Hártískan í sumar klassískari en áður 10. febrúar 2017 13:00 Tóta fylgist vel með nýjum straumum í hártískunni. vísir/ernir „Með vorinu berast nýir straumar í hártískunni, enda vilja margir breyta til eftir veturinn. Þegar kemur að hártísku er mikilvægt að taka mið af því hvað fer hverjum og einum best og hvort klippingin falli vel að andlitsfalli viðkomandi,“ segir Tóta Jóhannesdóttir, hárgreiðslukona hjá Slippnum.Litirnir verða djúpir og náttúrulegir.„Sama klippingin klæðir alls ekki alla en almennt verður hárið klippt styttra en áður, liðir fá að njóta sín og mött áferð á hárinu verður áfram í tísku,“ segir Tóta. Hún fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í hárgreiðsluheiminum. Hún mælir með nýju Aveda-þurrsjampói til að fá matta áferð á hárið og segir brilljantínið á undanhaldi. Axlasítt hár og mismunandi hársíddir verða einnig áberandi en mjög sítt hár hverfur úr tísku.Krullurnar fá að njóta sín í sumar. „Við fagfólkið viljum leggja áherslu á að nota það sem hver og einn hefur, liðir og eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.“ „Toppar, bæði stuttir og síðir, verða áfram vinsælir og einnig það sem við köllum langa bobba,“ upplýsir Tóta. Hún bætir við að hártískan í vor verði tímalausari en oft áður.Axlasítt hár verður áberandi á næstu mánuðum.Hún telur jafnframt að að framundan séu einnig breytingar í skeggtísku karlmanna. „Þetta mikla skegg sem hefur lengi verið vinsælt víkur fyrir styttra skeggi og þriggja daga skegg fer að sjást aftur.“ „Fagurfræðilega séð er þetta líka bara komið gott og það verður gaman að sjá í andlitið á strákunum aftur.“Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.Náttúrulegir, djúpir litir koma sterkir inn en Tóta minnir á að hafa verði í huga hvaða litir fari hverjum og einum best. „Hlýir litir klæða ekki alla og það sama gildir um kalda liti. Náttúrulegir, klassískir litir koma sterkir inn og skuggar í hárinu halda velli.“ „Hins vegar eru ljósir endar litaðir í pastellitum á undanhaldi.“ „Við munum líka sjá meira um klassískari klippingar en áður, bæði hjá konum og körlum,“ segir Tóta. Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Með vorinu berast nýir straumar í hártískunni, enda vilja margir breyta til eftir veturinn. Þegar kemur að hártísku er mikilvægt að taka mið af því hvað fer hverjum og einum best og hvort klippingin falli vel að andlitsfalli viðkomandi,“ segir Tóta Jóhannesdóttir, hárgreiðslukona hjá Slippnum.Litirnir verða djúpir og náttúrulegir.„Sama klippingin klæðir alls ekki alla en almennt verður hárið klippt styttra en áður, liðir fá að njóta sín og mött áferð á hárinu verður áfram í tísku,“ segir Tóta. Hún fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í hárgreiðsluheiminum. Hún mælir með nýju Aveda-þurrsjampói til að fá matta áferð á hárið og segir brilljantínið á undanhaldi. Axlasítt hár og mismunandi hársíddir verða einnig áberandi en mjög sítt hár hverfur úr tísku.Krullurnar fá að njóta sín í sumar. „Við fagfólkið viljum leggja áherslu á að nota það sem hver og einn hefur, liðir og eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.“ „Toppar, bæði stuttir og síðir, verða áfram vinsælir og einnig það sem við köllum langa bobba,“ upplýsir Tóta. Hún bætir við að hártískan í vor verði tímalausari en oft áður.Axlasítt hár verður áberandi á næstu mánuðum.Hún telur jafnframt að að framundan séu einnig breytingar í skeggtísku karlmanna. „Þetta mikla skegg sem hefur lengi verið vinsælt víkur fyrir styttra skeggi og þriggja daga skegg fer að sjást aftur.“ „Fagurfræðilega séð er þetta líka bara komið gott og það verður gaman að sjá í andlitið á strákunum aftur.“Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.Náttúrulegir, djúpir litir koma sterkir inn en Tóta minnir á að hafa verði í huga hvaða litir fari hverjum og einum best. „Hlýir litir klæða ekki alla og það sama gildir um kalda liti. Náttúrulegir, klassískir litir koma sterkir inn og skuggar í hárinu halda velli.“ „Hins vegar eru ljósir endar litaðir í pastellitum á undanhaldi.“ „Við munum líka sjá meira um klassískari klippingar en áður, bæði hjá konum og körlum,“ segir Tóta.
Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira