðal annars um sínar mýkri hliðar.

Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor
Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta.

Aldo: Conor er drullusokkur sem mun aldrei berjast við Mayweather
Brasilíumaðurinn Jose Aldo vandar Íranum Conor McGregor ekki kveðjurnar líkt og venjulega.

Zlatan ætlar að senda Conor og Mayweather á spítala
Svíinn Zlatan Ibrahimovic segist vera búinn að fá nóg af dramatíkinni í Conor McGregor og Floyd Mayweather. Hann vill berjast við þá báða.

Conor boxar á fullu | Myndband
Conor McGregor sýndi heiminum í gær að honum er alvara með boxbardaga gegn Floyd Mayweather.

Mayweather farinn að skipa Conor fyrir
Með hverjum deginum færast þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather nær því að mætast í boxbardaga.